Magnafsláttur skilar sér til viðskiptavina Bónus Finnur Árnason skrifar 1. febrúar 2012 06:00 Á árinu 1988, ári fyrir stofnun Bónus, fóru um 22% af ráðstöfunartekjum heimilanna til kaupa á mat- og drykkjarvöru. Þetta hlutfall hefur lækkað og er nú um 15%, en fór niður í um 12-13% á velmegunarárum okkar Íslendinga fyrir bankahrun. Þetta jafngildir því að af hverjum 100 þúsund krónum, sem heimili hefur til ráðstöfunar, fer nú 7.000 krónum minna í mat- og drykkjarvöru en fyrir tilkomu Bónus. Bónus hefur bætt hag heimilanna. Matvöruverð á Vestfjörðum lækkaði t.a.m. um 30-40% með tilkomu einnar Bónusverslunar á Ísafirði, en Bónus hefur ávallt selt vörur sínar á sama verði um land allt. Hagur neytenda hefur því batnað, þegar horft er til þess að minna hlutfall ráðstöfunartekna fer nú til kaupa á nauðsynjum og að nú á stór hluti landsbyggðarinnar kost á að kaupa inn dagvöru á sama verði og höfuðborgarbúar. Í síðustu viku kom út skýrsla Samkeppniseftirlitsins, „Verðþróun og samkeppni á dagvörumarkaði". Í skýrslunni kom fram að Bónus nýtur betri kjara og fær hærri magnafslætti en keppinautar, sem kaupa mun minna magn. Það kemur líka skýrt fram að sá magnafsláttur sem Bónus fær skilar sér í lægra verði til viðskiptavina Bónus. Skýrsla Samkeppniseftirlitsins staðfestir því í raun að heimilin í landinu njóta lægra vöruverðs í krafti magninnkaupa Bónus. Nokkur umræða hefur verið um að 15% munur á stærsta kaupanda og þeim minnsta sé hugsanlega of mikill. Við nánari skoðun er augljóst að sá munur getur ekki verið óeðlilegur. Magnafslættir eru eðlilegir og ef aðili kaupir margfalt magn á við minni aðila eru 15% betri kjör á engan hátt óeðlileg. Í þessari umræðu er nauðsynlegt að horfa til þess að stærðarhagkvæmni og kaupendastyrkur Bónus skilar sér til viðskiptavina Bónus. Skýrslan staðfestir það og starfsfólk Bónus er stolt af þeirri staðreynd. Það er einnig mikilvægt að í skýrslu Samkeppniseftirlitsins er staðfest að lækkun á virðisaukaskatti árið 2007 skilaði sér að fullu í lægra vöruverði til neytenda. Þessir tveir þættir eru ótvíræð vísbending um virka samkeppni á dagvörumarkaði. Frá aldamótum hefur vísitala dagvöru hækkað minna en vísitala neysluverðs þrátt fyrir verulegar hækkanir á hrávörumörkuðum á þessu tímabili og fall íslensku krónunnar. Hluti lágvöruverðsverslana hefur verið að aukast á meðan verslunum sem veita þjónustu og bjóða meira vöruúrval hefur verið að fækka. Það er rétt að benda á þá staðreynd, að á vef Hagstofunnar kemur fram að fjöldi fyrirtækja og félaga í flokknum stórmarkaðir og matvöruverslanir er 112. Umræða um matvörumarkað ber ekki með sér að það séu 112 fyrirtæki á þessum markaði. Samkeppnin er virk. Ein megintillaga Samkeppniseftirlitsins til stjórnvalda í þessari nýjustu skýrslu, er að búvörulögin verði endurskoðuð, með aukið viðskiptafrelsi að leiðarljósi. Ég get ekki annað en tekið undir þetta sjónarmið, því eins og rakið er í skýrslunni tókst einstaklega vel til með breytingar á umgjörð íslenskrar garðyrkju fyrir nokkrum árum. Íslenskir garðyrkjubændur hafa aukið hlutdeild sína og sölu, auk þess sem neytendur eru að fá fjölbreyttari vöru í hæsta gæðaflokki. Við viljum hvetja til umræðu um breytingar á búvörulögunum. Við leitum eftir samstarfi við stjórnvöld og bændur um breytingar á núverandi kerfi. Það er mitt mat að endurskoðun búvörulaga skapi fjölmörg tækifæri fyrir bændur, m.a. í vöruþróun, fjölbreytni og aukinni hagkvæmni sem muni leiða til aukinnar neyslu á innlendum landbúnaðarvörum. Við þurfum að hafa í huga að við lifum af útflutningi á fiski og eigum að vera sjálfum okkur samkvæm um gagnkvæmt viðskiptafrelsi. Viðbrögð aðila við skýrslu Samkeppniseftirlitsins hafa einkennst af tækifærismennsku, þar sem neytendur eru enn sem fyrr afgangsstærð. Viðskiptavinir okkar njóta magnafslátta Bónus og það er lykilatriði. Það verður forvitnilegt að fylgjast með stjórnvöldum í kjölfar ábendinga Samkeppniseftirlitsins. Ætla stjórnvöld að hunsa ábendingar Samkeppniseftirlitsins enn einu sinni? Munum að hluti aðila á dagvörumarkaði þarf ekki að fara eftir samkeppnislögum, sem er auðvitað með öllu óeðlilegt og löngu tímabært að breyta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Á árinu 1988, ári fyrir stofnun Bónus, fóru um 22% af ráðstöfunartekjum heimilanna til kaupa á mat- og drykkjarvöru. Þetta hlutfall hefur lækkað og er nú um 15%, en fór niður í um 12-13% á velmegunarárum okkar Íslendinga fyrir bankahrun. Þetta jafngildir því að af hverjum 100 þúsund krónum, sem heimili hefur til ráðstöfunar, fer nú 7.000 krónum minna í mat- og drykkjarvöru en fyrir tilkomu Bónus. Bónus hefur bætt hag heimilanna. Matvöruverð á Vestfjörðum lækkaði t.a.m. um 30-40% með tilkomu einnar Bónusverslunar á Ísafirði, en Bónus hefur ávallt selt vörur sínar á sama verði um land allt. Hagur neytenda hefur því batnað, þegar horft er til þess að minna hlutfall ráðstöfunartekna fer nú til kaupa á nauðsynjum og að nú á stór hluti landsbyggðarinnar kost á að kaupa inn dagvöru á sama verði og höfuðborgarbúar. Í síðustu viku kom út skýrsla Samkeppniseftirlitsins, „Verðþróun og samkeppni á dagvörumarkaði". Í skýrslunni kom fram að Bónus nýtur betri kjara og fær hærri magnafslætti en keppinautar, sem kaupa mun minna magn. Það kemur líka skýrt fram að sá magnafsláttur sem Bónus fær skilar sér í lægra verði til viðskiptavina Bónus. Skýrsla Samkeppniseftirlitsins staðfestir því í raun að heimilin í landinu njóta lægra vöruverðs í krafti magninnkaupa Bónus. Nokkur umræða hefur verið um að 15% munur á stærsta kaupanda og þeim minnsta sé hugsanlega of mikill. Við nánari skoðun er augljóst að sá munur getur ekki verið óeðlilegur. Magnafslættir eru eðlilegir og ef aðili kaupir margfalt magn á við minni aðila eru 15% betri kjör á engan hátt óeðlileg. Í þessari umræðu er nauðsynlegt að horfa til þess að stærðarhagkvæmni og kaupendastyrkur Bónus skilar sér til viðskiptavina Bónus. Skýrslan staðfestir það og starfsfólk Bónus er stolt af þeirri staðreynd. Það er einnig mikilvægt að í skýrslu Samkeppniseftirlitsins er staðfest að lækkun á virðisaukaskatti árið 2007 skilaði sér að fullu í lægra vöruverði til neytenda. Þessir tveir þættir eru ótvíræð vísbending um virka samkeppni á dagvörumarkaði. Frá aldamótum hefur vísitala dagvöru hækkað minna en vísitala neysluverðs þrátt fyrir verulegar hækkanir á hrávörumörkuðum á þessu tímabili og fall íslensku krónunnar. Hluti lágvöruverðsverslana hefur verið að aukast á meðan verslunum sem veita þjónustu og bjóða meira vöruúrval hefur verið að fækka. Það er rétt að benda á þá staðreynd, að á vef Hagstofunnar kemur fram að fjöldi fyrirtækja og félaga í flokknum stórmarkaðir og matvöruverslanir er 112. Umræða um matvörumarkað ber ekki með sér að það séu 112 fyrirtæki á þessum markaði. Samkeppnin er virk. Ein megintillaga Samkeppniseftirlitsins til stjórnvalda í þessari nýjustu skýrslu, er að búvörulögin verði endurskoðuð, með aukið viðskiptafrelsi að leiðarljósi. Ég get ekki annað en tekið undir þetta sjónarmið, því eins og rakið er í skýrslunni tókst einstaklega vel til með breytingar á umgjörð íslenskrar garðyrkju fyrir nokkrum árum. Íslenskir garðyrkjubændur hafa aukið hlutdeild sína og sölu, auk þess sem neytendur eru að fá fjölbreyttari vöru í hæsta gæðaflokki. Við viljum hvetja til umræðu um breytingar á búvörulögunum. Við leitum eftir samstarfi við stjórnvöld og bændur um breytingar á núverandi kerfi. Það er mitt mat að endurskoðun búvörulaga skapi fjölmörg tækifæri fyrir bændur, m.a. í vöruþróun, fjölbreytni og aukinni hagkvæmni sem muni leiða til aukinnar neyslu á innlendum landbúnaðarvörum. Við þurfum að hafa í huga að við lifum af útflutningi á fiski og eigum að vera sjálfum okkur samkvæm um gagnkvæmt viðskiptafrelsi. Viðbrögð aðila við skýrslu Samkeppniseftirlitsins hafa einkennst af tækifærismennsku, þar sem neytendur eru enn sem fyrr afgangsstærð. Viðskiptavinir okkar njóta magnafslátta Bónus og það er lykilatriði. Það verður forvitnilegt að fylgjast með stjórnvöldum í kjölfar ábendinga Samkeppniseftirlitsins. Ætla stjórnvöld að hunsa ábendingar Samkeppniseftirlitsins enn einu sinni? Munum að hluti aðila á dagvörumarkaði þarf ekki að fara eftir samkeppnislögum, sem er auðvitað með öllu óeðlilegt og löngu tímabært að breyta.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar