Lífið

Fer ferilskráin þín í ruslið?

Gréta Matthíasdóttir.
Gréta Matthíasdóttir.
Gréta Matthíasdóttir, náms- og starfsráðgjafi, er ein þeirra sem fluttu fyrirlestur á framadögum í Háskólanum í Reykjavík á dögunum. Framadagarnir eru árlegur viðburður þar sem háskólanemar og aðrir geta kynnt sér fyrirtæki og aukið þar með líkur sínar á framtíðarvinnu. Gréta fór með LÍFINU yfir mikilvægi góðrar ferilskrár.





Vertu með markmið þín á hreinu



Því betur sem einstaklingur skilgreinir sjálfan sig og því betur sem hann setur upplýsingarnar fram í ferilskrá, kynningarbréfi og í viðtali, þeim mun meiri verða líkurnar á því að hann fái starf sem hentar eiginleikum hans og framtíðarsýn. Góður undirbúningur er lykillinn að velgengni, bæði við gerð ferilskráar og í atvinnuviðtali.

Þú hefur örfáar sekúndur til að ná í gegn!

LEGGÐU VINNU Í ÚTLIT OG UPPSETNINGU

-Það eykur líkurnar á að ferils­kráin þín verði skoðuð nánar

-Þú getur fundið mörg ferilskrár­form í Word

-Gott er að hafa sinn stíl

-Myndin af þér verður að vera GÓÐ

-Það sést hverjir hafa lagt vinnu í ferilskrána sína

-Berðu hugmyndir þínar undir aðra



Sjálfsþekking

Leitið svara við spurningunum:

-Hver er ég? – STYRKLEIKAR

-Hvaða eiginleikum og hæfileikum bý ég yfir?

-Þekking og hæfni úr námi og fyrri störfum eða verkefnum

-Hverju hef ég áhuga á?

-Hvert stefni ég eftir nám?

-Framtíðarsýn – markmið?

-Hvað hef ég fram að færa?

-Ferilskráin á að vera áhugaverð og sönn lýsing á þér!



Gerðu þér grein fyrir væntingum fyrirtækja

Draumastarfsmaðurinn er…

-jákvæður

-sveigjanlegur

-með samskiptahæfni

-vinnur vel í hópi

-fróðleiksfús

-orkumikill – kraftur – snerpa

-snyrtilegur

-samviskusamur

-hefur starfsreynslu

-býr yfir þeirri menntun og þekkingu sem leitað er eftir

Þú þarft að hitta strax í upphafi og inngangstexti skiptir mjög miklu máli. NÝTTU TÆKIFÆRIÐ VEL!

Staðreyndirnar tala sínu máli – en það er gott að rökstyðja með dæmum, Það er því þitt að koma með eitthvað meira.

-Hvað hefur þú fram að færa og hvernig getur þú rökstutt það?

-Hvað hefur þú fram yfir einhvern annan með sömu menntun?

-Hver er þinn „X-FACTOR"?

-HVERT ER ÞITT ROTHÖGG?



Markaðssettu þig og ferilskráin er markaðstækið

Ferilskrá er ætlað að:

-vera handhægt yfirlit yfir umsækjandann og þá þekkingu, færni og reynslu sem hann býr yfir og

leiða í ljós hvað umsækjandi getur og hvað hann hefur gert, koma umsækjandanum í viðtal

-Segðu alltaf satt og rétt frá!

-Ferilskráin er alltaf útgangspunktur í viðtali – þess vegna þarft þú að geta rökstutt og tekið dæmi.



Þú þarft að vita hvert þú ert að stefna!

-Hvað skiptir máli og hvað ekki?

-Lagaðu ferilskrána þína að hverju fyrirtæki

FERILSKRÁIN ER LIFANDI PLAGG!

-fer eftir starfi

-fer eftir einstaklingnum

-er í stöðugri vinnslu

Ef ferilskráin skilar þér ekki viðtölum, þá þarftu að bregðast við.

HÁMARKAÐU UPPLÝSINGAR OG LÁGMARKAÐU TEXTA

-Nafn og upplýsingar

-Inngangur

-Menntun

-Starfsreynsla

-Tölvu- og tungumálakunnátta

-Hæfni og önnur kunnáttan



Annað

-Umsagnaraðilar

-FERILSKRÁIN MÁ EKKI VERA LENGRI EN TVÆR BLAÐSÍÐUR

-Vandaðu málfar og allan frágang

-Vel upp sett

-Kjörnuð

-Villulaus

-Gott málfar

-Persónuleg

-ALLS EKKI OF LÖNG

-Láttu lesa yfir!

-Ein villa er einni villu of mikið

-Þú þarft að geta staðið við allt sem sett er fram!

-Ferilskráin þarf að vekja eftirtekt!

-Fer ferilskráin þín í ruslið eða færðu viðtal?

-Ferilskráin á að vekja viðbrögð og kalla á framkvæmd

-Oft fyrstu og einu upplýsingarnar sem atvinnurekandi hefur um þig



Notaðu tækifærið vel - Láttu ljós þitt skína - Leggðu vinnu í ferilskrána þína.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.