Trúarbragðafræðsla – af vettvangi Evrópuráðsins og ÖSE Sigurður Pálsson skrifar 18. apríl 2012 06:00 Trúarbragðafræðsla í íslenskum grunnskólum á í vök að verjast. Í framhaldsskólum er undantekning ef trúarbragðafræði er boðin sem valgrein. Í kennaranámi er trúarbragðafræði valgrein. Því er ástæða til að kynna umræðu um mikilvægi trúarbragðafræðslu sem farið hefur fram á vegum Evrópuráðsins og Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE).Veraldarvæðing Þjóðfélög Evrópu tóku miklum breytingum á síðustu öld. Þau breyttust úr fremur einsleitum kristnum þjóðfélögum í veraldarvædd fjölmenningarsamfélög. Veraldarvæðingin (e. secularization) er sögð fela í sér: a) aðskilnað pólitískra og trúarlegra stofnana, b) víkjandi trúarlega áherslu í umræðum um þjóðfélagsmál, vísindi, heimspeki og siðferði, c) minnkandi þátttöku í trúarlegum athöfnum og „einkavæðingu“ hins trúarlega og d) veraldarvæðingu eða afhelgun hugarfarsins. Um miðja síðustu öld settu félagsfræðingar fram kenningar um að þróunin yrði sú að trúarbrögð myndu nánast engu máli skipta í vestrænum samfélögum framtíðarinnar. Einn þeirra var Peter L. Berger, sem rétt fyrir síðustu aldamót hélt fyrirlestur við Johns Hopkins University í Bandaríkjunum, sem nefndist The Desecularization of the World. Þar sagði m.a.: „Hugmynd okkar um að við lifum í veraldarvæddum heimi er röng. Heimurinn í dag er, með nokkrum undantekningum, jafn feiknarlega trúarlegur og hann hefur ætíð verið og sums staðar fremur en nokkru sinni. Þetta merkir að allir þeir bókastaflar sem ritaðir hafa verið af sagnfræðingum og félagsvísindamönnum og merktir hafa verið „kenningar um veraldarvæðingu“ hafa í grundvallaratriðum rangt fyrir sér.“Fjölmenning og umburðarlyndi Endurkoma trúarbragða á vettvang alþjóðastjórnmála og aukin fjölmenning hefur vakið umræðu á vettvangi Evrópuráðsins um trúarbragðafræðslu. Komið hafa út nokkur nefndarálit þar sem bent er á nauðsyn þess að vinna markvisst að auknu umburðarlyndi í trúarlegum efnum, í nafni lýðræðis og mannréttinda. Til að svo geti orðið er mikilvægt að fræðsla um trúarbrögð sé í námskrám opinberra skóla í því skyni að efla þekkingu og skilning á ólíkum trúarbrögðum og lífsviðhorfum. Mikilvægt sé að auka þekkingu nemenda á ríkjandi trúarbrögðum og siðgæðisviðmiðum í eigin samfélagi, enda geti þekkingarskortur leitt til fordóma gagnvart eigin trúar- og menningararfi. Aðildarríkin eru hvött til að líta á endurskoðun námskrár á öllum skólastigum sem forgangsverkefni í því skyni að efla trúarbragðafræðslu. Árið 2005 kom út hjá Evrópuráðinu álit frá Committee on Culture, Science and Education. Þar eru ríkisstjórnir aðildarríkjanna hvattar til að tryggja trúarbragðafræðslu, bæði í grunn- og framhaldsskólum. Skortur á hæfum kennurum er einnig ræddur og bent á nauðsyn stóraukinnar kennaramenntunar í trúarbragðafræðum. Nú þegar verið er að lengja kennaranám hér á landi er ástæða til að benda á að menntun íslenskra kennara í þessum fræðum er með öllu óviðunandi. Aðeins lítill hluti kennaranema velur trúarbrögð sem valgrein, þannig að meirihluti útskrifaðra kennara hefur enga fræðslu fengið um trúarbrögð, hvorki kristni né önnur, frá því að þeir luku grunnskólaprófi. Árið 2008 gaf Evrópuráðið út White Paper on Intercultural Dialogue. Þar er rætt um áhrif trúarbragða, einkum hins gyðing-kristna arfs, á vestræna menningu. Bent er á mikilvægi þvermenningarlegrar og þvertrúarlegrar samræðu, til aukins skilnings og þekkingar á ólíkum hópum þjóðfélagsins svo vinna megi gegn fordómum og stuðla að umburðarlyndi. Til þess að slík umræða geti átt sér stað þurfi að auka þekkingu fólks á eigin trúar- og menningararfi, auk þekkingar á helstu trúarbrögðum heims. Við endurskoðun námskrár grunnskóla sem nú stendur yfir er mikilvægt að gefa þessu gaum. Án þekkingar á Biblíunni eru menn ólæsir á vestræna menningu, þar sem úir og grúir af tilvísunum í biblíusögur, bæði í bókmenntum, myndlist og tónlist, og eru ófærir um að taka þátt í umræðu um trúmál almennt og tengsl trúar og menningar í eigin samfélagi.Leiðbeinandi meginreglur Í mars 2007 var haldin í Toledo á Spáni ráðstefna um trúarbragðafræðslu á vegum ÖSE. Að ráðstefnunni komu tugir sérfræðinga um uppeldi og menntun, auk lögfræðinga, guðfræðinga, trúarbragðafræðinga, fulltrúa frá veraldlegum lífsskoðanasamtökum, auk fræðimanna á sviði mannréttinda. Gefið var út ritið Toledo Guiding Principles on Teaching About Religions and Beliefs in Public Schools. Í formála segir að þrálátar ranghugmyndir um trúarbrögð og menningarheildir hafi leitt í ljós mikilvægi þess að stuðla að umburðarlyndi og jafnræði ásamt trú- og skoðanafrelsi. Þörfin fyrir betri skilning og þekkingu á trúarbrögðum og lífsviðhorfum verði æ ljósari og bent á að trúarbragðafræðsla sé nauðsynlegur þáttur í sérhverri gæðamenntun (e. quality education). Lögð er áhersla á mikilvægi vandaðrar kennaramenntunar svo kennarar verði færir um að mæta fjölbreyttum hópi nemenda af skilningi og umburðarlyndi. Hér með er skorað á yfirvöld menntamála á Íslandi að gefa þessu gaum. (Ítarlegri umfjöllun má sjá á Netlu, veftímariti um uppeldi og menntun (netla.hi.is), undir Menntakvika, árslok 2011). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Trúarbragðafræðsla í íslenskum grunnskólum á í vök að verjast. Í framhaldsskólum er undantekning ef trúarbragðafræði er boðin sem valgrein. Í kennaranámi er trúarbragðafræði valgrein. Því er ástæða til að kynna umræðu um mikilvægi trúarbragðafræðslu sem farið hefur fram á vegum Evrópuráðsins og Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE).Veraldarvæðing Þjóðfélög Evrópu tóku miklum breytingum á síðustu öld. Þau breyttust úr fremur einsleitum kristnum þjóðfélögum í veraldarvædd fjölmenningarsamfélög. Veraldarvæðingin (e. secularization) er sögð fela í sér: a) aðskilnað pólitískra og trúarlegra stofnana, b) víkjandi trúarlega áherslu í umræðum um þjóðfélagsmál, vísindi, heimspeki og siðferði, c) minnkandi þátttöku í trúarlegum athöfnum og „einkavæðingu“ hins trúarlega og d) veraldarvæðingu eða afhelgun hugarfarsins. Um miðja síðustu öld settu félagsfræðingar fram kenningar um að þróunin yrði sú að trúarbrögð myndu nánast engu máli skipta í vestrænum samfélögum framtíðarinnar. Einn þeirra var Peter L. Berger, sem rétt fyrir síðustu aldamót hélt fyrirlestur við Johns Hopkins University í Bandaríkjunum, sem nefndist The Desecularization of the World. Þar sagði m.a.: „Hugmynd okkar um að við lifum í veraldarvæddum heimi er röng. Heimurinn í dag er, með nokkrum undantekningum, jafn feiknarlega trúarlegur og hann hefur ætíð verið og sums staðar fremur en nokkru sinni. Þetta merkir að allir þeir bókastaflar sem ritaðir hafa verið af sagnfræðingum og félagsvísindamönnum og merktir hafa verið „kenningar um veraldarvæðingu“ hafa í grundvallaratriðum rangt fyrir sér.“Fjölmenning og umburðarlyndi Endurkoma trúarbragða á vettvang alþjóðastjórnmála og aukin fjölmenning hefur vakið umræðu á vettvangi Evrópuráðsins um trúarbragðafræðslu. Komið hafa út nokkur nefndarálit þar sem bent er á nauðsyn þess að vinna markvisst að auknu umburðarlyndi í trúarlegum efnum, í nafni lýðræðis og mannréttinda. Til að svo geti orðið er mikilvægt að fræðsla um trúarbrögð sé í námskrám opinberra skóla í því skyni að efla þekkingu og skilning á ólíkum trúarbrögðum og lífsviðhorfum. Mikilvægt sé að auka þekkingu nemenda á ríkjandi trúarbrögðum og siðgæðisviðmiðum í eigin samfélagi, enda geti þekkingarskortur leitt til fordóma gagnvart eigin trúar- og menningararfi. Aðildarríkin eru hvött til að líta á endurskoðun námskrár á öllum skólastigum sem forgangsverkefni í því skyni að efla trúarbragðafræðslu. Árið 2005 kom út hjá Evrópuráðinu álit frá Committee on Culture, Science and Education. Þar eru ríkisstjórnir aðildarríkjanna hvattar til að tryggja trúarbragðafræðslu, bæði í grunn- og framhaldsskólum. Skortur á hæfum kennurum er einnig ræddur og bent á nauðsyn stóraukinnar kennaramenntunar í trúarbragðafræðum. Nú þegar verið er að lengja kennaranám hér á landi er ástæða til að benda á að menntun íslenskra kennara í þessum fræðum er með öllu óviðunandi. Aðeins lítill hluti kennaranema velur trúarbrögð sem valgrein, þannig að meirihluti útskrifaðra kennara hefur enga fræðslu fengið um trúarbrögð, hvorki kristni né önnur, frá því að þeir luku grunnskólaprófi. Árið 2008 gaf Evrópuráðið út White Paper on Intercultural Dialogue. Þar er rætt um áhrif trúarbragða, einkum hins gyðing-kristna arfs, á vestræna menningu. Bent er á mikilvægi þvermenningarlegrar og þvertrúarlegrar samræðu, til aukins skilnings og þekkingar á ólíkum hópum þjóðfélagsins svo vinna megi gegn fordómum og stuðla að umburðarlyndi. Til þess að slík umræða geti átt sér stað þurfi að auka þekkingu fólks á eigin trúar- og menningararfi, auk þekkingar á helstu trúarbrögðum heims. Við endurskoðun námskrár grunnskóla sem nú stendur yfir er mikilvægt að gefa þessu gaum. Án þekkingar á Biblíunni eru menn ólæsir á vestræna menningu, þar sem úir og grúir af tilvísunum í biblíusögur, bæði í bókmenntum, myndlist og tónlist, og eru ófærir um að taka þátt í umræðu um trúmál almennt og tengsl trúar og menningar í eigin samfélagi.Leiðbeinandi meginreglur Í mars 2007 var haldin í Toledo á Spáni ráðstefna um trúarbragðafræðslu á vegum ÖSE. Að ráðstefnunni komu tugir sérfræðinga um uppeldi og menntun, auk lögfræðinga, guðfræðinga, trúarbragðafræðinga, fulltrúa frá veraldlegum lífsskoðanasamtökum, auk fræðimanna á sviði mannréttinda. Gefið var út ritið Toledo Guiding Principles on Teaching About Religions and Beliefs in Public Schools. Í formála segir að þrálátar ranghugmyndir um trúarbrögð og menningarheildir hafi leitt í ljós mikilvægi þess að stuðla að umburðarlyndi og jafnræði ásamt trú- og skoðanafrelsi. Þörfin fyrir betri skilning og þekkingu á trúarbrögðum og lífsviðhorfum verði æ ljósari og bent á að trúarbragðafræðsla sé nauðsynlegur þáttur í sérhverri gæðamenntun (e. quality education). Lögð er áhersla á mikilvægi vandaðrar kennaramenntunar svo kennarar verði færir um að mæta fjölbreyttum hópi nemenda af skilningi og umburðarlyndi. Hér með er skorað á yfirvöld menntamála á Íslandi að gefa þessu gaum. (Ítarlegri umfjöllun má sjá á Netlu, veftímariti um uppeldi og menntun (netla.hi.is), undir Menntakvika, árslok 2011).
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar