Erlent

Spjallþáttur Assange í loftið

Julian Assange
Julian Assange
Nýr spjallþáttur Julians Assange, stofnanda Wikileaks, var frumsýndur á rússnesku sjónvarpsstöðinni RT í gær. Í fyrsta þættinum ræddi Assange við Hassan Nasrallah, leiðtoga Hezbollah-skæruliðasamtakanna í Líbanon.

Nasrallah nefndi að Hezbollah-samtökin hefðu verið í sambandi við uppreisnarmenn í Sýrlandi og hvatt þá til þess að taka upp viðræður við sýrlensku ríkisstjórnina.

Viðtalið var tekið í gegnum netið og fór fram með hjálp túlka. Assange er sem stendur ekki frjálst að ferðast frá Englandi þaðan sem hann reynir að forðast að vera framseldur til Svíþjóðar vegna ásakana um kynferðisbrot.

- mþl




Fleiri fréttir

Sjá meira


×