Aðskilnaður minnkar áhættu almennings dr. Jakob Ásmundsson skrifar 14. september 2012 06:00 Í dag eru þrír stórir viðskiptabankar allsráðandi á íslenskum fjármálamarkaði. Samanlögð stærð þeirra nemur u.þ.b. tvöfaldri landsframleiðslu þjóðarinnar. Viðskiptabankarnir eru að mestu leyti fjármagnaðir með innlánum. Fall eins þeirra myndi hafa í för með sér óheyrilegan kostnað fyrir þjóðarbúið, bæði beint og óbeint. Afturköllun á yfirlýsingu stjórnvalda um allsherjarábyrgð á innlánum breytir engu um þá staðreynd. Viðskiptamódel íslensku viðskiptabankanna er í grunninn það sama og það var fyrir hrun, að því undanskildu að þeir eru með óverulega starfsemi erlendis. Þeir voru, og eru enn, í senn viðskiptabankar og fjárfestingabankar. Það má því gera ráð fyrir að hegðun þeirra muni ekki breytast mikið. Viðskiptabankar geta náð fram ágætri arðsemi án þess að stunda fjárfestingabankastarfsemi. Spurningin hlýtur því að vera hver sé kostnaður/áhætta almennings annars vegar og hver séu áhrif þess á fjármálamarkaðinn hins vegar að þeir stundi fjárfestingabankastarfsemi samhliða viðskiptabankastarfsemi. FreistnivandiFjölmörg vandamál koma upp þegar fyrirtækjaráðgjöf, verðbréfamiðlun og eigin viðskipti eru á hendi viðskiptabanka tengd freistnivanda og armslengdarsjónarmiðum.Er eðlilegt að sá sem lánar og sá sem veitir ráðgjöf sé einn og sami aðilinn? Hver gætir hagsmuna viðskiptavinarins við þær aðstæður?Er líklegt að starfsmenn miðlunar og fyrirtækjaráðgjafar bankanna ráðleggi viðskiptavinum sínum að sækja fjármögnun annað?Er ekki enn sama hætta til staðar, og fyrir hrun, að skammtímasjónarmið séu látin ráða við lánveitingar, svo sem til að bæta ársfjórðungsuppgjör bankans?Er ekki enn sama hætta til staðar, og fyrir hrun, að starfsmenn miðlunar og fyrirtækjaráðgjafar bankans beiti óeðlilegum þrýstingi innan bankans til að fá fyrirgreiðslu samþykkta? Viðskiptabankar, í skjóli ódýrrar ríkistryggðrar fjármögnunar, stunda í dag áhættusamar lánveitingar og stöðutökur til að styðja við fjárfestingabankastarfsemi sína í samkeppni við sérhæfð fjármálafyrirtæki. Þetta hefur margvísleg neikvæð áhrif á gagnsæi á íslenskum fjármálamarkaði. Svara þarf eftirfarandi spurningum:Leiðir þetta fyrirkomulag til réttrar verðlagningaráhættu í kerfinu? Mun það leiða til uppbyggingar á heilbrigðum og skilvirkum fjármálamarkaði?Er áhyggjuefni að ekki sé virkur markaður með fyrirtækjaskuldabréf á Íslandi í dag?Ef ekkert er að gert munu fjárfestingabankar þá ekki finna sig knúna til að sækja um viðskiptabankaleyfi, rétt eins og Straumur og MP Banki gerðu fyrir hrun?Stuðlar eignarhald bankanna á fyrirtækjum á samkeppnismarkaði að heilbrigðu atvinnulífi?Er eðlilegt að viðskiptabankarnir nýti ríkistryggð innlán almennings til að fjármagna eða fjárfesta í hlutabréfum? Áhættutaka ræðst af hvötum starfsmannaÞað sem er mikilvægt að skilja í þessu samhengi er að fjárfestingabankastarfsemi samhliða viðskiptabankastarfsemi hefur í för með sér hegðun sem verður ekki stöðvuð með reglum eða auknu eftirliti. Mörg þeirra útlána sem veitt voru gegn litlum eða ótryggum veðum fyrir hrun og ollu miklu tapi í bönkunum voru veitt fyrir tilstuðlan fjárfestingabankaarms bankanna. Gríðarlegur þrýstingur myndast frá fjárfestingabankaarmi bankastofnana að nýta efnahagsreikning þeirra til að búa til skammtímahagnað – þetta þekkja þeir sem hafa starfað innan geirans. Erfitt er að sjá að núverandi reglur um eiginfjárbindingu o.s.frv. komi í veg fyrir þetta. Besta og ódýrasta leiðin er að skapa umhverfi sem stýrist af heilbrigðum hvötum. Lög, reglur og eftirlit munu aldrei ná að koma í veg fyrir freistnivanda ef freistingin er til staðar á annað borð. Það höfum við séð áður. Lausn vandans felst í að ráðast að rót hans, frekar en að reyna að koma í veg fyrir hinar ýmsu birtingarmyndir með flóknu regluverki og eftirliti. Má réttlæta sér íslenska löggjöf?Aðstæður annars staðar í heiminum um þessar mundir eru allt aðrar en hér og mjög viðkvæmar. Fjármálastofnanir í Evrópu glíma við margvíslega erfiðleika og eru illa fjármagnaðar sem gerir þeim ókleift að gangast undir miklar breytingar. Eins eru miklir hagsmunir að veði, t.a.m. er fjármálageirinn í Bretlandi mjög mikilvægur þáttur í efnahagslífi þess lands. Af þeim sökum er mjög ólíklegt að evrópsk löggjöf muni taka þeim breytingum sem í raun er þörf á, heldur verða einungis tekin lítil skref til að taka á helstu vandamálum á hverjum stað. Það er ekki sjálfgefið að þau sömu skref hjálpi okkur hér. Aðstæður á Íslandi í dag eru þannig að hægt er að ganga alla leið í þá átt sem aðrar þjóðir hafa viljað, með litlum tilkostnaði og nær engri röskun á fjármálakerfinu. Aðskilnaður er einföld aðgerðHin rökin sem helst hafa verið nefnd fyrir því að aðskilja ekki eru samlegðaráhrif fyrir viðskiptabankana og áhættudreifing. Þegar rekstrarreikningar bankanna þriggja fyrir 2011 eru skoðaðir, þá kemur í ljós að tekjur þeirra af starfsemi sem tillögurnar um aðskilnað taka til, eru óverulegar. Í skýrslu greiningardeildar Arion banka er hún metin sem 5% af heildarstarfsemi og 2% af efnahagi. Hvað áhættudreifingu varðar, þá ganga tillögurnar út á að takmarka fjárfestingu í áhættumestu eignunum. Áhrifin og kostnaðurinn verða því að teljast verulega lítil í samhengi hlutanna. Viðskiptabankarnir hafa lýst því yfir að þeir hyggist auka fjárfestingabankastarfsemi verulega á næstu árum. Mun sú staða e.t.v. koma upp, samhliða því að ekki verður hægt að færa eignir meira upp sem færðar voru úr gömlu bönkunum, að freistnivandinn nái yfirhöndinni til að halda arðsemi ásættanlegri? Hvað gerðist á árunum fyrir 2008? Aðskilnaður mun leiða til minni áhættusækni viðskiptabankanna, meiri fjölbreytni og aukins gagnsæis og þar með gera eftirlit skilvirkara. Hann er einfaldur í framkvæmd og leiðir ekki til mikils tilkostnaðar eða röskunar á íslenska fjármálakerfinu sé þetta framkvæmt nú. Hvers vegna ættum við að taka áhættuna ef hægt er að komast hjá því með litlum sem engum tilkostnaði? Er ekki lag að gera þetta nú, í stað þess að bíða þar til það verður dýrt og erfitt í framkvæmd, eða jafnvel of seint? Svarið virðist augljóst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Í dag eru þrír stórir viðskiptabankar allsráðandi á íslenskum fjármálamarkaði. Samanlögð stærð þeirra nemur u.þ.b. tvöfaldri landsframleiðslu þjóðarinnar. Viðskiptabankarnir eru að mestu leyti fjármagnaðir með innlánum. Fall eins þeirra myndi hafa í för með sér óheyrilegan kostnað fyrir þjóðarbúið, bæði beint og óbeint. Afturköllun á yfirlýsingu stjórnvalda um allsherjarábyrgð á innlánum breytir engu um þá staðreynd. Viðskiptamódel íslensku viðskiptabankanna er í grunninn það sama og það var fyrir hrun, að því undanskildu að þeir eru með óverulega starfsemi erlendis. Þeir voru, og eru enn, í senn viðskiptabankar og fjárfestingabankar. Það má því gera ráð fyrir að hegðun þeirra muni ekki breytast mikið. Viðskiptabankar geta náð fram ágætri arðsemi án þess að stunda fjárfestingabankastarfsemi. Spurningin hlýtur því að vera hver sé kostnaður/áhætta almennings annars vegar og hver séu áhrif þess á fjármálamarkaðinn hins vegar að þeir stundi fjárfestingabankastarfsemi samhliða viðskiptabankastarfsemi. FreistnivandiFjölmörg vandamál koma upp þegar fyrirtækjaráðgjöf, verðbréfamiðlun og eigin viðskipti eru á hendi viðskiptabanka tengd freistnivanda og armslengdarsjónarmiðum.Er eðlilegt að sá sem lánar og sá sem veitir ráðgjöf sé einn og sami aðilinn? Hver gætir hagsmuna viðskiptavinarins við þær aðstæður?Er líklegt að starfsmenn miðlunar og fyrirtækjaráðgjafar bankanna ráðleggi viðskiptavinum sínum að sækja fjármögnun annað?Er ekki enn sama hætta til staðar, og fyrir hrun, að skammtímasjónarmið séu látin ráða við lánveitingar, svo sem til að bæta ársfjórðungsuppgjör bankans?Er ekki enn sama hætta til staðar, og fyrir hrun, að starfsmenn miðlunar og fyrirtækjaráðgjafar bankans beiti óeðlilegum þrýstingi innan bankans til að fá fyrirgreiðslu samþykkta? Viðskiptabankar, í skjóli ódýrrar ríkistryggðrar fjármögnunar, stunda í dag áhættusamar lánveitingar og stöðutökur til að styðja við fjárfestingabankastarfsemi sína í samkeppni við sérhæfð fjármálafyrirtæki. Þetta hefur margvísleg neikvæð áhrif á gagnsæi á íslenskum fjármálamarkaði. Svara þarf eftirfarandi spurningum:Leiðir þetta fyrirkomulag til réttrar verðlagningaráhættu í kerfinu? Mun það leiða til uppbyggingar á heilbrigðum og skilvirkum fjármálamarkaði?Er áhyggjuefni að ekki sé virkur markaður með fyrirtækjaskuldabréf á Íslandi í dag?Ef ekkert er að gert munu fjárfestingabankar þá ekki finna sig knúna til að sækja um viðskiptabankaleyfi, rétt eins og Straumur og MP Banki gerðu fyrir hrun?Stuðlar eignarhald bankanna á fyrirtækjum á samkeppnismarkaði að heilbrigðu atvinnulífi?Er eðlilegt að viðskiptabankarnir nýti ríkistryggð innlán almennings til að fjármagna eða fjárfesta í hlutabréfum? Áhættutaka ræðst af hvötum starfsmannaÞað sem er mikilvægt að skilja í þessu samhengi er að fjárfestingabankastarfsemi samhliða viðskiptabankastarfsemi hefur í för með sér hegðun sem verður ekki stöðvuð með reglum eða auknu eftirliti. Mörg þeirra útlána sem veitt voru gegn litlum eða ótryggum veðum fyrir hrun og ollu miklu tapi í bönkunum voru veitt fyrir tilstuðlan fjárfestingabankaarms bankanna. Gríðarlegur þrýstingur myndast frá fjárfestingabankaarmi bankastofnana að nýta efnahagsreikning þeirra til að búa til skammtímahagnað – þetta þekkja þeir sem hafa starfað innan geirans. Erfitt er að sjá að núverandi reglur um eiginfjárbindingu o.s.frv. komi í veg fyrir þetta. Besta og ódýrasta leiðin er að skapa umhverfi sem stýrist af heilbrigðum hvötum. Lög, reglur og eftirlit munu aldrei ná að koma í veg fyrir freistnivanda ef freistingin er til staðar á annað borð. Það höfum við séð áður. Lausn vandans felst í að ráðast að rót hans, frekar en að reyna að koma í veg fyrir hinar ýmsu birtingarmyndir með flóknu regluverki og eftirliti. Má réttlæta sér íslenska löggjöf?Aðstæður annars staðar í heiminum um þessar mundir eru allt aðrar en hér og mjög viðkvæmar. Fjármálastofnanir í Evrópu glíma við margvíslega erfiðleika og eru illa fjármagnaðar sem gerir þeim ókleift að gangast undir miklar breytingar. Eins eru miklir hagsmunir að veði, t.a.m. er fjármálageirinn í Bretlandi mjög mikilvægur þáttur í efnahagslífi þess lands. Af þeim sökum er mjög ólíklegt að evrópsk löggjöf muni taka þeim breytingum sem í raun er þörf á, heldur verða einungis tekin lítil skref til að taka á helstu vandamálum á hverjum stað. Það er ekki sjálfgefið að þau sömu skref hjálpi okkur hér. Aðstæður á Íslandi í dag eru þannig að hægt er að ganga alla leið í þá átt sem aðrar þjóðir hafa viljað, með litlum tilkostnaði og nær engri röskun á fjármálakerfinu. Aðskilnaður er einföld aðgerðHin rökin sem helst hafa verið nefnd fyrir því að aðskilja ekki eru samlegðaráhrif fyrir viðskiptabankana og áhættudreifing. Þegar rekstrarreikningar bankanna þriggja fyrir 2011 eru skoðaðir, þá kemur í ljós að tekjur þeirra af starfsemi sem tillögurnar um aðskilnað taka til, eru óverulegar. Í skýrslu greiningardeildar Arion banka er hún metin sem 5% af heildarstarfsemi og 2% af efnahagi. Hvað áhættudreifingu varðar, þá ganga tillögurnar út á að takmarka fjárfestingu í áhættumestu eignunum. Áhrifin og kostnaðurinn verða því að teljast verulega lítil í samhengi hlutanna. Viðskiptabankarnir hafa lýst því yfir að þeir hyggist auka fjárfestingabankastarfsemi verulega á næstu árum. Mun sú staða e.t.v. koma upp, samhliða því að ekki verður hægt að færa eignir meira upp sem færðar voru úr gömlu bönkunum, að freistnivandinn nái yfirhöndinni til að halda arðsemi ásættanlegri? Hvað gerðist á árunum fyrir 2008? Aðskilnaður mun leiða til minni áhættusækni viðskiptabankanna, meiri fjölbreytni og aukins gagnsæis og þar með gera eftirlit skilvirkara. Hann er einfaldur í framkvæmd og leiðir ekki til mikils tilkostnaðar eða röskunar á íslenska fjármálakerfinu sé þetta framkvæmt nú. Hvers vegna ættum við að taka áhættuna ef hægt er að komast hjá því með litlum sem engum tilkostnaði? Er ekki lag að gera þetta nú, í stað þess að bíða þar til það verður dýrt og erfitt í framkvæmd, eða jafnvel of seint? Svarið virðist augljóst.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar