Erlent

Robin Gibb látinn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Robin Gibb, söngvari Bee Gees, lést í dag. Hann var 62 ára gamall. Gibb hafði háð langa baráttu við krabbamein. Tónlistarferill Gibbs hófst þegar hann stofnaði Bee Gees með bræðrum sínum, Barry og Maurice árið 1958.

Bee Gees er ein allra frægasta hljómsveit sögunnar en á meðal vinsælustu laga eru Stayin' Alive, How Deep Is Your Love, Massachusetts and Night Fever.

Til stóð að Robin Gibb kæmi til Íslands fyrir síðustu jól til að syngja á tónleikum Björgvins Halldórssonar. Vegna veikinda hans varð þó ekkert úr því.

Smelltu á hnappinn „Horfa á myndskeið með frétt‟ hér að ofan til að heyra eitt af alþekktustu lögum Bee Gees.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×