Innlent

Snæfellsnesið skartaði sínu fegursta

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jökullinn og himininn er fagur á að líta.
Jökullinn og himininn er fagur á að líta. mynd/ ingvar baldursson
Þessi fallega mynd af skýi var tekin frá norðanverðum Snæfellsjökli rétt eftir klukkan sex á sunnudagsmorgni. Ingvar Baldursson var að koma niður af jöklinum.

„Ég var uppi á toppnum. Það var mjög falleg birta og þetta ský birtist bara allt í einu," segir Ingvar í samtali við Vísi um þetta fallega ský, sem líkist einna helst geimskipi.

Ljóst er að fjölmargir hafa notið fegurðarinnar á Snæfellsnesi því að Vísir birti í byrjun vikunnar aðra mynd þar sem himininn skartaði sínu fegursta.


Tengdar fréttir

Ský á Snæfellsnesi eins og fljúgandi furðuhlutur

"Þetta eru vindskafin netjuský sem myndast oft yfir fjallgörðum og lýsast upp í kvöldsólinni,“ segir Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Skýin sem sjást á myndinni hér til hliðar blöstu við ferðalöngum á Snæfellsnesi um helgina en þau sáust á lofti rétt fyrir miðnætti á laugardag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×