Erlent

Heimkvaðning hermanna hluti af áætlun NATO

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, er hér ásamt Barack Obama forseta Bandaríkjanna.
Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, er hér ásamt Barack Obama forseta Bandaríkjanna. mynd/ afp.
Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, segir að sú ákvörðun Hollandes, forseta Frakklands, að kveða hermenn heim frá Afganistan sé hluti af áætlunum Atlantshafsbandalagsins.

Fogh sagði að þegar hefði verið ákveðið að veita Afgönum meiri stjórn á eigin málum og þegar það gerist myndu hermönnum að sjálfsögðu fækka á svæðinu. Í viðtali við Andrew Marr á BBC sagðist Fogh ekki hafa reynt að fá Hollande til að halda hermönnum áfram á svæðinu.

Hollande tilkynnti Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, það á föstudaginn að hann ætlaði sér að kveða hermenn heim frá Afganistan fyrir lok ársins. Hann hefði lofað þjóð sinni þessu í aðdraganda frönsku kosninganna. Frakkar myndu styðja Afganistan með öðrum hætti en hernaðarlegum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×