Ein nakin og annarri nauðgað Björg Magnúsdóttir skrifar 28. febrúar 2012 06:00 Ég gekk fram á kviknakinn kvenmann við Hegningarhúsið á Skólavörðustíg aðfaranótt síðasta sunnudags. Hún var ekki í neinu og pissaði standandi við þá hlið hússins sem stendur við Vegamótastíg. Tveir menn fylgdust grannt með henni þangað til mig og samferðafólk bar að. Við hvöttum hana til þess að klæða sig í föt sem lágu í kringum hana og höfðum annað augað á henni þangað til hún byrjaði að klæða sig. Ég mætti þessum kvenmanni nokkrum mínútum síðar – þá í fötum – í röð á skemmtistað. Hún var reykjandi, einsömul og í stuttbuxum og hlýrabol. Það var rigning. Á sunnudagsmorgun heyrði ég í fréttum að stúlku hefði verið nauðgað af nokkrum mönnum í húsasundi í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt sunnudags. Ég tengdi þessar tvær konur ósjálfrátt saman, algjörlega ómeðvitað. Mér fannst sem þetta hlyti að vera sama konan – það að fórnarlambið hafi sprangað um nakið á Skólavörðustíg gerði glæpinn ögn skiljanlegri, ekki alveg eins viðbjóðslegan, ómennskan, ófyrirgefanlegan. En þetta var ekki sama konan. Tímasetningarnar passa ekki né heldur ástand konunnar sem kastaði af sér vatni eða það litla af frásögn fórnarlambsins sem komið hefur fram í fjölmiðlum. Auðvitað var þetta ekki sama konan. Okkur er eðlislægt að leita skýringa, hversu fáránlegar sem þær eru, til þess að reyna að skilja, útskýra og varpa ljósi á ótal þætti lífsins. Ég gerðist sek um það, eins og margir aðrir, að reyna að útskýra ófyrirgefanlegan glæp með því að skella að einhverju leyti skuldinni á fórnarlambið. Hún var of full, of dópuð, of klikkuð, of kynþokkafull, of lítið klædd, of mikið klædd, of einsömul. Hún bauð hættunni heim á einhvern hátt. Sem konan á Skólavörðustíg vissulega gerði með því að vera ótengd við þennan heim, allsber og úti á lífinu. En það að hún hafi staðið þarna nakin og pissað getur samt ekki útskýrt hvernig nokkrir karlar ákváðu að taka sig saman og troða sér leið inn í líkama kornungrar stúlku á almannafæri, í húsasundi í miðbænum. Ég skil ekki hvernig sú ákvörðun var tekin, eða kannski einmitt ekki tekin. Kannski einmitt framkvæmd í hugsunarleysi, ölæði, virðingarleysi, skilningsleysi, af illsku, ómennsku, fáfræði? Af því að þeir gátu það? Hvernig það er hægt að bera svona litla virðingu fyrir lífinu finnst mér óskiljanlegt. Og einmitt þess vegna reyndi ég samstundis og ómeðvitað að afla skýringa í hegðun fórnarlambsins - sem stenst auðvitað ekki skoðun. Mér finnst ömurlegt að vakna við þær fréttir á sunnudagsmorgni að fyrir fáeinum klukkutímum hafi nokkrir karlar nauðgað 16 ára stúlku, manni hafi verið komið fyrir í skotti á bíl og keyrður upp í Skeifu þar sem hann var laminn eða manneskja verið borin út af heimili sínu fyrir að misþyrma fjölskyldumeðlimum. Sama hversu óþolandi, klikkað eða allsbert fólk er, réttlætir það aldrei árás, misþyrmingu eða hópnauðgun. Ég lærði lexíu um helgina þó ég standi enn skilningslaus gagnvart þeirri árás sem átti sér stað í húsasundi í höfuðborginni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björg Magnúsdóttir Mest lesið Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ég gekk fram á kviknakinn kvenmann við Hegningarhúsið á Skólavörðustíg aðfaranótt síðasta sunnudags. Hún var ekki í neinu og pissaði standandi við þá hlið hússins sem stendur við Vegamótastíg. Tveir menn fylgdust grannt með henni þangað til mig og samferðafólk bar að. Við hvöttum hana til þess að klæða sig í föt sem lágu í kringum hana og höfðum annað augað á henni þangað til hún byrjaði að klæða sig. Ég mætti þessum kvenmanni nokkrum mínútum síðar – þá í fötum – í röð á skemmtistað. Hún var reykjandi, einsömul og í stuttbuxum og hlýrabol. Það var rigning. Á sunnudagsmorgun heyrði ég í fréttum að stúlku hefði verið nauðgað af nokkrum mönnum í húsasundi í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt sunnudags. Ég tengdi þessar tvær konur ósjálfrátt saman, algjörlega ómeðvitað. Mér fannst sem þetta hlyti að vera sama konan – það að fórnarlambið hafi sprangað um nakið á Skólavörðustíg gerði glæpinn ögn skiljanlegri, ekki alveg eins viðbjóðslegan, ómennskan, ófyrirgefanlegan. En þetta var ekki sama konan. Tímasetningarnar passa ekki né heldur ástand konunnar sem kastaði af sér vatni eða það litla af frásögn fórnarlambsins sem komið hefur fram í fjölmiðlum. Auðvitað var þetta ekki sama konan. Okkur er eðlislægt að leita skýringa, hversu fáránlegar sem þær eru, til þess að reyna að skilja, útskýra og varpa ljósi á ótal þætti lífsins. Ég gerðist sek um það, eins og margir aðrir, að reyna að útskýra ófyrirgefanlegan glæp með því að skella að einhverju leyti skuldinni á fórnarlambið. Hún var of full, of dópuð, of klikkuð, of kynþokkafull, of lítið klædd, of mikið klædd, of einsömul. Hún bauð hættunni heim á einhvern hátt. Sem konan á Skólavörðustíg vissulega gerði með því að vera ótengd við þennan heim, allsber og úti á lífinu. En það að hún hafi staðið þarna nakin og pissað getur samt ekki útskýrt hvernig nokkrir karlar ákváðu að taka sig saman og troða sér leið inn í líkama kornungrar stúlku á almannafæri, í húsasundi í miðbænum. Ég skil ekki hvernig sú ákvörðun var tekin, eða kannski einmitt ekki tekin. Kannski einmitt framkvæmd í hugsunarleysi, ölæði, virðingarleysi, skilningsleysi, af illsku, ómennsku, fáfræði? Af því að þeir gátu það? Hvernig það er hægt að bera svona litla virðingu fyrir lífinu finnst mér óskiljanlegt. Og einmitt þess vegna reyndi ég samstundis og ómeðvitað að afla skýringa í hegðun fórnarlambsins - sem stenst auðvitað ekki skoðun. Mér finnst ömurlegt að vakna við þær fréttir á sunnudagsmorgni að fyrir fáeinum klukkutímum hafi nokkrir karlar nauðgað 16 ára stúlku, manni hafi verið komið fyrir í skotti á bíl og keyrður upp í Skeifu þar sem hann var laminn eða manneskja verið borin út af heimili sínu fyrir að misþyrma fjölskyldumeðlimum. Sama hversu óþolandi, klikkað eða allsbert fólk er, réttlætir það aldrei árás, misþyrmingu eða hópnauðgun. Ég lærði lexíu um helgina þó ég standi enn skilningslaus gagnvart þeirri árás sem átti sér stað í húsasundi í höfuðborginni.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun