Erlent

Bacmann dregur sig í hlé

Mynd/Bachmann
Bandaríski fulltrúadeildarþingmaðurinn Michelle Bachmann hefur ákveðið að draga sig í hlé í baráttunni um útnefningu forsetaefnis Repúblikanaflokksins. Bachmann tilkynnti um ákvörðun sína í dag en þingkonan, sem oft hefur verið kennd við Teboðshreyfinguna, fékk slæma útreið í fyrstu forkosningunum sem fram fóru í Iowa ríki í gær.

Hún hafnaði í sjötta sæti. Þá eru eftir sex í kapphlaupinu um útnefninguna en Mitt Romney fór með nauman sigur af hólmi í Iowa en öldungadeildarþingmaðurinn Rick Santorum kom rétt á hæla hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×