Óvissu eytt um endurútreikning Skarphéðinn Pétursson og Guðmundur Ingi Hauksson skrifar 23. október 2012 06:00 Síðastliðinn fimmtudag 18. október féll hæstaréttardómur í máli Borgarbyggðar gegn Arion banka, mál nr. 464/2012. Sá dómur eyðir óvissu um hvernig endurreikna skal ólögleg gengistryggð lán. Ekkert á að vera lengur því til fyrirstöðu að innlendar fjármálastofnanir endurreikni öll lán, sem á annað borð hafa verið úrskurðuð ólögleg, með þeirri aðferðarfræði sem lýst er í dómi Hæstaréttar. Óvissuatriðum er lúta að endurútreikningi lána hefur með þessum dómi verið eytt, þótt óvissa sé áfram um lögmæti ákveðinna tegunda útlánsforma. Afturvirkni laga nr. 151/2010 ólöglegSamkvæmt dóminum er óheimilt að endurreikna ólögleg gengistryggð lán á íslenskum seðlabankavöxtum afturvirkt eins og lög 151/2010 kveða á um, óháð því hvort um er að ræða lán til fyrirtækja eða einstaklinga. Hæstiréttur er mjög skýr í forsendum sínum að afturvirkni þeirra laga sé íþyngjandi fyrir þegnana og gangi gegn eignarréttarákvæðum stjórnarskrárinnar. Í dómi Hæstaréttar er því slegið föstu að greiðslutilkynningar fjármálastofnunar og fyrirvaralaus móttaka á greiðslum í samræmi við þær tilkynningar jafngildi fullnaðarkvittun. Þá taldi Hæstiréttur að augljós aðstöðumunur hefði verið á milli Borgarbyggðar sem lántakanda og Sparisjóðs Mýrarsýslu sem lánveitanda þvert á það sem Arion banki hafði haldið fram, en upphaf málsins má rekja til láns Borgarbyggðar hjá Sparisjóði Mýrarsýslu sem síðar var tekinn yfir af Arion banka. Að öllu virtu var því talið að það stæði bankanum nær að bera þann vaxtamun sem af hinni ólögmætu gengistryggingu hlaust. Það yrði ekki leiðrétt afturvirkt heldur aðeins til framtíðar. Endurreikna þarf öll lán að nýjuÞetta þýðir að allir endurútreikningar bankanna á ólöglegum gengisbundnum lánum fram til þessa eru rangir og fela í sér verulegt ofmat á skuldum þeirra fyrirtækja og heimila sem tóku ólögleg gengistryggð lán. Endurreikna þarf hvert eitt og einasta lán, sem á annað borð hefur verið talið ólöglegt, þar með talin öll bílalán, gengisbundin íbúðalán og fyrirtækjalán. Tugmilljarða króna áhrifÁhrifin af þessum dómi eiga því eftir að verða mikil og má gera ráð fyrir að þær fjárhæðir sem um er að ræða séu mældar í tugum milljarða króna. Jafnframt er ekki ólíklegt að einhver skaðabótamál rísi í kjölfar dómsins þar sem bankarnir hafa í mörgum tilfellum gengið hart fram gagnvart fyrirtækjum og einstaklingum ef fjárhagstaða var ekki talin viðunandi miðað við lánastöðu samkvæmt endurútreikningi bankanna. Nú liggur hins vegar fyrir að lögleg staða lánanna er mun lægri, svo munar tugum prósenta, og því vakna upp spurningar um réttarstöðu aðila sem misst hafa eignir vegna ólöglegra endurreiknaðra lána. Bankaleiðin – Veritas-leiðinReikniaðferð Veritas lögmanna, sem Hæstiréttur hefur nú dæmt réttmæta, felur í sér að allar afborganir skuldar sem inntar hafa verið af hendi koma að fullu til frádráttar höfuðstól, sem bera skal hvorki gengistryggingu né verðbætur af öðrum toga. Fjárhæð vaxta hafi ekki áhrif svo fremi sem þeir hafi verið að fullu greiddir fyrir viðkomandi tímabil. Þar sem þessari aðferð hefur ekki verið ekki beitt við endurútreikninga bankanna á ólöglegum gengisbundnum lánum fram til þessa, heldur miðað við seðlabankavexti í stað samningsvaxta, eru allir útreikningar bankanna rangir og leiða nánast undantekningarlaust til ofmats á höfuðstól láns. Lántakar hafa síðan verið að greiða vexti af hinum ofmetna höfuðstól og því ofgreitt vexti. Endurreikna þarf hvert eitt og einasta lán og í mörgum tilfellum getur verið að lán séu í raun þegar að fullu greidd. Því kann sú staða að vera uppi að einstaklingar og fyrirtæki greiði um hver mánaðamót af skuldum, sem ekki er stoð fyrir. Gera þarf kröfu á bankanaMikilvægt er fyrir viðskiptavini, sem þegar hafa gert upp gengisbundin ólögleg lán að fullu eða því sem næst, að gera sem fyrst kröfu á viðkomandi fjármálastofnun til að tryggja rétt sinn auk þess sem kröfurnar bera ekki dráttarvexti fyrr en þær eru settar fram. Þetta er sérlega mikilvægt í ljósi fyrstu viðbragða bankanna við dómnum, sem einkennast af útúrsnúningum, sennilega með það að markmiði að tefja mál enn frekar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi Lilja Alfreðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Síðastliðinn fimmtudag 18. október féll hæstaréttardómur í máli Borgarbyggðar gegn Arion banka, mál nr. 464/2012. Sá dómur eyðir óvissu um hvernig endurreikna skal ólögleg gengistryggð lán. Ekkert á að vera lengur því til fyrirstöðu að innlendar fjármálastofnanir endurreikni öll lán, sem á annað borð hafa verið úrskurðuð ólögleg, með þeirri aðferðarfræði sem lýst er í dómi Hæstaréttar. Óvissuatriðum er lúta að endurútreikningi lána hefur með þessum dómi verið eytt, þótt óvissa sé áfram um lögmæti ákveðinna tegunda útlánsforma. Afturvirkni laga nr. 151/2010 ólöglegSamkvæmt dóminum er óheimilt að endurreikna ólögleg gengistryggð lán á íslenskum seðlabankavöxtum afturvirkt eins og lög 151/2010 kveða á um, óháð því hvort um er að ræða lán til fyrirtækja eða einstaklinga. Hæstiréttur er mjög skýr í forsendum sínum að afturvirkni þeirra laga sé íþyngjandi fyrir þegnana og gangi gegn eignarréttarákvæðum stjórnarskrárinnar. Í dómi Hæstaréttar er því slegið föstu að greiðslutilkynningar fjármálastofnunar og fyrirvaralaus móttaka á greiðslum í samræmi við þær tilkynningar jafngildi fullnaðarkvittun. Þá taldi Hæstiréttur að augljós aðstöðumunur hefði verið á milli Borgarbyggðar sem lántakanda og Sparisjóðs Mýrarsýslu sem lánveitanda þvert á það sem Arion banki hafði haldið fram, en upphaf málsins má rekja til láns Borgarbyggðar hjá Sparisjóði Mýrarsýslu sem síðar var tekinn yfir af Arion banka. Að öllu virtu var því talið að það stæði bankanum nær að bera þann vaxtamun sem af hinni ólögmætu gengistryggingu hlaust. Það yrði ekki leiðrétt afturvirkt heldur aðeins til framtíðar. Endurreikna þarf öll lán að nýjuÞetta þýðir að allir endurútreikningar bankanna á ólöglegum gengisbundnum lánum fram til þessa eru rangir og fela í sér verulegt ofmat á skuldum þeirra fyrirtækja og heimila sem tóku ólögleg gengistryggð lán. Endurreikna þarf hvert eitt og einasta lán, sem á annað borð hefur verið talið ólöglegt, þar með talin öll bílalán, gengisbundin íbúðalán og fyrirtækjalán. Tugmilljarða króna áhrifÁhrifin af þessum dómi eiga því eftir að verða mikil og má gera ráð fyrir að þær fjárhæðir sem um er að ræða séu mældar í tugum milljarða króna. Jafnframt er ekki ólíklegt að einhver skaðabótamál rísi í kjölfar dómsins þar sem bankarnir hafa í mörgum tilfellum gengið hart fram gagnvart fyrirtækjum og einstaklingum ef fjárhagstaða var ekki talin viðunandi miðað við lánastöðu samkvæmt endurútreikningi bankanna. Nú liggur hins vegar fyrir að lögleg staða lánanna er mun lægri, svo munar tugum prósenta, og því vakna upp spurningar um réttarstöðu aðila sem misst hafa eignir vegna ólöglegra endurreiknaðra lána. Bankaleiðin – Veritas-leiðinReikniaðferð Veritas lögmanna, sem Hæstiréttur hefur nú dæmt réttmæta, felur í sér að allar afborganir skuldar sem inntar hafa verið af hendi koma að fullu til frádráttar höfuðstól, sem bera skal hvorki gengistryggingu né verðbætur af öðrum toga. Fjárhæð vaxta hafi ekki áhrif svo fremi sem þeir hafi verið að fullu greiddir fyrir viðkomandi tímabil. Þar sem þessari aðferð hefur ekki verið ekki beitt við endurútreikninga bankanna á ólöglegum gengisbundnum lánum fram til þessa, heldur miðað við seðlabankavexti í stað samningsvaxta, eru allir útreikningar bankanna rangir og leiða nánast undantekningarlaust til ofmats á höfuðstól láns. Lántakar hafa síðan verið að greiða vexti af hinum ofmetna höfuðstól og því ofgreitt vexti. Endurreikna þarf hvert eitt og einasta lán og í mörgum tilfellum getur verið að lán séu í raun þegar að fullu greidd. Því kann sú staða að vera uppi að einstaklingar og fyrirtæki greiði um hver mánaðamót af skuldum, sem ekki er stoð fyrir. Gera þarf kröfu á bankanaMikilvægt er fyrir viðskiptavini, sem þegar hafa gert upp gengisbundin ólögleg lán að fullu eða því sem næst, að gera sem fyrst kröfu á viðkomandi fjármálastofnun til að tryggja rétt sinn auk þess sem kröfurnar bera ekki dráttarvexti fyrr en þær eru settar fram. Þetta er sérlega mikilvægt í ljósi fyrstu viðbragða bankanna við dómnum, sem einkennast af útúrsnúningum, sennilega með það að markmiði að tefja mál enn frekar.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun