Erlent

Kínversk ofurhetja gefur heimilislausum mat og föt

Kínverska Rauðbruman færir heimilislausum manni vetrarföt og matargjafir.
Kínverska Rauðbruman færir heimilislausum manni vetrarföt og matargjafir. mynd/chinahush
Konan birti þessar myndir af sér á kínverskri samskiptasíðu.mynd/chinahush
Léttklædd ofurhetja í Peking gaf heimilislausum og öldruðum matargjafir síðastliðinn aðfangadag. Hetjan kallar sig Kínversku Rauðbrumuna.

Hetjan tilkynnti um markmið sitt á kínverskri samskiptasíðu stuttu áður en hún hélt út á göturnar. Hún sagðist vera kvíðin en væri þó vel undirbúin.

Hún tók fram að athæfið væri ekki auglýsingastarfsemi og að hana langaði einungis að hjálpa þeim sem þörfnuðust aðstoðar.

Þetta er ekki fyrsta sinn sem Kínverska Rauðbruman lætur til sín taka en í maí í fyrra hélt önnur ung kona út á götur Hong Kong og færði heimilislausum mat og peningargjafir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×