Erlent

Ítalskri konu sleppt úr haldi al-kaída

Hryðjuverkasamtökin al-kaída í Alsír hafa sleppt ítalskri konu, Mariu Mariani, úr haldi en hún var búin að vera fangi þeirra síðustu 14 mánuði.

Mariu, sem orðin er 54 ára gömul, var rænt af al-kaída þegar hún var á ferð í Alsír í febrúar í fyrra. Hún hefur síðan verið flutt á milli tveggja eða þriggja landa og mátt búa við skelfilegar aðstæður.

Það voru stjórnvöld í Burkina Faso sem aðstoðuðu ítölsk stjórnvöld við að fá Mariu lausa úr haldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×