Lífið

Madonna leyfir söngleik

Áður en langt um líður gæti söngleikur með lögum Madonnu litið dagsins ljós.
Áður en langt um líður gæti söngleikur með lögum Madonnu litið dagsins ljós.
Bandaríska söngkonan Madonna hefur opnað á þann möguleika að lög hennar verði notuð í söngleik. Þetta kemur fram í viðtali við hana í breska blaðinu Daily Star.

Sænski söngflokkurinn Abba gaf svipað leyfi þegar söngleikurinn Mamma Mia! var gerður en hann sló eftirminnilega í gegn líkt og kvikmyndin sem gerð var eftir honum með Meryl Streep og Pierce Brosnan í aðalhlutverkum.

Madonna hefur ekki í hyggju að koma nálægt söngleiknum, hvorki sem leikstjóri né handritshöfundur. „Ég hef þegar gefið leyfi fyrir notkun á lögum mínum en ég mun ekki koma neitt nálægt söngleiknum. Ég hef lítinn áhuga á því," segir Madonna við Daily Star.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.