Bláskógabyggð, sorpflokkun og sveitasæla Drífa Kristjánsdóttir skrifar 20. júlí 2012 06:00 Við íbúar Bláskógabyggðar erum afar stolt af því að hafa tekið forystu meðal sveitarfélaga og hvatt til flokkunar á sorpi. Það gerðum við fyrir rúmum tveimur árum. Umhverfismál eru mikilvæg og við vildum sýna ábyrgð, flokka sorpið og minnka urðun. Í sorpi eru líka mikil verðmæti og því er mikilvægt að minnka urðun og auka endurnýtingu. Breytingarnar fólust í því að settar voru flokkunartunnur hjá öllum íbúum og fyrirtækjum í Bláskógabyggð. Gjaldtakan hækkaði umtalsvert enda dýrt að láta sækja sorp á alla bæi og í íbúðarhúsum í þremur þéttbýlum. Ákveðið var að hlífa eigendum sumarhúsa við hækkunum og ekki settar reglur á þá um hvernig ætti að hirða sorp þeirra. Sumarhúsafélögum og eigendum sumarhúsa var kynnt að þau gætu samið beint við þjónustuaðilann, Gámaþjónustuna. Þannig gat hvert sumarhúsasvæði (og getur enn) ákveðið hvernig það vill láta sinna hirðingu sorpsins. Sum félög hafa fengið gáma til sín, önnur hafa ákveðið að hver og einn komi sínu sorpi á gámastöðvarnar. Í sumum hverfum er fólk mikið í húsum sínum en í öðrum er minni viðvera. Þannig henta mismunandi lausnir í sumarhúsahverfunum. Langflestir eru afar ánægðir með núverandi fyrirkomulag, sorp hefur minnkað mikið og vitund fólks er að verða mjög mikil fyrir mikilvægi flokkunar sorps. Einhverjir eru þó enn óhressir. Þeir vilja ekki flokka sorpið og vilja bara halda öllu óbreyttu, henda í gáma sem næst sér og sleppa flokkuninni. Formaður Landssambands sumarhúsaeigenda, Sveinn Guðmundsson, er einn þeirra. Hann hefur staðið vörð um að engar breytingar megi eiga sér stað í sorpmálum Bláskógabyggðar og er einarður í að berjast gegn breytingunum. Hann hefur kært og fengið úrskurð en slær höfðinu við steininn og virðist ekki skilja úrskurðinn. Bláskógabyggð lagfærði það sem aflaga fór í breytingarferlinu og opnaði gámasvæðin fyrir heimilissorpi allan sólarhringinn. Fór þannig eftir úrskurðarnefndinni um „að sorpílát skuli vera þannig að hentugt sé að losa í þau á leið frá hverfinu.“ Sveinn ræðir daun og ólykt og þá velti ég því fyrir mér hvort hann þekki ekki til staðhátta. Á Þingvöllum er sól og sæla, gleði og góð lykt, líka í Laugardalnum og í Biskupstungum og einnig á hálendinu á Kili. Bláskógabyggð öll ilmar af yndislegum gróðri og góðu veðri. Sorpflokkunin hefur orðið til þess að margir sumarhúsaeigendur og íbúar setja lífræna sorpið í moltukassa sem nýtist þeim seinna t.d. í matjurtagarða. Það er mjög jákvætt og lyktin góð. Ef lífrænt sorp er ekki í öðru sorpi þá er engin lykt. Þetta vita þeir sem eru umhverfissinnar og flokka sitt sorp. Ég er oft mjög hissa á málflutningi Sveins formanns. Hann er oftar en ekki neikvæður og gegn sveitarfélögunum. Ég bendi honum á að vera frekar í samstarfi við sveitarfélögin og horfa á allar hliðar mála. Eigendur sumarhúsa eru oftast ánægðir með sína sumarhúsabyggð og vilja tengjast menningu og lífi samfélagsins. Það er erfitt ef fólk er neikvætt og sér bara neikvæðu hliðarnar á öllum málum. Látum jákvæðni verða leiðarljósið, ekki úrtölur og neikvæðni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Sjá meira
Við íbúar Bláskógabyggðar erum afar stolt af því að hafa tekið forystu meðal sveitarfélaga og hvatt til flokkunar á sorpi. Það gerðum við fyrir rúmum tveimur árum. Umhverfismál eru mikilvæg og við vildum sýna ábyrgð, flokka sorpið og minnka urðun. Í sorpi eru líka mikil verðmæti og því er mikilvægt að minnka urðun og auka endurnýtingu. Breytingarnar fólust í því að settar voru flokkunartunnur hjá öllum íbúum og fyrirtækjum í Bláskógabyggð. Gjaldtakan hækkaði umtalsvert enda dýrt að láta sækja sorp á alla bæi og í íbúðarhúsum í þremur þéttbýlum. Ákveðið var að hlífa eigendum sumarhúsa við hækkunum og ekki settar reglur á þá um hvernig ætti að hirða sorp þeirra. Sumarhúsafélögum og eigendum sumarhúsa var kynnt að þau gætu samið beint við þjónustuaðilann, Gámaþjónustuna. Þannig gat hvert sumarhúsasvæði (og getur enn) ákveðið hvernig það vill láta sinna hirðingu sorpsins. Sum félög hafa fengið gáma til sín, önnur hafa ákveðið að hver og einn komi sínu sorpi á gámastöðvarnar. Í sumum hverfum er fólk mikið í húsum sínum en í öðrum er minni viðvera. Þannig henta mismunandi lausnir í sumarhúsahverfunum. Langflestir eru afar ánægðir með núverandi fyrirkomulag, sorp hefur minnkað mikið og vitund fólks er að verða mjög mikil fyrir mikilvægi flokkunar sorps. Einhverjir eru þó enn óhressir. Þeir vilja ekki flokka sorpið og vilja bara halda öllu óbreyttu, henda í gáma sem næst sér og sleppa flokkuninni. Formaður Landssambands sumarhúsaeigenda, Sveinn Guðmundsson, er einn þeirra. Hann hefur staðið vörð um að engar breytingar megi eiga sér stað í sorpmálum Bláskógabyggðar og er einarður í að berjast gegn breytingunum. Hann hefur kært og fengið úrskurð en slær höfðinu við steininn og virðist ekki skilja úrskurðinn. Bláskógabyggð lagfærði það sem aflaga fór í breytingarferlinu og opnaði gámasvæðin fyrir heimilissorpi allan sólarhringinn. Fór þannig eftir úrskurðarnefndinni um „að sorpílát skuli vera þannig að hentugt sé að losa í þau á leið frá hverfinu.“ Sveinn ræðir daun og ólykt og þá velti ég því fyrir mér hvort hann þekki ekki til staðhátta. Á Þingvöllum er sól og sæla, gleði og góð lykt, líka í Laugardalnum og í Biskupstungum og einnig á hálendinu á Kili. Bláskógabyggð öll ilmar af yndislegum gróðri og góðu veðri. Sorpflokkunin hefur orðið til þess að margir sumarhúsaeigendur og íbúar setja lífræna sorpið í moltukassa sem nýtist þeim seinna t.d. í matjurtagarða. Það er mjög jákvætt og lyktin góð. Ef lífrænt sorp er ekki í öðru sorpi þá er engin lykt. Þetta vita þeir sem eru umhverfissinnar og flokka sitt sorp. Ég er oft mjög hissa á málflutningi Sveins formanns. Hann er oftar en ekki neikvæður og gegn sveitarfélögunum. Ég bendi honum á að vera frekar í samstarfi við sveitarfélögin og horfa á allar hliðar mála. Eigendur sumarhúsa eru oftast ánægðir með sína sumarhúsabyggð og vilja tengjast menningu og lífi samfélagsins. Það er erfitt ef fólk er neikvætt og sér bara neikvæðu hliðarnar á öllum málum. Látum jákvæðni verða leiðarljósið, ekki úrtölur og neikvæðni.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun