Hank Haney gagnrýnir Tiger Woods í nýrri bók | ókurteis og nískur 21. mars 2012 16:45 Tiger Woods er umfjöllunarefnið í nýrri bók sem fyrrum þjálfari hans gefur út á næstu dögum. Getty Images / Nordic Photos Hank Haney, fyrrum þjálfari golfstjörnunnar Tiger Woods, mun á allra næstu dögum gefa út bók sem fjallar að sjálfsögðu um samskipti þeirra á árum áður. Bókin kemur út á föstudaginn og ber hún nafnið „The Big Miss". Úrdrættir úr bókinn hafa nú þegar vakið töluverða athygli en Haney dregur ekkert undan í frásögn sinni. Tiger Woods er ókurteis, nískur og með klámfíkn á háu stigi ef marka má það sem Haney skrifar um hinn 36 ára gamla kylfing. Haney vitnar m.a. í einkasamtöl þeirra og hann lýsir m.a. sambandi Woods við Elin Nordgren sem „köldu" og fyrrum eiginkona hans hafi ekki mátt sýna neinar tilfinningar á keppnisstað. Í bókinn segir Haney frá því að Tiger Wood hafi ekki viljað að Elin fagnaði sigrum hans og hún mátti helst ekki sýna neinar tilfinningar úti á meðal áhorfenda. Skýringin sem Woods gaf á þessu er sú að það átti ekki að koma henni né öðrum sem stóðu honum næst að hann myndi sigra. Það væri sjálfsagður hlutur. Haney segir m.a. frá því að Elin Nordgren hafði áformað að halda veislu til þess að fagna sigri Tiger Woods á atvinnumóti. Veislan átti að fara fram á heimili þeirra, líkt og hún hafði upplifað hjá landa sínum Jesper Parnevik. Elin var í hlutverki barnfóstru á heimili Parnevik á Flórþegar hún kynntist Tiger Woods á sínum tíma. Þessi áform hennar féllu ekki góðan jarðveg hjá Tiger Woods. „Við erum ekki slíkt par, ég er ekki eins og Jesper, það er sjálfsagður hlutur að ég sigri," á Woods að hafa sagt við þetta tækifæri. Eins og áður segir kemur bókin út á föstudaginn. Woods var spurður að því á dögunum hvað honum þætti um skrif Haney og svaraði kylfingurinn: „Að mínu mati eru þetta ófagleg vinnubrögð. Sérstaklega þar sem sá sem skrifar var náinn samstarfsmaður og ég var stoltur af því að eiga sem vin." Golf Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Fótbolti Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Hank Haney, fyrrum þjálfari golfstjörnunnar Tiger Woods, mun á allra næstu dögum gefa út bók sem fjallar að sjálfsögðu um samskipti þeirra á árum áður. Bókin kemur út á föstudaginn og ber hún nafnið „The Big Miss". Úrdrættir úr bókinn hafa nú þegar vakið töluverða athygli en Haney dregur ekkert undan í frásögn sinni. Tiger Woods er ókurteis, nískur og með klámfíkn á háu stigi ef marka má það sem Haney skrifar um hinn 36 ára gamla kylfing. Haney vitnar m.a. í einkasamtöl þeirra og hann lýsir m.a. sambandi Woods við Elin Nordgren sem „köldu" og fyrrum eiginkona hans hafi ekki mátt sýna neinar tilfinningar á keppnisstað. Í bókinn segir Haney frá því að Tiger Wood hafi ekki viljað að Elin fagnaði sigrum hans og hún mátti helst ekki sýna neinar tilfinningar úti á meðal áhorfenda. Skýringin sem Woods gaf á þessu er sú að það átti ekki að koma henni né öðrum sem stóðu honum næst að hann myndi sigra. Það væri sjálfsagður hlutur. Haney segir m.a. frá því að Elin Nordgren hafði áformað að halda veislu til þess að fagna sigri Tiger Woods á atvinnumóti. Veislan átti að fara fram á heimili þeirra, líkt og hún hafði upplifað hjá landa sínum Jesper Parnevik. Elin var í hlutverki barnfóstru á heimili Parnevik á Flórþegar hún kynntist Tiger Woods á sínum tíma. Þessi áform hennar féllu ekki góðan jarðveg hjá Tiger Woods. „Við erum ekki slíkt par, ég er ekki eins og Jesper, það er sjálfsagður hlutur að ég sigri," á Woods að hafa sagt við þetta tækifæri. Eins og áður segir kemur bókin út á föstudaginn. Woods var spurður að því á dögunum hvað honum þætti um skrif Haney og svaraði kylfingurinn: „Að mínu mati eru þetta ófagleg vinnubrögð. Sérstaklega þar sem sá sem skrifar var náinn samstarfsmaður og ég var stoltur af því að eiga sem vin."
Golf Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Fótbolti Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira