Hrafnhildur Hafsteinsdóttir og eiginmaður hennar Bubbi Morthens eiga von á barni í byrjun sumars. Þetta staðfesti Hrafnhildur við Lífið. Fyrir eiga þau dótturina Dögun París sem er að verða þriggja ára á árinu. Fjölskyldan sem býr við Meðalfellsvatn á miklu barnaláni að fagna því fyrir á Hrafnhildur eina dóttur, og Bubbi tvo syni og eina dóttur.
Hjónin sem hafa verið gift frá 2008 hafa í nógu að snúast fram að fæðingunni en Hrafnhildur starfar sem Verkefnastjóri MBA námsins í Háskólanum í Reykjavík á meðan Bubbi semur, syngur og skemmtir hlustendum Bylgjunnar á mánudagskvöldum í nýjum útvarpsþætti, Stál og hnífur.
Lífið óskar Hrafnhildi og Bubba til hamingju!
Hér má sjá Lífið.
