Vísindi, veiðar og mannréttindi Jónas Bjarnason og Lýður Árnason skrifar 10. febrúar 2012 14:00 Hvernig kerfi eiga Íslendingar að nota við fiskveiðar? Á undanförnum árum hafa verið gerðar miklar rannsóknir á kerfum og því þurfa menn ekki að þreifa fyrir sér í myrkri. Nýjar rannsóknir á vegum Lenfest Ocean Program, 10 vísindamanna, (Melnychuk et al 2011.) sem rannsökuðu 345 fiskstofna á 11 svæðum vítt um heim, liggja fyrir. Auk þess hafa ýmsir aðrir vísindamenn skoðað grunnhugmyndir í fiskveiðistjórnun og má geta Elinor Ostroms, sem fékk Nóbelsverðlaun í hagfræði 2009. Skipta má þróaðri veiðistjórnun upp í annars vegar kvótakerfi (aflamark), með eða án framsalsréttar, og hins vegar dagakerfi (sóknarmark). Í kvótakerfum er miðað við heildarafla en í dagakerfum heildartíma sjósóknar. Rannsóknir Lenfest-manna leiddu í ljós, að kvótakerfi stuðluðu ekki að stækkun stofnstærða eða lífmassa. Það er líka reynslan hér. Stofn þorsks og annarra botnfiska hefur minnkað um helming frá 1990 og næstum tvo þriðju frá 1983. Rannsóknir Elinor Ostrom leiddu enn fremur í ljós, að þrátt fyrir útbreiddar skoðanir um yfirburði miðstýrðar stjórnunar og þéttingu veiðiheimilda í höndum sífellt færri og stærri útgerða, hefur komið í ljós að útgerðarmynstur undir stjórn sveitarfélaga í dreifbýli hefur gert það betur en einkavædd kerfi. Skýringar eru margar en sú nærtækust að smærri einingar öðlist meiri þekkingu á miðum og eiginleikum fiskistofna vegna nálægðar. Eitt meginmarkmið kvótakerfisins var að auka heildarafla þorsks við Íslandsstrendur. Það hefur alls ekki tekist og því annað hvort brotalöm í fiskveiðistjórn eða vísindum. Nema hvort tveggja sé. Vísindamenn gera tillögur um heildarafla en það magn svo einatt aukið til að friða hagsmunaaðila. Atgangur í einstakar tegundir hefur líka verið mikill, ekki sízt loðnu sem er fæða annarra fiska og verðmeiri. Hún er veidd í umtalsverðu magni og við sjáum áhrifin koma fram á fuglastofnum, en botnskrap getur auk þess skaðað sandsíli. Eflaust eru áhrifin ekki minni í dýpri sjó. Því telja margir að fiskveiðiráðgjöf nútímans sé einungis sýndarleikur til þess fallinn að hygla stórútgerðinni en ekki eiginlegri fiskvernd. Ástand fiskstofna í ESB og BNA er afleitt og útbreidd er skoðun um að ráðgjöfin hafi brugðist. Mikill munur er á fiskveiðistjórnunarkerfum með framsalsrétti (ITQ) og án (IFQ). Framsalskerfi tíðkast á Nýja-Sjálandi, Ástralíu, Kanada, að litlu leyti í Evrópu, N-Ameríku og Alaska. Á heimsvísu ná slík kerfi til fjórðungs heimsaflans. Fullyrðingar um að flestar þjóðir heims séu að taka upp kvótakerfi með framsali aflaheimilda stenst ekki. Stjórnvöld í Washington fengu NOAA 2010 undir stjórn Jane Lubchenco til þess að reyna að innleiða óskilgreind kvótakerfi í N-Ameríku (catch share). Stór hluti fiskveiðisamtaka landsins snerust gegn áformunum og nú ríkir óeining um fiskveiðistjórn þar ytra. Ríki Nýja-Englands og tvær stærstu fiskihafnir landsins hafa stefnt NOAA vegna áformanna. Svo gæti farið að þau verði dæmd ólögleg og stjórnarskrárbrot. Ekki hefur þetta komið fram í fagnaðarboði LÍÚ en einmitt þetta atriði var grunnurinn í ályktun mannréttindanefndar SÞ gegn íslenzka kvótakerfinu. Það er því harla ólíklegt að kvótakerfi sem byggist á mismunun í úthlutun veiðiréttinda verði leyfð í N-Ameríku. Íslenskir blaðamenn vekja endurtekið athygli á því að ESB-fiskveiðinefndin hafi þau áform að koma á kvótakerfi í íslenskum stíl. Fyrrum æðstráðandi fiskveiðistefnu ESB, Joe Borg, lagði til að teknir yrðu upp sóknardagar í stað kvótakerfa. En Maria Damanaki, núverandi framkvæmdastjóri, virðist áhugasöm um kvótakerfi og framsalsrétt. Sú afstaða íslenzkra stjórnvalda að virða að vettugi ályktun mannréttindanefndar SÞ hefur kannski ruglað Damanaki í ríminu, en gera má ráð fyrir að sömu vandamál komi upp í ESB og í N-Ameríku um lögmæti gagnvart stjórnarskrá. Segja má að Ísland hafi í sarpinum töluverða reynslu af kvótakerfi. Það gaf bankastofnunum færi á veðsetningu aflaheimilda með tilheyrandi uppskrúfun á verði þeirra og skuldsetningu, sem gekk svo langt að hér varð efnahagslegt hrun. Út úr því hruni gufuðu upp gríðarlegir fjármunir en þó ekki fiskimiðin. Þau halda verðmæti sínu og það er glapræði að bregðast ekki við sögunni. Sömuleiðis má segja að fiskveiðiráðgjöf þurfi að endurskoða, sérlega í því augnamiði að gera hana óháðari ríkisvaldi og hagsmunaaðilum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nóbelsverðlaun Mest lesið Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Hvernig kerfi eiga Íslendingar að nota við fiskveiðar? Á undanförnum árum hafa verið gerðar miklar rannsóknir á kerfum og því þurfa menn ekki að þreifa fyrir sér í myrkri. Nýjar rannsóknir á vegum Lenfest Ocean Program, 10 vísindamanna, (Melnychuk et al 2011.) sem rannsökuðu 345 fiskstofna á 11 svæðum vítt um heim, liggja fyrir. Auk þess hafa ýmsir aðrir vísindamenn skoðað grunnhugmyndir í fiskveiðistjórnun og má geta Elinor Ostroms, sem fékk Nóbelsverðlaun í hagfræði 2009. Skipta má þróaðri veiðistjórnun upp í annars vegar kvótakerfi (aflamark), með eða án framsalsréttar, og hins vegar dagakerfi (sóknarmark). Í kvótakerfum er miðað við heildarafla en í dagakerfum heildartíma sjósóknar. Rannsóknir Lenfest-manna leiddu í ljós, að kvótakerfi stuðluðu ekki að stækkun stofnstærða eða lífmassa. Það er líka reynslan hér. Stofn þorsks og annarra botnfiska hefur minnkað um helming frá 1990 og næstum tvo þriðju frá 1983. Rannsóknir Elinor Ostrom leiddu enn fremur í ljós, að þrátt fyrir útbreiddar skoðanir um yfirburði miðstýrðar stjórnunar og þéttingu veiðiheimilda í höndum sífellt færri og stærri útgerða, hefur komið í ljós að útgerðarmynstur undir stjórn sveitarfélaga í dreifbýli hefur gert það betur en einkavædd kerfi. Skýringar eru margar en sú nærtækust að smærri einingar öðlist meiri þekkingu á miðum og eiginleikum fiskistofna vegna nálægðar. Eitt meginmarkmið kvótakerfisins var að auka heildarafla þorsks við Íslandsstrendur. Það hefur alls ekki tekist og því annað hvort brotalöm í fiskveiðistjórn eða vísindum. Nema hvort tveggja sé. Vísindamenn gera tillögur um heildarafla en það magn svo einatt aukið til að friða hagsmunaaðila. Atgangur í einstakar tegundir hefur líka verið mikill, ekki sízt loðnu sem er fæða annarra fiska og verðmeiri. Hún er veidd í umtalsverðu magni og við sjáum áhrifin koma fram á fuglastofnum, en botnskrap getur auk þess skaðað sandsíli. Eflaust eru áhrifin ekki minni í dýpri sjó. Því telja margir að fiskveiðiráðgjöf nútímans sé einungis sýndarleikur til þess fallinn að hygla stórútgerðinni en ekki eiginlegri fiskvernd. Ástand fiskstofna í ESB og BNA er afleitt og útbreidd er skoðun um að ráðgjöfin hafi brugðist. Mikill munur er á fiskveiðistjórnunarkerfum með framsalsrétti (ITQ) og án (IFQ). Framsalskerfi tíðkast á Nýja-Sjálandi, Ástralíu, Kanada, að litlu leyti í Evrópu, N-Ameríku og Alaska. Á heimsvísu ná slík kerfi til fjórðungs heimsaflans. Fullyrðingar um að flestar þjóðir heims séu að taka upp kvótakerfi með framsali aflaheimilda stenst ekki. Stjórnvöld í Washington fengu NOAA 2010 undir stjórn Jane Lubchenco til þess að reyna að innleiða óskilgreind kvótakerfi í N-Ameríku (catch share). Stór hluti fiskveiðisamtaka landsins snerust gegn áformunum og nú ríkir óeining um fiskveiðistjórn þar ytra. Ríki Nýja-Englands og tvær stærstu fiskihafnir landsins hafa stefnt NOAA vegna áformanna. Svo gæti farið að þau verði dæmd ólögleg og stjórnarskrárbrot. Ekki hefur þetta komið fram í fagnaðarboði LÍÚ en einmitt þetta atriði var grunnurinn í ályktun mannréttindanefndar SÞ gegn íslenzka kvótakerfinu. Það er því harla ólíklegt að kvótakerfi sem byggist á mismunun í úthlutun veiðiréttinda verði leyfð í N-Ameríku. Íslenskir blaðamenn vekja endurtekið athygli á því að ESB-fiskveiðinefndin hafi þau áform að koma á kvótakerfi í íslenskum stíl. Fyrrum æðstráðandi fiskveiðistefnu ESB, Joe Borg, lagði til að teknir yrðu upp sóknardagar í stað kvótakerfa. En Maria Damanaki, núverandi framkvæmdastjóri, virðist áhugasöm um kvótakerfi og framsalsrétt. Sú afstaða íslenzkra stjórnvalda að virða að vettugi ályktun mannréttindanefndar SÞ hefur kannski ruglað Damanaki í ríminu, en gera má ráð fyrir að sömu vandamál komi upp í ESB og í N-Ameríku um lögmæti gagnvart stjórnarskrá. Segja má að Ísland hafi í sarpinum töluverða reynslu af kvótakerfi. Það gaf bankastofnunum færi á veðsetningu aflaheimilda með tilheyrandi uppskrúfun á verði þeirra og skuldsetningu, sem gekk svo langt að hér varð efnahagslegt hrun. Út úr því hruni gufuðu upp gríðarlegir fjármunir en þó ekki fiskimiðin. Þau halda verðmæti sínu og það er glapræði að bregðast ekki við sögunni. Sömuleiðis má segja að fiskveiðiráðgjöf þurfi að endurskoða, sérlega í því augnamiði að gera hana óháðari ríkisvaldi og hagsmunaaðilum.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun