Nýr Landspítali: Sparnaður fyrir þjóðfélagið á erfiðum tímum Jóhannes M. Gunnarsson og Björn Zoëga skrifar 13. janúar 2012 06:00 Rekstrarlegur ávinningur sameiningar starfsemi Landspítala í Fossvogi og við Hringbraut með nýbyggingum spítalans er áætlaður 2,6 milljarðar á hverju ári. Með einfaldri deilingu má sjá að töf á nýbyggingu kostar samfélagið 7,1 milljón króna á hverjum sólarhring. Margþættur ávinningur af nýbyggingu LandspítalaÍ tvígang hafa reyndir erlendir rekstrar- og byggingaaðilar verið fengnir til að reikna hugsanlegan rekstrarábata af nýbyggingu Landspítala. Notuð hefur verið mismunandi nálgun við útreikninga en allt ber að sama brunni; það næst árleg rekstrarleg hagræðing upp á 2,6 milljarða hið minnsta. Í hverju felst þessi mikli ávinningur? Tvöföldun á sjúkrahússstarfsemi annars vegar á Hringbraut og hins vegar í Fossvogi er dýr. Rannsóknarstofur, myndgreining, bráðamóttökur, skurðstofur, gjörgæsla, og margt fleira er á báðum stöðum. Það er sóun. Einmenningsstofur með salerni og sturtu fyrir hvern sjúkling eru taldar auka byggingarkostnað spítalans um 5%. Á móti kemur mikill rekstrarsparnaður sem felst í bættum meðferðarárangri. Spítalasýkingum á deild með einbýlum sjúklinga fækkar um allt að 45%. Meðferð slíkra sýkinga er gífurlega kostnaðarsöm vegna þess hve lyfin eru dýr og iðulega þarf að loka rekstrareiningum um lengri eða skemmri tíma meðan verið er að uppræta slíkar sóttkveikjur í umhverfinu. Legutími sjúklinga sem í þessu lenda lengist oft mikið og stöku sjúklingar lifa þessar sýkingar ekki af. Mistökum varðandi lyfjagjöf, sem eru algengustu mistök á spítölum, fækkar og er dæmi um 70% fækkun slíkra mistaka á deildum þar sem eingöngu eru einbýli. Minniháttar inngrip, skoðanir og viðtöl geta farið fram á sjúkrastofunni, sem fækkar mjög öllum flutningum á sjúklingum sem allt sparar tíma og fyrirhöfn. Hægt að helminga göngutíma starfsfólks með betri hönnun og tæknilausnumÍ eldra húsnæði er samhengi hinna einstöku starfseininga og flæði óhagstætt. Miklu skiptir að allar ferðaleiðir starfsmanna og sjúklinga séu eins stuttar og mögulegt er og að ferðir og flutningar séu í lágmarki. Á hefðbundnum legudeildum verja starfsmenn í umönnun tæplega 30% af vinnutíma sínum til gangs til eða frá sjúklingi. Með bestu hönnun er hægt að minnka þennan tíma um nær því helming. Fullkomin tækni til flutninga s. s. sendingar sýna til rannsóknarstofa eða lyfja frá sjúkrahúsapóteki með rörpósti og sjálfvirkir flutningsvagnar fyrir lín- og matarflutninga sparar tíma fólks og eykur auk þess öryggi. Sama gildir um fullkomna upplýsingatækni og starfsaðstöðu almennt. Má þar nefna bein rafræn lyfjafyrirmæli frá legudeildum til sjúkrahúsapóteks sem tekur til sjálfvirkt og sendir strikamerkt og pökkuð lyf fyrir hvern sjúkling til sjúkradeildar á minna en 5 mínútum. Sorp er sent í sogkerfi til miðlægrar sorpstöðvar spítalans. Allt sparar þetta mannafla, flýtir verkum og eykur öryggi. Nýbygging Landspítala þolir ekki frekari biðFjárfesting í húsnæði nýs Landspítala er nú metin á um 40 milljarða. Endurnýjun tækjabúnaðar upp á um 10 milljarða er óumflýjanleg á næstu 10 árum sama hvernig húsnæðismálum verður háttað. Það er ekki valkostur að gera ekkert í húsnæðismálum Landspítala. Samanburður valkosta sýnir að það er hagstæðara fyrir þjóðarbúið að ráðast í nýbygginguna og njóta hagkvæmninnar frekar en að vera áfram með óhagkvæman rekstur í núverandi byggingum með lágmarks endurbótum á þeim. Nýbygging Landspítala þolir enga frekari bið. Fyrir því liggja sterk fjárhagsleg, samfélagsleg og ekki minnst fagleg rök. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Rekstrarlegur ávinningur sameiningar starfsemi Landspítala í Fossvogi og við Hringbraut með nýbyggingum spítalans er áætlaður 2,6 milljarðar á hverju ári. Með einfaldri deilingu má sjá að töf á nýbyggingu kostar samfélagið 7,1 milljón króna á hverjum sólarhring. Margþættur ávinningur af nýbyggingu LandspítalaÍ tvígang hafa reyndir erlendir rekstrar- og byggingaaðilar verið fengnir til að reikna hugsanlegan rekstrarábata af nýbyggingu Landspítala. Notuð hefur verið mismunandi nálgun við útreikninga en allt ber að sama brunni; það næst árleg rekstrarleg hagræðing upp á 2,6 milljarða hið minnsta. Í hverju felst þessi mikli ávinningur? Tvöföldun á sjúkrahússstarfsemi annars vegar á Hringbraut og hins vegar í Fossvogi er dýr. Rannsóknarstofur, myndgreining, bráðamóttökur, skurðstofur, gjörgæsla, og margt fleira er á báðum stöðum. Það er sóun. Einmenningsstofur með salerni og sturtu fyrir hvern sjúkling eru taldar auka byggingarkostnað spítalans um 5%. Á móti kemur mikill rekstrarsparnaður sem felst í bættum meðferðarárangri. Spítalasýkingum á deild með einbýlum sjúklinga fækkar um allt að 45%. Meðferð slíkra sýkinga er gífurlega kostnaðarsöm vegna þess hve lyfin eru dýr og iðulega þarf að loka rekstrareiningum um lengri eða skemmri tíma meðan verið er að uppræta slíkar sóttkveikjur í umhverfinu. Legutími sjúklinga sem í þessu lenda lengist oft mikið og stöku sjúklingar lifa þessar sýkingar ekki af. Mistökum varðandi lyfjagjöf, sem eru algengustu mistök á spítölum, fækkar og er dæmi um 70% fækkun slíkra mistaka á deildum þar sem eingöngu eru einbýli. Minniháttar inngrip, skoðanir og viðtöl geta farið fram á sjúkrastofunni, sem fækkar mjög öllum flutningum á sjúklingum sem allt sparar tíma og fyrirhöfn. Hægt að helminga göngutíma starfsfólks með betri hönnun og tæknilausnumÍ eldra húsnæði er samhengi hinna einstöku starfseininga og flæði óhagstætt. Miklu skiptir að allar ferðaleiðir starfsmanna og sjúklinga séu eins stuttar og mögulegt er og að ferðir og flutningar séu í lágmarki. Á hefðbundnum legudeildum verja starfsmenn í umönnun tæplega 30% af vinnutíma sínum til gangs til eða frá sjúklingi. Með bestu hönnun er hægt að minnka þennan tíma um nær því helming. Fullkomin tækni til flutninga s. s. sendingar sýna til rannsóknarstofa eða lyfja frá sjúkrahúsapóteki með rörpósti og sjálfvirkir flutningsvagnar fyrir lín- og matarflutninga sparar tíma fólks og eykur auk þess öryggi. Sama gildir um fullkomna upplýsingatækni og starfsaðstöðu almennt. Má þar nefna bein rafræn lyfjafyrirmæli frá legudeildum til sjúkrahúsapóteks sem tekur til sjálfvirkt og sendir strikamerkt og pökkuð lyf fyrir hvern sjúkling til sjúkradeildar á minna en 5 mínútum. Sorp er sent í sogkerfi til miðlægrar sorpstöðvar spítalans. Allt sparar þetta mannafla, flýtir verkum og eykur öryggi. Nýbygging Landspítala þolir ekki frekari biðFjárfesting í húsnæði nýs Landspítala er nú metin á um 40 milljarða. Endurnýjun tækjabúnaðar upp á um 10 milljarða er óumflýjanleg á næstu 10 árum sama hvernig húsnæðismálum verður háttað. Það er ekki valkostur að gera ekkert í húsnæðismálum Landspítala. Samanburður valkosta sýnir að það er hagstæðara fyrir þjóðarbúið að ráðast í nýbygginguna og njóta hagkvæmninnar frekar en að vera áfram með óhagkvæman rekstur í núverandi byggingum með lágmarks endurbótum á þeim. Nýbygging Landspítala þolir enga frekari bið. Fyrir því liggja sterk fjárhagsleg, samfélagsleg og ekki minnst fagleg rök.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar