Úttekt á samfélagslegum þáttum fiskveiðistjórnunar 12. júní 2012 11:00 Fiskveiðar hafa frá landnámi verið mikilvægar fyrir afkomu Íslendinga. Sjósókn var og er ein af undirstöðugreinum þjóðarinnar og það er ljóst að sá auður sem orðið hefur til við nýtingu á gæðum sjávar hefur skipt sköpum til að bæta lífsskilyrði landsmanna. Til að svo megi verða áfram, og til að tryggja megi sjálfbæra nýtingu sjávarauðlindanna til langframa, þarf trausta þekkingu á lífríki sjávar og rekstrarumhverfi sjávarútvegsfyrirtækja, en ekki síður á samfélagslegum forsendum sjávarútvegsins. Stjórn fiskveiða er samfélagslegt málefni, sem snýr að manngerðu fyrirkomulagi um hvernig veiðar fara fram, hverjir fá að veiða og hvernig afrakstri er skipt milli útgerðaraðila og samfélaganna sem veiðarnar stunda. Veiðarnar og stjórnun þeirra eru samofnar íslenskri menningu og samfélagsgerð. Ljóst er að fyrirleggjandi þekking á þessum málefnum er af skornum skammti, sú sem til er er lítið nýtt og yfirsýn skortir tilfinnanlega. Slíkt sætir furðu, þar sem öll umræða um sjálfbæra þróun miðar að því að skoða nýtingu auðlinda í samhengi við þau samfélög sem auðlindina nýta. Það er því löngu orðið tímabært að skoða íslenska fiskveiðistjórnun ofan í kjölinn í þessu tilliti og gera grein fyrir forsendum, virkni og áhrifum stjórnunarinnar. Við undirrituð förum fram á að ítarleg og þverfræðileg úttekt verði gerð á íslenskri fiskveiðistjórnun, þar sem metið verði hvernig samfélagslegar afleiðingar núverandi kerfis samræmast yfirlýstum markmiðum þess. Við gerð slíkrar úttektar þyrfti að taka mið af fræðilegri umræðu á þessu sviði og fela einnig í sér samanburð við reynslu annarra þjóða af stjórn fiskveiða. Niðurstöður úttektarinnar ættu að nýtast í umræður um samfélagslega ábyrga fiskveiðistjórnun og í þróun leiða að árangursríkari og stöðugri lausnum til framtíðar. Það er sannfæring okkar að úttekt af þessu tagi sé forsenda þess að hægt sé að þróa fiskveiðistjórnun hér á landi í átt til sjálfbærni og sáttar. Undirrituð eru tilbúin til að koma að undirbúningi og/eða taka þátt í gerð slíkrar úttektar. Hópurinn samanstendur af sérfræðingum og vísindamönnum sem standa framarlega á sínum fræðasviðum og hafa mikið fram að færa um félagslegar rannsóknir og rannsóknaraðferðir, sjávarútvegsmál og auðlindastjórnun í anda sjálfbærrar þróunar.Dr. Anna Karlsdóttir, lektor í landfræði við HÍDr. Einar Eyþórsson, fræðimaður við Framsentered í TromsöDr. Emil Bóasson, forstöðumaður meistaranáms í upplýsingatækni við Central Michigan UniversityDr. Emilie Mariat, mannfræðingur við Frönsku heimskautastofnuninaDr. Gísli Pálsson, prófessor í mannfræði við HÍDr. Helga Ögmundardóttir, mannfræðingur við HÍDr. Jón Þ. Þór, sagnfræðingur og prófessor við HADr. Karl Benediktsson, prófessor í landfræði við HÍKristín Ástgeirsdóttir, jafnréttisstýra og sagnfræðingurMagnfríður Júlíusdóttir, lektor í landfræði við HÍDr. Níels Einarsson, mannfræðingur og forstöðumaður Stofnunar Vilhjálms StefánssonarDr. Ólafur Páll Jónsson, dósent í heimspeki við HÍDr. Peter Weiss, forstöðumaður Háskólaseturs VestfjarðaSigríður Ólafsdóttir, sjávarauðlindasérfræðingur og doktorsnemi við GautaborgarháskólaDr. Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, lektor í opinberri stjórnsýslu við HÍDr. Sólveig Anna Bóasdóttir, siðfræðingur og forseti Guðfræði- og trúarbragðafræðideildar HÍDr. Unnur Dís Skaptadóttir, prófessor í mannfræði við HÍDr. Vilhjálmur Árnason, prófessor í heimspeki við HÍDr. Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við HÍ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Við berum öll ábyrgð Hjördís Sigurðardóttir Skoðun Gerum betur í heilbrigðismálum Guðjón S. Brjánsson Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Fiskveiðar hafa frá landnámi verið mikilvægar fyrir afkomu Íslendinga. Sjósókn var og er ein af undirstöðugreinum þjóðarinnar og það er ljóst að sá auður sem orðið hefur til við nýtingu á gæðum sjávar hefur skipt sköpum til að bæta lífsskilyrði landsmanna. Til að svo megi verða áfram, og til að tryggja megi sjálfbæra nýtingu sjávarauðlindanna til langframa, þarf trausta þekkingu á lífríki sjávar og rekstrarumhverfi sjávarútvegsfyrirtækja, en ekki síður á samfélagslegum forsendum sjávarútvegsins. Stjórn fiskveiða er samfélagslegt málefni, sem snýr að manngerðu fyrirkomulagi um hvernig veiðar fara fram, hverjir fá að veiða og hvernig afrakstri er skipt milli útgerðaraðila og samfélaganna sem veiðarnar stunda. Veiðarnar og stjórnun þeirra eru samofnar íslenskri menningu og samfélagsgerð. Ljóst er að fyrirleggjandi þekking á þessum málefnum er af skornum skammti, sú sem til er er lítið nýtt og yfirsýn skortir tilfinnanlega. Slíkt sætir furðu, þar sem öll umræða um sjálfbæra þróun miðar að því að skoða nýtingu auðlinda í samhengi við þau samfélög sem auðlindina nýta. Það er því löngu orðið tímabært að skoða íslenska fiskveiðistjórnun ofan í kjölinn í þessu tilliti og gera grein fyrir forsendum, virkni og áhrifum stjórnunarinnar. Við undirrituð förum fram á að ítarleg og þverfræðileg úttekt verði gerð á íslenskri fiskveiðistjórnun, þar sem metið verði hvernig samfélagslegar afleiðingar núverandi kerfis samræmast yfirlýstum markmiðum þess. Við gerð slíkrar úttektar þyrfti að taka mið af fræðilegri umræðu á þessu sviði og fela einnig í sér samanburð við reynslu annarra þjóða af stjórn fiskveiða. Niðurstöður úttektarinnar ættu að nýtast í umræður um samfélagslega ábyrga fiskveiðistjórnun og í þróun leiða að árangursríkari og stöðugri lausnum til framtíðar. Það er sannfæring okkar að úttekt af þessu tagi sé forsenda þess að hægt sé að þróa fiskveiðistjórnun hér á landi í átt til sjálfbærni og sáttar. Undirrituð eru tilbúin til að koma að undirbúningi og/eða taka þátt í gerð slíkrar úttektar. Hópurinn samanstendur af sérfræðingum og vísindamönnum sem standa framarlega á sínum fræðasviðum og hafa mikið fram að færa um félagslegar rannsóknir og rannsóknaraðferðir, sjávarútvegsmál og auðlindastjórnun í anda sjálfbærrar þróunar.Dr. Anna Karlsdóttir, lektor í landfræði við HÍDr. Einar Eyþórsson, fræðimaður við Framsentered í TromsöDr. Emil Bóasson, forstöðumaður meistaranáms í upplýsingatækni við Central Michigan UniversityDr. Emilie Mariat, mannfræðingur við Frönsku heimskautastofnuninaDr. Gísli Pálsson, prófessor í mannfræði við HÍDr. Helga Ögmundardóttir, mannfræðingur við HÍDr. Jón Þ. Þór, sagnfræðingur og prófessor við HADr. Karl Benediktsson, prófessor í landfræði við HÍKristín Ástgeirsdóttir, jafnréttisstýra og sagnfræðingurMagnfríður Júlíusdóttir, lektor í landfræði við HÍDr. Níels Einarsson, mannfræðingur og forstöðumaður Stofnunar Vilhjálms StefánssonarDr. Ólafur Páll Jónsson, dósent í heimspeki við HÍDr. Peter Weiss, forstöðumaður Háskólaseturs VestfjarðaSigríður Ólafsdóttir, sjávarauðlindasérfræðingur og doktorsnemi við GautaborgarháskólaDr. Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, lektor í opinberri stjórnsýslu við HÍDr. Sólveig Anna Bóasdóttir, siðfræðingur og forseti Guðfræði- og trúarbragðafræðideildar HÍDr. Unnur Dís Skaptadóttir, prófessor í mannfræði við HÍDr. Vilhjálmur Árnason, prófessor í heimspeki við HÍDr. Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við HÍ
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun