Erlent

Krafa um að samningur við Kristjaníubúa verði endurskoðaður

Stjórnarandstaðan í Danmörku hefur krafist þess að samningur hins opinbera við íbúa Kristjaníu sem taka á gildi þann 1. júlí n.k. verði endurskoðaður.

Samningurinn felur í sér að Kristjaníubúar kaupa staðinn af ríkinu. Pia Kjærsgaard formaður Danska þjóðarflokksins segir að tryggja verði að það séu í raun íbúarnir sem kaupa staðinn en ekki þeir glæpamenn sem standa að baki hasssölunnar þar, en það eru að mestu meðlimir Hells Angeles.

Talsmenn Venstre flokksins hafa lagt fram svipaða kröfu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×