Nýr Landspítali: Sparnaður fyrir þjóðfélagið á erfiðum tímum Jóhannes M. Gunnarsson og Björn Zoëga skrifar 13. janúar 2012 06:00 Rekstrarlegur ávinningur sameiningar starfsemi Landspítala í Fossvogi og við Hringbraut með nýbyggingum spítalans er áætlaður 2,6 milljarðar á hverju ári. Með einfaldri deilingu má sjá að töf á nýbyggingu kostar samfélagið 7,1 milljón króna á hverjum sólarhring. Margþættur ávinningur af nýbyggingu LandspítalaÍ tvígang hafa reyndir erlendir rekstrar- og byggingaaðilar verið fengnir til að reikna hugsanlegan rekstrarábata af nýbyggingu Landspítala. Notuð hefur verið mismunandi nálgun við útreikninga en allt ber að sama brunni; það næst árleg rekstrarleg hagræðing upp á 2,6 milljarða hið minnsta. Í hverju felst þessi mikli ávinningur? Tvöföldun á sjúkrahússstarfsemi annars vegar á Hringbraut og hins vegar í Fossvogi er dýr. Rannsóknarstofur, myndgreining, bráðamóttökur, skurðstofur, gjörgæsla, og margt fleira er á báðum stöðum. Það er sóun. Einmenningsstofur með salerni og sturtu fyrir hvern sjúkling eru taldar auka byggingarkostnað spítalans um 5%. Á móti kemur mikill rekstrarsparnaður sem felst í bættum meðferðarárangri. Spítalasýkingum á deild með einbýlum sjúklinga fækkar um allt að 45%. Meðferð slíkra sýkinga er gífurlega kostnaðarsöm vegna þess hve lyfin eru dýr og iðulega þarf að loka rekstrareiningum um lengri eða skemmri tíma meðan verið er að uppræta slíkar sóttkveikjur í umhverfinu. Legutími sjúklinga sem í þessu lenda lengist oft mikið og stöku sjúklingar lifa þessar sýkingar ekki af. Mistökum varðandi lyfjagjöf, sem eru algengustu mistök á spítölum, fækkar og er dæmi um 70% fækkun slíkra mistaka á deildum þar sem eingöngu eru einbýli. Minniháttar inngrip, skoðanir og viðtöl geta farið fram á sjúkrastofunni, sem fækkar mjög öllum flutningum á sjúklingum sem allt sparar tíma og fyrirhöfn. Hægt að helminga göngutíma starfsfólks með betri hönnun og tæknilausnumÍ eldra húsnæði er samhengi hinna einstöku starfseininga og flæði óhagstætt. Miklu skiptir að allar ferðaleiðir starfsmanna og sjúklinga séu eins stuttar og mögulegt er og að ferðir og flutningar séu í lágmarki. Á hefðbundnum legudeildum verja starfsmenn í umönnun tæplega 30% af vinnutíma sínum til gangs til eða frá sjúklingi. Með bestu hönnun er hægt að minnka þennan tíma um nær því helming. Fullkomin tækni til flutninga s. s. sendingar sýna til rannsóknarstofa eða lyfja frá sjúkrahúsapóteki með rörpósti og sjálfvirkir flutningsvagnar fyrir lín- og matarflutninga sparar tíma fólks og eykur auk þess öryggi. Sama gildir um fullkomna upplýsingatækni og starfsaðstöðu almennt. Má þar nefna bein rafræn lyfjafyrirmæli frá legudeildum til sjúkrahúsapóteks sem tekur til sjálfvirkt og sendir strikamerkt og pökkuð lyf fyrir hvern sjúkling til sjúkradeildar á minna en 5 mínútum. Sorp er sent í sogkerfi til miðlægrar sorpstöðvar spítalans. Allt sparar þetta mannafla, flýtir verkum og eykur öryggi. Nýbygging Landspítala þolir ekki frekari biðFjárfesting í húsnæði nýs Landspítala er nú metin á um 40 milljarða. Endurnýjun tækjabúnaðar upp á um 10 milljarða er óumflýjanleg á næstu 10 árum sama hvernig húsnæðismálum verður háttað. Það er ekki valkostur að gera ekkert í húsnæðismálum Landspítala. Samanburður valkosta sýnir að það er hagstæðara fyrir þjóðarbúið að ráðast í nýbygginguna og njóta hagkvæmninnar frekar en að vera áfram með óhagkvæman rekstur í núverandi byggingum með lágmarks endurbótum á þeim. Nýbygging Landspítala þolir enga frekari bið. Fyrir því liggja sterk fjárhagsleg, samfélagsleg og ekki minnst fagleg rök. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Skoðun Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Rekstrarlegur ávinningur sameiningar starfsemi Landspítala í Fossvogi og við Hringbraut með nýbyggingum spítalans er áætlaður 2,6 milljarðar á hverju ári. Með einfaldri deilingu má sjá að töf á nýbyggingu kostar samfélagið 7,1 milljón króna á hverjum sólarhring. Margþættur ávinningur af nýbyggingu LandspítalaÍ tvígang hafa reyndir erlendir rekstrar- og byggingaaðilar verið fengnir til að reikna hugsanlegan rekstrarábata af nýbyggingu Landspítala. Notuð hefur verið mismunandi nálgun við útreikninga en allt ber að sama brunni; það næst árleg rekstrarleg hagræðing upp á 2,6 milljarða hið minnsta. Í hverju felst þessi mikli ávinningur? Tvöföldun á sjúkrahússstarfsemi annars vegar á Hringbraut og hins vegar í Fossvogi er dýr. Rannsóknarstofur, myndgreining, bráðamóttökur, skurðstofur, gjörgæsla, og margt fleira er á báðum stöðum. Það er sóun. Einmenningsstofur með salerni og sturtu fyrir hvern sjúkling eru taldar auka byggingarkostnað spítalans um 5%. Á móti kemur mikill rekstrarsparnaður sem felst í bættum meðferðarárangri. Spítalasýkingum á deild með einbýlum sjúklinga fækkar um allt að 45%. Meðferð slíkra sýkinga er gífurlega kostnaðarsöm vegna þess hve lyfin eru dýr og iðulega þarf að loka rekstrareiningum um lengri eða skemmri tíma meðan verið er að uppræta slíkar sóttkveikjur í umhverfinu. Legutími sjúklinga sem í þessu lenda lengist oft mikið og stöku sjúklingar lifa þessar sýkingar ekki af. Mistökum varðandi lyfjagjöf, sem eru algengustu mistök á spítölum, fækkar og er dæmi um 70% fækkun slíkra mistaka á deildum þar sem eingöngu eru einbýli. Minniháttar inngrip, skoðanir og viðtöl geta farið fram á sjúkrastofunni, sem fækkar mjög öllum flutningum á sjúklingum sem allt sparar tíma og fyrirhöfn. Hægt að helminga göngutíma starfsfólks með betri hönnun og tæknilausnumÍ eldra húsnæði er samhengi hinna einstöku starfseininga og flæði óhagstætt. Miklu skiptir að allar ferðaleiðir starfsmanna og sjúklinga séu eins stuttar og mögulegt er og að ferðir og flutningar séu í lágmarki. Á hefðbundnum legudeildum verja starfsmenn í umönnun tæplega 30% af vinnutíma sínum til gangs til eða frá sjúklingi. Með bestu hönnun er hægt að minnka þennan tíma um nær því helming. Fullkomin tækni til flutninga s. s. sendingar sýna til rannsóknarstofa eða lyfja frá sjúkrahúsapóteki með rörpósti og sjálfvirkir flutningsvagnar fyrir lín- og matarflutninga sparar tíma fólks og eykur auk þess öryggi. Sama gildir um fullkomna upplýsingatækni og starfsaðstöðu almennt. Má þar nefna bein rafræn lyfjafyrirmæli frá legudeildum til sjúkrahúsapóteks sem tekur til sjálfvirkt og sendir strikamerkt og pökkuð lyf fyrir hvern sjúkling til sjúkradeildar á minna en 5 mínútum. Sorp er sent í sogkerfi til miðlægrar sorpstöðvar spítalans. Allt sparar þetta mannafla, flýtir verkum og eykur öryggi. Nýbygging Landspítala þolir ekki frekari biðFjárfesting í húsnæði nýs Landspítala er nú metin á um 40 milljarða. Endurnýjun tækjabúnaðar upp á um 10 milljarða er óumflýjanleg á næstu 10 árum sama hvernig húsnæðismálum verður háttað. Það er ekki valkostur að gera ekkert í húsnæðismálum Landspítala. Samanburður valkosta sýnir að það er hagstæðara fyrir þjóðarbúið að ráðast í nýbygginguna og njóta hagkvæmninnar frekar en að vera áfram með óhagkvæman rekstur í núverandi byggingum með lágmarks endurbótum á þeim. Nýbygging Landspítala þolir enga frekari bið. Fyrir því liggja sterk fjárhagsleg, samfélagsleg og ekki minnst fagleg rök.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar