Erlent

Mannfall í Sýrlandi - 20 fallnir

Bashar al-Assad, forseti Sýrlands.
Bashar al-Assad, forseti Sýrlands. mynd/AP
Að minnsta kosti 20 hafa fallið í átökum andspyrnumanna og stjórnarhersins í Sýrlandi í dag, þar af létust 16 þegar herinn lét sprengjum rigna yfir borgina Hama. Samtök andspyrnumanna fullyrða að þrjú börn hafi látist í stórskotaárásinni.

Þá sprakk sprengja nálægt bílalest eftirlitsmanna Sameinu Þjóðanna fyrr í dag, ekki er talið að slys hafi orðið á fólki í því atviki.

Átök milli uppreisnarmanna og öryggissveita hafa harnað verulega á síðustu dögum.

Þannig bólar ekkert á umsömdu vopnahléi í landinu sem Kofi Annan, erindreki Sameinuðu Þjóðanna og Arabandalagsins, hafði milligöngu um.

Eins og er eru 257 eftirlitsmenn á vegum Sameinuðu Þjóðanna í Sýrlandi en stefnt er að því þeir verði orðnir 300 talsins í næsta mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×