Snjóhengja sparifjáreigenda Sighvatur Björgvinsson skrifar 12. júní 2012 06:00 Stóra fleininn í holdi þeirra, sem stjórna eiga peningamálum á Íslandi, segja þeir vera aflandskrónuvandann. Sá vandi komi í veg fyrir að hægt sé að afnema gjaldeyrishöftin nema á löngum tíma og með miklum undirbúningi. Aflandskrónur eru peningalegar eignir útlendinga hér á Íslandi sem þeir vilja gjarna fá til sín aftur – og þá í gjaldeyri eins og þeir komu með hingað á sínum tíma. Íslenska krónan er nefnilega hvergi gjaldgeng í útlöndum þótt sumum sé það feimnismál. Það er sagt vera ekki hægt. Þessar peningalegu eignir útlendinga eru því í stofufangelsi hér uppi á Íslandi. Gjaldeyrishöftin eru fangelsismúrarnir. Þessar „aflandskrónur", sem réttir eigendur vilja fá í gjaldeyri en fá ekki, voru fyrst sagðar nema 400-600 m.kr. en eru nú sagðar nema 900-1000 m.kr. Viðbótin er vegna eignatilkalls erlendra kröfuhafa í íslensku þrotabönkunum. Þetta hefur verið kölluð „snjóhengjan", sem vofi yfir landsmönnum – snjóhengja, sem muni færa samfélagið nánast í kaf sé henni leyft að falla. En fleiri snjóhengjur vofa yfir en snjóhengja aflandskrónanna. Hvað um íslenska sparifjáreigendur – um sjálfa þegna þessarar þjóðar? Hver hefur verið þeirra sára reynsla? Reynsla ÍslendingaÍ fyrsta lagi að íslensku bönkunum er ekki treystandi. Þeir hrundu allir með tölu. Í öðru lagi að íslenska gjaldmiðlinum er ekki heldur treystandi. Þær krónur, sem almenningur átti sem sparifé á innlánsreikningum, misstu helming af verðgildi sínu á einni nóttu. Helftin af sparifé landsmanna hvarf í einni andrá! Hvað gerir fólk með slíka reynslu brennda í vitund sér þann sama dag og aftur verða heimiluð frjáls gjaldeyrisviðskipti á Íslandi? Því er auðsvarað. Sparifjáreigendur nota fyrsta tækifæri til þess að breyta sparifjáreign sinni í íslenskum krónum í dollara, norskar krónur, pund eða aðra erlenda gjaldmiðla og leggja sitt sparifé inn í erlenda banka. Með því vinnur fólk tvennt: Kemur fé sínu í vörslu hjá bönkum í löndum með virku innistæðutryggingakerfi. Kemur í veg fyrir verðhrun sparifjárinneignar sinnar með því að breyta hrunkrónu í traustan erlendan gjaldmiðil. Mikil hengjaÞetta er snjóhengja íslenskra sparifjáreigenda. Mér tókst ekki í fljótheitum að finna upplýsingar um samanlagðar innistæður á innlánsreikningum banka og sparisjóða á Íslandi. Sjálfsagt eru þær upplýsingar einhvers staðar til, en liggja ekki á lausu. Notast því við upplýsingar úr ársreikningi Landsbanka Íslands sem hluta fyrir heild en árið 2011 voru innistæður á innlánsreikningum bankans samtals 450 m.kr. og þar af aðeins 100 m.kr. í bundnum reikningum. Hjá þessum eina banka var sem sé laust fé á innlánsreikningum 350 m.kr. – fjármunir, sem fyrirstöðulítið væri hægt að breyta yfir í erlendan gjaldeyri nánast samdægurs og gjaldeyrishöftum væri aflétt. Nú er sjálfsagt nokkuð stór hluti af þessum „lausu" sparifjárinnistæðum veltufé í þeim skilningi að fólk þarf að hafa það handbært til daglegra nota – en dágóður hluti er það samt ekki og féð inni á bundnu reikningunum er þangað sett til frambúðarávöxtunar. Sérhver eigandi slíkra fjármuna; lausra eða bundinna; sér það auðvitað á augabragði hve miklu hagfelldara það væri að breyta þessu sparifé úr hrunkrónum í stöðugan gjaldeyri og flytja þá eign úr hrunbönkum þangað sem virkt innistæðutryggingakerfi er við lýði. Nú eru hér aðeins skoðaðar innistæður í Landsbanka Íslands. Sé staðan áþekk í öðrum bankastofnunum er snjóhengja sparifjáreigenda lítið minni en snjóhengja aflandskrónueigenda. Ég fæ því ekki séð að hægt sé að afnema gjaldeyrishöft að fullu nema fyrst sé búið að skipta út hinni ónýtu mynt Íslendinga fyrir traustari gjaldmiðil svo a.m.k. þeirri vá sé eytt, að íslenskir sparifjáreigendur þurfi að horfa upp á sparifé sitt hrapa í verðgildi eins og gerst hefur með reglulegu millibili öll þau ár, sem hrunkrónan hefur verið við lýði. Losum þjóðina við ónýtan gjaldmiðil! Meira þjóðþrifaverk er trauðla unnt að vinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Trúin á samvinnupólitík Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Sjá meira
Stóra fleininn í holdi þeirra, sem stjórna eiga peningamálum á Íslandi, segja þeir vera aflandskrónuvandann. Sá vandi komi í veg fyrir að hægt sé að afnema gjaldeyrishöftin nema á löngum tíma og með miklum undirbúningi. Aflandskrónur eru peningalegar eignir útlendinga hér á Íslandi sem þeir vilja gjarna fá til sín aftur – og þá í gjaldeyri eins og þeir komu með hingað á sínum tíma. Íslenska krónan er nefnilega hvergi gjaldgeng í útlöndum þótt sumum sé það feimnismál. Það er sagt vera ekki hægt. Þessar peningalegu eignir útlendinga eru því í stofufangelsi hér uppi á Íslandi. Gjaldeyrishöftin eru fangelsismúrarnir. Þessar „aflandskrónur", sem réttir eigendur vilja fá í gjaldeyri en fá ekki, voru fyrst sagðar nema 400-600 m.kr. en eru nú sagðar nema 900-1000 m.kr. Viðbótin er vegna eignatilkalls erlendra kröfuhafa í íslensku þrotabönkunum. Þetta hefur verið kölluð „snjóhengjan", sem vofi yfir landsmönnum – snjóhengja, sem muni færa samfélagið nánast í kaf sé henni leyft að falla. En fleiri snjóhengjur vofa yfir en snjóhengja aflandskrónanna. Hvað um íslenska sparifjáreigendur – um sjálfa þegna þessarar þjóðar? Hver hefur verið þeirra sára reynsla? Reynsla ÍslendingaÍ fyrsta lagi að íslensku bönkunum er ekki treystandi. Þeir hrundu allir með tölu. Í öðru lagi að íslenska gjaldmiðlinum er ekki heldur treystandi. Þær krónur, sem almenningur átti sem sparifé á innlánsreikningum, misstu helming af verðgildi sínu á einni nóttu. Helftin af sparifé landsmanna hvarf í einni andrá! Hvað gerir fólk með slíka reynslu brennda í vitund sér þann sama dag og aftur verða heimiluð frjáls gjaldeyrisviðskipti á Íslandi? Því er auðsvarað. Sparifjáreigendur nota fyrsta tækifæri til þess að breyta sparifjáreign sinni í íslenskum krónum í dollara, norskar krónur, pund eða aðra erlenda gjaldmiðla og leggja sitt sparifé inn í erlenda banka. Með því vinnur fólk tvennt: Kemur fé sínu í vörslu hjá bönkum í löndum með virku innistæðutryggingakerfi. Kemur í veg fyrir verðhrun sparifjárinneignar sinnar með því að breyta hrunkrónu í traustan erlendan gjaldmiðil. Mikil hengjaÞetta er snjóhengja íslenskra sparifjáreigenda. Mér tókst ekki í fljótheitum að finna upplýsingar um samanlagðar innistæður á innlánsreikningum banka og sparisjóða á Íslandi. Sjálfsagt eru þær upplýsingar einhvers staðar til, en liggja ekki á lausu. Notast því við upplýsingar úr ársreikningi Landsbanka Íslands sem hluta fyrir heild en árið 2011 voru innistæður á innlánsreikningum bankans samtals 450 m.kr. og þar af aðeins 100 m.kr. í bundnum reikningum. Hjá þessum eina banka var sem sé laust fé á innlánsreikningum 350 m.kr. – fjármunir, sem fyrirstöðulítið væri hægt að breyta yfir í erlendan gjaldeyri nánast samdægurs og gjaldeyrishöftum væri aflétt. Nú er sjálfsagt nokkuð stór hluti af þessum „lausu" sparifjárinnistæðum veltufé í þeim skilningi að fólk þarf að hafa það handbært til daglegra nota – en dágóður hluti er það samt ekki og féð inni á bundnu reikningunum er þangað sett til frambúðarávöxtunar. Sérhver eigandi slíkra fjármuna; lausra eða bundinna; sér það auðvitað á augabragði hve miklu hagfelldara það væri að breyta þessu sparifé úr hrunkrónum í stöðugan gjaldeyri og flytja þá eign úr hrunbönkum þangað sem virkt innistæðutryggingakerfi er við lýði. Nú eru hér aðeins skoðaðar innistæður í Landsbanka Íslands. Sé staðan áþekk í öðrum bankastofnunum er snjóhengja sparifjáreigenda lítið minni en snjóhengja aflandskrónueigenda. Ég fæ því ekki séð að hægt sé að afnema gjaldeyrishöft að fullu nema fyrst sé búið að skipta út hinni ónýtu mynt Íslendinga fyrir traustari gjaldmiðil svo a.m.k. þeirri vá sé eytt, að íslenskir sparifjáreigendur þurfi að horfa upp á sparifé sitt hrapa í verðgildi eins og gerst hefur með reglulegu millibili öll þau ár, sem hrunkrónan hefur verið við lýði. Losum þjóðina við ónýtan gjaldmiðil! Meira þjóðþrifaverk er trauðla unnt að vinna.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun