Spila til heiðurs David Bowie á Norðurlöndunum 10. febrúar 2012 10:00 Tónlistarmaðurinn Karl Örvarsson ætlar í útrás með David Bowie-heiðurstónleika sína. fréttablaðið/vilhelm „Þetta er á teikniborðinu. Okkur langar til að gera þetta með hækkandi sól,“ segir tónlistarmaðurinn Karl Örvarsson. Hann og hljómsveit hans, Kóngulærnar frá Mars, hyggja á útrás með tónleikana sem þeir hafa haldið hér á landi til heiðurs uppáhaldstónlistarmanni hans, David Bowie. „Núna langar okkur að fara til útlanda með þetta,“ segir Karl og nefnir Ósló, Stavangur og Kaupmannahöfn sem hugsanlega viðkomustaði seinna á árinu. „Við erum að líta í kringum okkur eftir góðum söngvurum þar sem eru á einhverjum stalli og við viljum bjóða þeim að taka þátt í þessu með okkur.“ Hann bætir við að Eiríkur Hauksson hafi þegar tekið vel í fyrirspurn hans um að syngja með Köngulónum í Noregi. „Ég held að David Bowie sé markaðsvara og að „tribute-ið“ hans sé markaðsvara líka. Við erum kokhraustir með þetta og þetta er líka búið að fá það góðar undirtektir hérna heima.“ Karl hefur tröllatrú á hljómsveitinni sinni sem er skipuð reynsluboltum úr poppbransanum. „Ég held að ef Bowie myndi heyra í þessu bandi yrði hann snöggur að stela því undan mér og ég stæði eftir hljómsveitarlaus.“ Karl Örvars og Kóngulærnar frá Mars spila næst á Græna hattinum á Akureyri í kvöld. Þar munu þeir spila lög sem spanna feril Bowie allt frá Ziggy Stardust til Absolute Beginners. Tónleikarnir verða teknir upp á þrjár myndavélar og búið verður til kynningarmyndband sem verður kynnt erlendis. Kemstu eitthvað með tærnar þar sem Bowie hefur hælana? „Ég ber kannski ekki alveg latex-búninginn hans gamla. Eigum við ekki að segja að sterkasta tengingin er sú að við erum fæddir sama dag. Ég er alla vega ekki búinn að fá mér bláa linsu í annað augað en ég ætti kannski að drífa í því,“ segir Karl léttur og heldur áfram: „En þetta hefur gengið ákaflega vel og mér finnst liggja mjög vel fyrir mér að syngja Bowie.“ freyr@frettabladid.is Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bíó og sjónvarp Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma Lífið Einmana um jólin og sex góð ráð Áskorun Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Sjá meira
„Þetta er á teikniborðinu. Okkur langar til að gera þetta með hækkandi sól,“ segir tónlistarmaðurinn Karl Örvarsson. Hann og hljómsveit hans, Kóngulærnar frá Mars, hyggja á útrás með tónleikana sem þeir hafa haldið hér á landi til heiðurs uppáhaldstónlistarmanni hans, David Bowie. „Núna langar okkur að fara til útlanda með þetta,“ segir Karl og nefnir Ósló, Stavangur og Kaupmannahöfn sem hugsanlega viðkomustaði seinna á árinu. „Við erum að líta í kringum okkur eftir góðum söngvurum þar sem eru á einhverjum stalli og við viljum bjóða þeim að taka þátt í þessu með okkur.“ Hann bætir við að Eiríkur Hauksson hafi þegar tekið vel í fyrirspurn hans um að syngja með Köngulónum í Noregi. „Ég held að David Bowie sé markaðsvara og að „tribute-ið“ hans sé markaðsvara líka. Við erum kokhraustir með þetta og þetta er líka búið að fá það góðar undirtektir hérna heima.“ Karl hefur tröllatrú á hljómsveitinni sinni sem er skipuð reynsluboltum úr poppbransanum. „Ég held að ef Bowie myndi heyra í þessu bandi yrði hann snöggur að stela því undan mér og ég stæði eftir hljómsveitarlaus.“ Karl Örvars og Kóngulærnar frá Mars spila næst á Græna hattinum á Akureyri í kvöld. Þar munu þeir spila lög sem spanna feril Bowie allt frá Ziggy Stardust til Absolute Beginners. Tónleikarnir verða teknir upp á þrjár myndavélar og búið verður til kynningarmyndband sem verður kynnt erlendis. Kemstu eitthvað með tærnar þar sem Bowie hefur hælana? „Ég ber kannski ekki alveg latex-búninginn hans gamla. Eigum við ekki að segja að sterkasta tengingin er sú að við erum fæddir sama dag. Ég er alla vega ekki búinn að fá mér bláa linsu í annað augað en ég ætti kannski að drífa í því,“ segir Karl léttur og heldur áfram: „En þetta hefur gengið ákaflega vel og mér finnst liggja mjög vel fyrir mér að syngja Bowie.“ freyr@frettabladid.is
Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bíó og sjónvarp Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma Lífið Einmana um jólin og sex góð ráð Áskorun Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Sjá meira