Magnafsláttur skilar sér til viðskiptavina Bónus Finnur Árnason skrifar 1. febrúar 2012 06:00 Á árinu 1988, ári fyrir stofnun Bónus, fóru um 22% af ráðstöfunartekjum heimilanna til kaupa á mat- og drykkjarvöru. Þetta hlutfall hefur lækkað og er nú um 15%, en fór niður í um 12-13% á velmegunarárum okkar Íslendinga fyrir bankahrun. Þetta jafngildir því að af hverjum 100 þúsund krónum, sem heimili hefur til ráðstöfunar, fer nú 7.000 krónum minna í mat- og drykkjarvöru en fyrir tilkomu Bónus. Bónus hefur bætt hag heimilanna. Matvöruverð á Vestfjörðum lækkaði t.a.m. um 30-40% með tilkomu einnar Bónusverslunar á Ísafirði, en Bónus hefur ávallt selt vörur sínar á sama verði um land allt. Hagur neytenda hefur því batnað, þegar horft er til þess að minna hlutfall ráðstöfunartekna fer nú til kaupa á nauðsynjum og að nú á stór hluti landsbyggðarinnar kost á að kaupa inn dagvöru á sama verði og höfuðborgarbúar. Í síðustu viku kom út skýrsla Samkeppniseftirlitsins, „Verðþróun og samkeppni á dagvörumarkaði". Í skýrslunni kom fram að Bónus nýtur betri kjara og fær hærri magnafslætti en keppinautar, sem kaupa mun minna magn. Það kemur líka skýrt fram að sá magnafsláttur sem Bónus fær skilar sér í lægra verði til viðskiptavina Bónus. Skýrsla Samkeppniseftirlitsins staðfestir því í raun að heimilin í landinu njóta lægra vöruverðs í krafti magninnkaupa Bónus. Nokkur umræða hefur verið um að 15% munur á stærsta kaupanda og þeim minnsta sé hugsanlega of mikill. Við nánari skoðun er augljóst að sá munur getur ekki verið óeðlilegur. Magnafslættir eru eðlilegir og ef aðili kaupir margfalt magn á við minni aðila eru 15% betri kjör á engan hátt óeðlileg. Í þessari umræðu er nauðsynlegt að horfa til þess að stærðarhagkvæmni og kaupendastyrkur Bónus skilar sér til viðskiptavina Bónus. Skýrslan staðfestir það og starfsfólk Bónus er stolt af þeirri staðreynd. Það er einnig mikilvægt að í skýrslu Samkeppniseftirlitsins er staðfest að lækkun á virðisaukaskatti árið 2007 skilaði sér að fullu í lægra vöruverði til neytenda. Þessir tveir þættir eru ótvíræð vísbending um virka samkeppni á dagvörumarkaði. Frá aldamótum hefur vísitala dagvöru hækkað minna en vísitala neysluverðs þrátt fyrir verulegar hækkanir á hrávörumörkuðum á þessu tímabili og fall íslensku krónunnar. Hluti lágvöruverðsverslana hefur verið að aukast á meðan verslunum sem veita þjónustu og bjóða meira vöruúrval hefur verið að fækka. Það er rétt að benda á þá staðreynd, að á vef Hagstofunnar kemur fram að fjöldi fyrirtækja og félaga í flokknum stórmarkaðir og matvöruverslanir er 112. Umræða um matvörumarkað ber ekki með sér að það séu 112 fyrirtæki á þessum markaði. Samkeppnin er virk. Ein megintillaga Samkeppniseftirlitsins til stjórnvalda í þessari nýjustu skýrslu, er að búvörulögin verði endurskoðuð, með aukið viðskiptafrelsi að leiðarljósi. Ég get ekki annað en tekið undir þetta sjónarmið, því eins og rakið er í skýrslunni tókst einstaklega vel til með breytingar á umgjörð íslenskrar garðyrkju fyrir nokkrum árum. Íslenskir garðyrkjubændur hafa aukið hlutdeild sína og sölu, auk þess sem neytendur eru að fá fjölbreyttari vöru í hæsta gæðaflokki. Við viljum hvetja til umræðu um breytingar á búvörulögunum. Við leitum eftir samstarfi við stjórnvöld og bændur um breytingar á núverandi kerfi. Það er mitt mat að endurskoðun búvörulaga skapi fjölmörg tækifæri fyrir bændur, m.a. í vöruþróun, fjölbreytni og aukinni hagkvæmni sem muni leiða til aukinnar neyslu á innlendum landbúnaðarvörum. Við þurfum að hafa í huga að við lifum af útflutningi á fiski og eigum að vera sjálfum okkur samkvæm um gagnkvæmt viðskiptafrelsi. Viðbrögð aðila við skýrslu Samkeppniseftirlitsins hafa einkennst af tækifærismennsku, þar sem neytendur eru enn sem fyrr afgangsstærð. Viðskiptavinir okkar njóta magnafslátta Bónus og það er lykilatriði. Það verður forvitnilegt að fylgjast með stjórnvöldum í kjölfar ábendinga Samkeppniseftirlitsins. Ætla stjórnvöld að hunsa ábendingar Samkeppniseftirlitsins enn einu sinni? Munum að hluti aðila á dagvörumarkaði þarf ekki að fara eftir samkeppnislögum, sem er auðvitað með öllu óeðlilegt og löngu tímabært að breyta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Á árinu 1988, ári fyrir stofnun Bónus, fóru um 22% af ráðstöfunartekjum heimilanna til kaupa á mat- og drykkjarvöru. Þetta hlutfall hefur lækkað og er nú um 15%, en fór niður í um 12-13% á velmegunarárum okkar Íslendinga fyrir bankahrun. Þetta jafngildir því að af hverjum 100 þúsund krónum, sem heimili hefur til ráðstöfunar, fer nú 7.000 krónum minna í mat- og drykkjarvöru en fyrir tilkomu Bónus. Bónus hefur bætt hag heimilanna. Matvöruverð á Vestfjörðum lækkaði t.a.m. um 30-40% með tilkomu einnar Bónusverslunar á Ísafirði, en Bónus hefur ávallt selt vörur sínar á sama verði um land allt. Hagur neytenda hefur því batnað, þegar horft er til þess að minna hlutfall ráðstöfunartekna fer nú til kaupa á nauðsynjum og að nú á stór hluti landsbyggðarinnar kost á að kaupa inn dagvöru á sama verði og höfuðborgarbúar. Í síðustu viku kom út skýrsla Samkeppniseftirlitsins, „Verðþróun og samkeppni á dagvörumarkaði". Í skýrslunni kom fram að Bónus nýtur betri kjara og fær hærri magnafslætti en keppinautar, sem kaupa mun minna magn. Það kemur líka skýrt fram að sá magnafsláttur sem Bónus fær skilar sér í lægra verði til viðskiptavina Bónus. Skýrsla Samkeppniseftirlitsins staðfestir því í raun að heimilin í landinu njóta lægra vöruverðs í krafti magninnkaupa Bónus. Nokkur umræða hefur verið um að 15% munur á stærsta kaupanda og þeim minnsta sé hugsanlega of mikill. Við nánari skoðun er augljóst að sá munur getur ekki verið óeðlilegur. Magnafslættir eru eðlilegir og ef aðili kaupir margfalt magn á við minni aðila eru 15% betri kjör á engan hátt óeðlileg. Í þessari umræðu er nauðsynlegt að horfa til þess að stærðarhagkvæmni og kaupendastyrkur Bónus skilar sér til viðskiptavina Bónus. Skýrslan staðfestir það og starfsfólk Bónus er stolt af þeirri staðreynd. Það er einnig mikilvægt að í skýrslu Samkeppniseftirlitsins er staðfest að lækkun á virðisaukaskatti árið 2007 skilaði sér að fullu í lægra vöruverði til neytenda. Þessir tveir þættir eru ótvíræð vísbending um virka samkeppni á dagvörumarkaði. Frá aldamótum hefur vísitala dagvöru hækkað minna en vísitala neysluverðs þrátt fyrir verulegar hækkanir á hrávörumörkuðum á þessu tímabili og fall íslensku krónunnar. Hluti lágvöruverðsverslana hefur verið að aukast á meðan verslunum sem veita þjónustu og bjóða meira vöruúrval hefur verið að fækka. Það er rétt að benda á þá staðreynd, að á vef Hagstofunnar kemur fram að fjöldi fyrirtækja og félaga í flokknum stórmarkaðir og matvöruverslanir er 112. Umræða um matvörumarkað ber ekki með sér að það séu 112 fyrirtæki á þessum markaði. Samkeppnin er virk. Ein megintillaga Samkeppniseftirlitsins til stjórnvalda í þessari nýjustu skýrslu, er að búvörulögin verði endurskoðuð, með aukið viðskiptafrelsi að leiðarljósi. Ég get ekki annað en tekið undir þetta sjónarmið, því eins og rakið er í skýrslunni tókst einstaklega vel til með breytingar á umgjörð íslenskrar garðyrkju fyrir nokkrum árum. Íslenskir garðyrkjubændur hafa aukið hlutdeild sína og sölu, auk þess sem neytendur eru að fá fjölbreyttari vöru í hæsta gæðaflokki. Við viljum hvetja til umræðu um breytingar á búvörulögunum. Við leitum eftir samstarfi við stjórnvöld og bændur um breytingar á núverandi kerfi. Það er mitt mat að endurskoðun búvörulaga skapi fjölmörg tækifæri fyrir bændur, m.a. í vöruþróun, fjölbreytni og aukinni hagkvæmni sem muni leiða til aukinnar neyslu á innlendum landbúnaðarvörum. Við þurfum að hafa í huga að við lifum af útflutningi á fiski og eigum að vera sjálfum okkur samkvæm um gagnkvæmt viðskiptafrelsi. Viðbrögð aðila við skýrslu Samkeppniseftirlitsins hafa einkennst af tækifærismennsku, þar sem neytendur eru enn sem fyrr afgangsstærð. Viðskiptavinir okkar njóta magnafslátta Bónus og það er lykilatriði. Það verður forvitnilegt að fylgjast með stjórnvöldum í kjölfar ábendinga Samkeppniseftirlitsins. Ætla stjórnvöld að hunsa ábendingar Samkeppniseftirlitsins enn einu sinni? Munum að hluti aðila á dagvörumarkaði þarf ekki að fara eftir samkeppnislögum, sem er auðvitað með öllu óeðlilegt og löngu tímabært að breyta.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar