Vatnsmýrarþyrpingin í mótvindi Guðjón Baldursson skrifar 30. apríl 2012 09:00 Í skilmerkilegri grein Páls Torfa Önundarsonar, læknis á Landspítalanum, reifar hann hugmyndir sínar um viðbyggingu við Landspítalann. Eins og mörgum öðrum sem hafa kynnt sér tillögu að nýjum Landspítala sem nú liggur á borðinu, blöskrar lækninum hin „risavaxna deiliskipulagstillaga Spital-arkitekta" og sá ásýndarskaði sem tillagan gæti haft í för með sér. Tillaga læknisins felst hins vegar í hóflegri stækkun spítalans án mikils skaða fyrir umhverfið. Undirritaður hefur í mörgum greinum sýnt fram á með rökum sem ekki hafa verið hrakin að staðsetning hins nýja spítala við Hringbraut er sú versta sem völ er á. Þar skilur á milli skoðana minna og Páls Torfa. Hugmyndir hans einkum hvað umfang snertir eru áhugaverðar og þess virði að þær séu skoðaðar gaumgæfilega. Þær eru allavega mun skárri en tillaga Spital-hópsins sem nú liggur á borðinu. Forsvarsmaður Spital-hópsins, Helgi Már Halldórsson, hefur kallað hugmynd Páls Torfa „galna", orðalag sem er hönnunarstjóra spítalans ekki sæmandi. Hætt er við að samþjöppunarminimalismi eða þyrpingarstefna eins og tillaga Páls Torfa felur í sér leiði til þrengsla áður en langt er um liðið. Einna helst líkast því þegar ég sem ungur drengur sá konur með digra fætur reyna að komast í þrönga skó. Barnið vex en brókin ekki. Þar á ofan eru tillögurnar svolítið eins og að pissa í skóinn sinn, skammgóður vermir. Hugmyndin gengur einnig út á það að lappa upp á gömlu byggingarnar með nokkurs konar bíslagi eins og kallað var í gamla daga, þannig að þorpið verður dálítið svona sitt úr hvorri áttinni, ægir öllu saman. Stækkunin ætti að mati læknisins að duga næstu 20-30 árin. Ég geng út frá því, enda þótt það komi ekki fram í tillögunni, að um sé að ræða „skammtímalausn", á fjárhagslega þröngum tímum, og að um síðir verði byggður veglegur spítali ofan Ártúnsbrekku eins og svo oft hefur verið nefnt. Páll Torfi bendir réttilega á þá fjárhagslegu hagsmuni sem Spital-hópurinn hefur af verkinu. Það er augljóst öllum enda þótt hönnunarstjórinn fyrrnefndi reyni að slá ryki í augu fólks með því að svo sé ekki. Hversu margir eru á launaskrá við þetta verkefni, hversu margir verktakar fá reikninga sína greidda vegna þess? Í hvað hafa næstum þrír milljarðar farið? Ekki fjárhagslegir hagsmunir? Sjálfur nýtur Páll Torfi engra persónulegra né fjárhagslegra hagsmuna af sinni hugmynd. Hann kynnir bara sína hugmynd, fylgir henni eftir og rökstyður hana: Punktur! Vatnsmýrarþyrpingin eins og ég kýs að kalla hugmynd Spital-hópsins er að mínu viti illa ígrunduð og illa útfærð og verð ég seint þreyttur á að endurtaka þá skoðun mína. Ég hef sérstaklega nefnt umferðarmál og aðgengi að spítalanum. Fyrrnefndur hönnunarstjóri telur sig hins vegar búinn að leysa það mál með því að starfsmenn fari hjólandi í vinnu og ferðamáti landsmanna muni stórbreytast og allir verði farnir að hjóla eftir 5-6 ár! Það var aumkunarvert að hlýða á óraunhæfar hugmyndir í þá veru og skort á framtíðarsýn á umferð á kynningarfundi í Ráðhúsi Reykjavíkur nýverið þar sem deiliskipulag Vatnsmýrarþyrpingarinnar var kynnt m.a. af hönnunarstjóranum. Björn Zoega, forstjóri Landspítalans, nefndi í einhverjum fjölmiðli fyrir ekki margt löngu að eitt aðalatriða varðandi nýjan Landspítala, hvar svo sem hann yrði byggður, væri tryggt og auðvelt aðgengi að spítalanum. Hverju orði sannara og allir sammála. Aðgengið að Vatnsmýrarþyrpingunni er með öllu óásættanlegt og þar á ofan illgerlegt ef ekki ómögulegt að lagfæra. Byggingar sem fyrir eru torvelda breikkun gatna. Bílaumferð hefur og farið sívaxandi undanfarin ár og mun aukast að öllu óbreyttu næstu ár og áratugi. Hjólreiðar sem ferðamáti hafa alltaf átt undir högg að sækja á Íslandi, og gera enn af augljósum ástæðum, svo sem veðurfarslegum. Flestir eru sammála um að ákjósanlegt væri að fleiri notuðu reiðhjól til þess að komast í vinnu en einhvern veginn verður ekki séð að fólk fari með börnin sín í skóla eða leikskóla eða komi við í búð á leiðinni heim á reiðhjóli í skafrenningi eins og síðastliðinn vetur. Menn verða að vera raunsæir og ljúka upp sínum augum fyrir því að sumu er unnt að breyta, öðru ekki. Hjólreiðahugmyndin, bættar almannasamgöngur og að margir starfsmenn búi nálægt Vatnsmýrarþorpinu eru máttleysislegar varnartilraunir í þeim mótvindi sem forsvarsmenn hins nýja spítala standa í. Málefnalegu rökin eru jafn slök og að spítalinn þurfi að vera nálægt Háskólanum vegna vísindasamfélags stofnananna beggja! Landspítalinn er og á að verða spítali allra landsmanna. Aðgengi að nýjum spítala er best tryggt með staðsetningu annars staðar en í Vatnsmýrinni. Þyrpingin eins og hún birtist okkur er ekkert annað en samansafn af gömlum og nýjum húsum þar sem jafnvel samgöngur á milli húsa geta verið erfiðar, hvað þá heldur aðgengi að þyrpingunni sjálfri. Landspítalinn er ætlaður fyrir veikt fólk en ekki fyrir skrifstofulækna með slipsi eða pils- og slæðuhjúkkur. Ekki heldur fyrir þá sem titlaðir eru prófessorar eða aðra þá sem líta á sig sem vísindamenn. Við megum ekki láta þráhyggju og skammsýni ráða ferðinni, hagsmunir sjúklinga og framtíðarsýn verða að ráða ferðinni þegar nýr spítali verður byggður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Nýr Landspítali á efri lóð eða RISASPITAL á neðri? Helgi Már Halldórsson, arkitekt og forsvarsmaður ósamþykktrar deiliskipulagstillögu SPITAL hópsins fyrir nýjan Landspítala, gerir mig en ekki málefnið að umtalsefni í grein í Fréttablaðinu 21. apríl. Hann virðist telja að grein mín í Fréttablaðinu 19. apríl sl. hafi fjallað um hann sjálfan, samverkamenn sína og hugarfóstur þeirra. Ég verð að hryggja Helga með því að grein mín fjallaði ekki um hann eða deiliskipulagstillögu SPITAL. Þá kemur hvergi fram í grein minni að ég geri „skoðanir SPITAL hópsins í heild tortryggilegar“ eins og Helgi heldur fram. Ég segi ekki einu sinni að hugmynd SPITAL sé vond. Það er hugarburður hans sjálfs. 24. apríl 2012 06:00 Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Í skilmerkilegri grein Páls Torfa Önundarsonar, læknis á Landspítalanum, reifar hann hugmyndir sínar um viðbyggingu við Landspítalann. Eins og mörgum öðrum sem hafa kynnt sér tillögu að nýjum Landspítala sem nú liggur á borðinu, blöskrar lækninum hin „risavaxna deiliskipulagstillaga Spital-arkitekta" og sá ásýndarskaði sem tillagan gæti haft í för með sér. Tillaga læknisins felst hins vegar í hóflegri stækkun spítalans án mikils skaða fyrir umhverfið. Undirritaður hefur í mörgum greinum sýnt fram á með rökum sem ekki hafa verið hrakin að staðsetning hins nýja spítala við Hringbraut er sú versta sem völ er á. Þar skilur á milli skoðana minna og Páls Torfa. Hugmyndir hans einkum hvað umfang snertir eru áhugaverðar og þess virði að þær séu skoðaðar gaumgæfilega. Þær eru allavega mun skárri en tillaga Spital-hópsins sem nú liggur á borðinu. Forsvarsmaður Spital-hópsins, Helgi Már Halldórsson, hefur kallað hugmynd Páls Torfa „galna", orðalag sem er hönnunarstjóra spítalans ekki sæmandi. Hætt er við að samþjöppunarminimalismi eða þyrpingarstefna eins og tillaga Páls Torfa felur í sér leiði til þrengsla áður en langt er um liðið. Einna helst líkast því þegar ég sem ungur drengur sá konur með digra fætur reyna að komast í þrönga skó. Barnið vex en brókin ekki. Þar á ofan eru tillögurnar svolítið eins og að pissa í skóinn sinn, skammgóður vermir. Hugmyndin gengur einnig út á það að lappa upp á gömlu byggingarnar með nokkurs konar bíslagi eins og kallað var í gamla daga, þannig að þorpið verður dálítið svona sitt úr hvorri áttinni, ægir öllu saman. Stækkunin ætti að mati læknisins að duga næstu 20-30 árin. Ég geng út frá því, enda þótt það komi ekki fram í tillögunni, að um sé að ræða „skammtímalausn", á fjárhagslega þröngum tímum, og að um síðir verði byggður veglegur spítali ofan Ártúnsbrekku eins og svo oft hefur verið nefnt. Páll Torfi bendir réttilega á þá fjárhagslegu hagsmuni sem Spital-hópurinn hefur af verkinu. Það er augljóst öllum enda þótt hönnunarstjórinn fyrrnefndi reyni að slá ryki í augu fólks með því að svo sé ekki. Hversu margir eru á launaskrá við þetta verkefni, hversu margir verktakar fá reikninga sína greidda vegna þess? Í hvað hafa næstum þrír milljarðar farið? Ekki fjárhagslegir hagsmunir? Sjálfur nýtur Páll Torfi engra persónulegra né fjárhagslegra hagsmuna af sinni hugmynd. Hann kynnir bara sína hugmynd, fylgir henni eftir og rökstyður hana: Punktur! Vatnsmýrarþyrpingin eins og ég kýs að kalla hugmynd Spital-hópsins er að mínu viti illa ígrunduð og illa útfærð og verð ég seint þreyttur á að endurtaka þá skoðun mína. Ég hef sérstaklega nefnt umferðarmál og aðgengi að spítalanum. Fyrrnefndur hönnunarstjóri telur sig hins vegar búinn að leysa það mál með því að starfsmenn fari hjólandi í vinnu og ferðamáti landsmanna muni stórbreytast og allir verði farnir að hjóla eftir 5-6 ár! Það var aumkunarvert að hlýða á óraunhæfar hugmyndir í þá veru og skort á framtíðarsýn á umferð á kynningarfundi í Ráðhúsi Reykjavíkur nýverið þar sem deiliskipulag Vatnsmýrarþyrpingarinnar var kynnt m.a. af hönnunarstjóranum. Björn Zoega, forstjóri Landspítalans, nefndi í einhverjum fjölmiðli fyrir ekki margt löngu að eitt aðalatriða varðandi nýjan Landspítala, hvar svo sem hann yrði byggður, væri tryggt og auðvelt aðgengi að spítalanum. Hverju orði sannara og allir sammála. Aðgengið að Vatnsmýrarþyrpingunni er með öllu óásættanlegt og þar á ofan illgerlegt ef ekki ómögulegt að lagfæra. Byggingar sem fyrir eru torvelda breikkun gatna. Bílaumferð hefur og farið sívaxandi undanfarin ár og mun aukast að öllu óbreyttu næstu ár og áratugi. Hjólreiðar sem ferðamáti hafa alltaf átt undir högg að sækja á Íslandi, og gera enn af augljósum ástæðum, svo sem veðurfarslegum. Flestir eru sammála um að ákjósanlegt væri að fleiri notuðu reiðhjól til þess að komast í vinnu en einhvern veginn verður ekki séð að fólk fari með börnin sín í skóla eða leikskóla eða komi við í búð á leiðinni heim á reiðhjóli í skafrenningi eins og síðastliðinn vetur. Menn verða að vera raunsæir og ljúka upp sínum augum fyrir því að sumu er unnt að breyta, öðru ekki. Hjólreiðahugmyndin, bættar almannasamgöngur og að margir starfsmenn búi nálægt Vatnsmýrarþorpinu eru máttleysislegar varnartilraunir í þeim mótvindi sem forsvarsmenn hins nýja spítala standa í. Málefnalegu rökin eru jafn slök og að spítalinn þurfi að vera nálægt Háskólanum vegna vísindasamfélags stofnananna beggja! Landspítalinn er og á að verða spítali allra landsmanna. Aðgengi að nýjum spítala er best tryggt með staðsetningu annars staðar en í Vatnsmýrinni. Þyrpingin eins og hún birtist okkur er ekkert annað en samansafn af gömlum og nýjum húsum þar sem jafnvel samgöngur á milli húsa geta verið erfiðar, hvað þá heldur aðgengi að þyrpingunni sjálfri. Landspítalinn er ætlaður fyrir veikt fólk en ekki fyrir skrifstofulækna með slipsi eða pils- og slæðuhjúkkur. Ekki heldur fyrir þá sem titlaðir eru prófessorar eða aðra þá sem líta á sig sem vísindamenn. Við megum ekki láta þráhyggju og skammsýni ráða ferðinni, hagsmunir sjúklinga og framtíðarsýn verða að ráða ferðinni þegar nýr spítali verður byggður.
Nýr Landspítali á efri lóð eða RISASPITAL á neðri? Helgi Már Halldórsson, arkitekt og forsvarsmaður ósamþykktrar deiliskipulagstillögu SPITAL hópsins fyrir nýjan Landspítala, gerir mig en ekki málefnið að umtalsefni í grein í Fréttablaðinu 21. apríl. Hann virðist telja að grein mín í Fréttablaðinu 19. apríl sl. hafi fjallað um hann sjálfan, samverkamenn sína og hugarfóstur þeirra. Ég verð að hryggja Helga með því að grein mín fjallaði ekki um hann eða deiliskipulagstillögu SPITAL. Þá kemur hvergi fram í grein minni að ég geri „skoðanir SPITAL hópsins í heild tortryggilegar“ eins og Helgi heldur fram. Ég segi ekki einu sinni að hugmynd SPITAL sé vond. Það er hugarburður hans sjálfs. 24. apríl 2012 06:00
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun