Lífið

Fékk heilahristing baksviðs

Justin Bieber á tónleikum í Ósló. Aðdáendur hans börðust hatrammlega um miðana.nordicphotos/getty
Justin Bieber á tónleikum í Ósló. Aðdáendur hans börðust hatrammlega um miðana.nordicphotos/getty
Popparinn Justin Bieber fékk heilahristing eftir að hann datt baksviðs á tónleikum í París. Í viðtali við vefsíðuna Tmz.com sagðist Bieber hafa dottið á glervegg, orðið ringlaður en náð að klára síðasta lagið áður en hann fór aftur baksviðs og missti meðvitund í fimmtán sekúndur. Skömmu síðar skrifaði Bieber á Twitter: „Rak höfuðið í og þurfti smá vatn. Allt í góðu samt. Ég er frá Kanada og við erum hörð í horn að taka. Sýningin verður að halda áfram.“

Stutt er síðan allt varð vitlaust í Ósló í Noregi þegar boðið var upp á ókeypis miða á tónleika hans í óperuhúsi borgarinnar. Unglingar tróðust undir þegar þeir börðust um miðana. Talið er að 49 hafi slasast og fjórtán þurft að fara á sjúkrahús. Svo virðist því sem Bieber-æðið sé hvergi nærri í rénun. „Norðmenn. Þið verðið að hlusta á lögregluna. Ég vil ekki að neinn meiðist. Til að tónleikarnir geti átt sér stað verðið þið að hlusta á lögregluna,“ tísti hinn átján ára Bieber. Hann yfirgaf tónleikana á hraðbát og einhverjir aðdáendur sátu um hann og sigldu á eftir honum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.