Erlent

Sjúkir ítrekað ólaðir niður

Herman Holm, yfirlæknir í Malmö, segir að upplýsingum sé enn ábótavant.
Herman Holm, yfirlæknir í Malmö, segir að upplýsingum sé enn ábótavant.
Sjúklingar á geðdeildum í Svíþjóð voru ólaðir niður í yfir 3.300 skipti í fyrra.

Skiptin eru í raun enn fleiri, að því er greint er frá á vef Dagens Nyheter. Þar er það haft eftir Herman Holm, yfirlækni í Malmö, að upplýsingum sé enn ábótavant. Skráning félagsmálayfirvalda á þvingunaraðgerðum hófst árið 2010.

Þær þykja nauðsynlegar þegar talið er að sjúklingar geti valdið sjálfum sér eða öðrum skaða.

Markmiðið er þó að draga úr slíkum aðgerðum.- ibs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×