Erlent

Líkfundurinn við Sandringham rannsakaður sem morðmál

Líkfundurinn á landareign Elísabetar Bretadrottningar við Sandringham sveitasetur hennar í Norfolk er nú rannsakaður sem morðmál hjá bresku lögreglunni.

Í frétt um málið á BBC segir að líkið sé af ungri konu og hafi legið á landareigninni í um fjóra mánuði. Búið er að senda sýni úr líkinu í DNA rannsókn og búist við niðurstöðu úr þeirri rannsókn á næsta sólarhing.

Lögreglan telur afarólíklegt að kona þessi hafi látist af náttúrulegum orsökum og eru nú að fara í gegnum gögn sín um konur sem saknað var í Bretlandi fyrir fjórum mánuðum síðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×