H&M draumur Íslendinga rætist ekki í bráð Jón Hákon Halldórsson skrifar 27. janúar 2012 10:15 Eins og sést voru menn farnir að boða opnun verslunarinnar á Íslandi. Merkingin er ákaflega smekkleg en hún var farin þegar fréttastofa kannaði málið í morgun. Svo virðist sem H&M draumur Íslendinga rætist ekki í bráð. Eins og Vísir greindi frá í nótt var búið að birta auglýsingaskilti á glugga á Laugavegi, þar sem verslunin Sautján stóð áður, en á rúðunni stóð að til stæði að opna H&M verslun á Íslandi. „Þetta eru gjörningamenn sem eru búnir að festa McDonalds merki á einum stað og H&M á öðrum," segir Jakob Frímann Magnússon miðborgarstjóri. Upplýsingadeild H&M í Svíþjóð staðfestir líka í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis að engar fyrirætlanir séu um að opna verslun á Íslandi. Búið var að fjarlægja merkið úr glugganum þegar fréttastofu bar þar að garði í morgun. Jakob Frímann Magnússon segist ekki vita hverjir hafi fest miðann á verslunina á Laugavegi. „Þetta eru listamenn með stóru L-i. En nákvæmlega hverjir vitum við ekki. Þetta er nú bara til að framkalla lítið bros í snjósköflunum. Við erum hér nokkrir stjórnarmenn í miðborginni að hlæja að þessu," segir Jakob Frímann og bætir því við að þetta sé eflaust einungis gert til að koma fólki á óvart og gleðja. „Þetta er gamansemi og gjörningur en ekki raunveruleikinn," segir Jakob Frímann. Það er þó morgunljóst að áhugi Íslendinga á að fá H&M verslun er fyrir hendi. Fyrir ári síðan var greint frá því í Fréttablaðinu að viðræður stæðu yfir um opnun verslunar á Íslandi. Slík opnun yrði með því skilyrði að verslanir yrðu á tveimur stöðum og yrðu þær þá sennilegast í umræddu húsi á Laugavegi og í Smáralind. Þá er skemmst frá því að segja að fréttin sem birtist á Vísi í nótt um að verið væri að boða opnun verslunarinnar vakti gríðarlega athygli hjá lesendum. Tengdar fréttir Boða opnun H&M á Íslandi Svo virðist vera sem búið sé að ákveða að opna H&M verslanir á Íslandi. Í það minnsta hafði sjónarvottur samband við fréttamann á fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis þegar að hann sá nú í kvöld að á Laugavegi, þar sem verslunin 17 var áður, er búið að hengja upp skilti þar sem opnun verslunarinnar er boðuð. 27. janúar 2012 01:31 Hagnaður H&M 123 milljarðar á síðasta ársfjórðungi Hagnaður sænsku verslunarkeðjunnar Hennes & Mauritz á fjórða ársfjórðungi í fyrra nam 6,8 milljörðum sænskra króna eða sem svarar til 123 milljarða króna. 27. janúar 2012 09:36 Mest lesið „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Fleiri fréttir Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Sjá meira
Svo virðist sem H&M draumur Íslendinga rætist ekki í bráð. Eins og Vísir greindi frá í nótt var búið að birta auglýsingaskilti á glugga á Laugavegi, þar sem verslunin Sautján stóð áður, en á rúðunni stóð að til stæði að opna H&M verslun á Íslandi. „Þetta eru gjörningamenn sem eru búnir að festa McDonalds merki á einum stað og H&M á öðrum," segir Jakob Frímann Magnússon miðborgarstjóri. Upplýsingadeild H&M í Svíþjóð staðfestir líka í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis að engar fyrirætlanir séu um að opna verslun á Íslandi. Búið var að fjarlægja merkið úr glugganum þegar fréttastofu bar þar að garði í morgun. Jakob Frímann Magnússon segist ekki vita hverjir hafi fest miðann á verslunina á Laugavegi. „Þetta eru listamenn með stóru L-i. En nákvæmlega hverjir vitum við ekki. Þetta er nú bara til að framkalla lítið bros í snjósköflunum. Við erum hér nokkrir stjórnarmenn í miðborginni að hlæja að þessu," segir Jakob Frímann og bætir því við að þetta sé eflaust einungis gert til að koma fólki á óvart og gleðja. „Þetta er gamansemi og gjörningur en ekki raunveruleikinn," segir Jakob Frímann. Það er þó morgunljóst að áhugi Íslendinga á að fá H&M verslun er fyrir hendi. Fyrir ári síðan var greint frá því í Fréttablaðinu að viðræður stæðu yfir um opnun verslunar á Íslandi. Slík opnun yrði með því skilyrði að verslanir yrðu á tveimur stöðum og yrðu þær þá sennilegast í umræddu húsi á Laugavegi og í Smáralind. Þá er skemmst frá því að segja að fréttin sem birtist á Vísi í nótt um að verið væri að boða opnun verslunarinnar vakti gríðarlega athygli hjá lesendum.
Tengdar fréttir Boða opnun H&M á Íslandi Svo virðist vera sem búið sé að ákveða að opna H&M verslanir á Íslandi. Í það minnsta hafði sjónarvottur samband við fréttamann á fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis þegar að hann sá nú í kvöld að á Laugavegi, þar sem verslunin 17 var áður, er búið að hengja upp skilti þar sem opnun verslunarinnar er boðuð. 27. janúar 2012 01:31 Hagnaður H&M 123 milljarðar á síðasta ársfjórðungi Hagnaður sænsku verslunarkeðjunnar Hennes & Mauritz á fjórða ársfjórðungi í fyrra nam 6,8 milljörðum sænskra króna eða sem svarar til 123 milljarða króna. 27. janúar 2012 09:36 Mest lesið „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Fleiri fréttir Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Sjá meira
Boða opnun H&M á Íslandi Svo virðist vera sem búið sé að ákveða að opna H&M verslanir á Íslandi. Í það minnsta hafði sjónarvottur samband við fréttamann á fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis þegar að hann sá nú í kvöld að á Laugavegi, þar sem verslunin 17 var áður, er búið að hengja upp skilti þar sem opnun verslunarinnar er boðuð. 27. janúar 2012 01:31
Hagnaður H&M 123 milljarðar á síðasta ársfjórðungi Hagnaður sænsku verslunarkeðjunnar Hennes & Mauritz á fjórða ársfjórðungi í fyrra nam 6,8 milljörðum sænskra króna eða sem svarar til 123 milljarða króna. 27. janúar 2012 09:36