Svali skilur ekki fólk sem pirrar sig á snjónum 27. janúar 2012 13:00 Sigvaldi Kaldalóns, eða Svali, fagnar versnandi færð og mikilli snjókomu síðustu daga enda brunar hvert sem hann vill á jeppanum. Fréttablaðið/Pjetur Landsmenn keppast nú við að blóta færðinni á vegum úti enda hefur óvenju mikil snjókoma síðustu daga sett strik í reikninginn hjá mörgum. Sigvaldi Kaldalóns, eða Svali, er hins vegar í þeim minnihlutahóp sem fagnar versnandi færð enda vel búinn til að takast á við skaflana. „Ég frelsaðist þegar ég skipti yfir í jeppa árið 2001,“ segir Sigvaldi Kaldalóns, útvarpsmaður en hann keyrir óhræddur um götur bæjarins á breyttum Nissan Patrol jeppa, óhræddur við snjóskafla og vonda færð sem einkenna vegina þessa dagana. „Ég skil ekki þá sem eru að pirra sig á færðinni og snjónum. Það er svo skemmtilegt og það birtir yfir öllu,“ segir Sigvaldi, betur þekktur sem Svali, og bætir við að hann hlakki til á hverjum vetri að fá snjóinn til að geta spreytt sig á jeppanum. „Þegar óveðrið var sem mest fyrr í vikunni, græjaði ég mig upp í kuldagalla og fór út að keyra með spotta. Bæði til að hjálpa bílum sem eru fastir og svo keyra aðeins í sköflunum og komast í smá fjör. Ekki skemmdi fyrir að festa sig og þurfa að moka smá. Það er bara gaman.“ Svali fullyrðir að mikill munur sé á jeppaeiganda og jeppakarli en að hann sjálfur sé í síðarnefnda flokknum. „Fyrir mér er þetta fjölskylduvænt áhugamál sem við félagarnir deilum saman. Jeppinn er ferðatæki sem gerir mér kleift að komast hvert á land sem er, hvernig sem viðrar.“ Svali viðurkennir að dýrt sé að eiga jeppa en hann á sem betur fer góða að sem aðstoða hann í viðhaldi bílsins en samhliða jeppanum á fjölskyldan lítinn Póló sem er notaður í innanbæjarakstur. „Ég fer helst ekki á jeppanum í Kringluna en ég var á litla bílnum um daginn í snjónum og þurfti að moka og moka og mér fannst það alveg jafnt mikið sport.“ Aðspurður hvort hann verði var við öfund frá öðrum bílstjórum í snjónum svarar Svali. „Já, maður hefur alveg heyrt fólk sem tuðar „Þið þarna jeppakarlar“ en þetta er lífstíll og ég er duglegur að koma öðrum til hjálpar í þessu veðri. Stundum fer ég gagngert út til að hjálpa bílstjórum í neyð.“ alfrun@frettabladid.is Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Fleiri fréttir Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Sjá meira
Landsmenn keppast nú við að blóta færðinni á vegum úti enda hefur óvenju mikil snjókoma síðustu daga sett strik í reikninginn hjá mörgum. Sigvaldi Kaldalóns, eða Svali, er hins vegar í þeim minnihlutahóp sem fagnar versnandi færð enda vel búinn til að takast á við skaflana. „Ég frelsaðist þegar ég skipti yfir í jeppa árið 2001,“ segir Sigvaldi Kaldalóns, útvarpsmaður en hann keyrir óhræddur um götur bæjarins á breyttum Nissan Patrol jeppa, óhræddur við snjóskafla og vonda færð sem einkenna vegina þessa dagana. „Ég skil ekki þá sem eru að pirra sig á færðinni og snjónum. Það er svo skemmtilegt og það birtir yfir öllu,“ segir Sigvaldi, betur þekktur sem Svali, og bætir við að hann hlakki til á hverjum vetri að fá snjóinn til að geta spreytt sig á jeppanum. „Þegar óveðrið var sem mest fyrr í vikunni, græjaði ég mig upp í kuldagalla og fór út að keyra með spotta. Bæði til að hjálpa bílum sem eru fastir og svo keyra aðeins í sköflunum og komast í smá fjör. Ekki skemmdi fyrir að festa sig og þurfa að moka smá. Það er bara gaman.“ Svali fullyrðir að mikill munur sé á jeppaeiganda og jeppakarli en að hann sjálfur sé í síðarnefnda flokknum. „Fyrir mér er þetta fjölskylduvænt áhugamál sem við félagarnir deilum saman. Jeppinn er ferðatæki sem gerir mér kleift að komast hvert á land sem er, hvernig sem viðrar.“ Svali viðurkennir að dýrt sé að eiga jeppa en hann á sem betur fer góða að sem aðstoða hann í viðhaldi bílsins en samhliða jeppanum á fjölskyldan lítinn Póló sem er notaður í innanbæjarakstur. „Ég fer helst ekki á jeppanum í Kringluna en ég var á litla bílnum um daginn í snjónum og þurfti að moka og moka og mér fannst það alveg jafnt mikið sport.“ Aðspurður hvort hann verði var við öfund frá öðrum bílstjórum í snjónum svarar Svali. „Já, maður hefur alveg heyrt fólk sem tuðar „Þið þarna jeppakarlar“ en þetta er lífstíll og ég er duglegur að koma öðrum til hjálpar í þessu veðri. Stundum fer ég gagngert út til að hjálpa bílstjórum í neyð.“ alfrun@frettabladid.is
Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Fleiri fréttir Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Sjá meira