Raikkönen þarf frelsi til að blómstra Birgir Þór Harðarson skrifar 5. nóvember 2012 20:00 Kimi veit nákvæmlega hvað hann er að gera um borð í Formúlu 1-bíl. nordicphotos/afp Kimi Raikkönen þarf að hafa svigrúm til að einbeita sér að akstrinum, segir Eric Boullier, liðstjóri Lotus-liðsins í Formúlu1. Með því að skapa það umhverfi umhverfis Finnan fljúgandi vann Lotus-Renault sinn fyrsta sigur í Formúlu 1. Sigur Kimi um helgina í Abu Dhabi var hans fyrsti síðan í belgíska kappakstrinum árið 2009. Þá ók hann fyrir Ferrari en tók sér frí frá Formúlu 1 árin 2010 og 2011 til þess að keppa í rallý. Hann varð leiður á því og snéri aftur til að upplifa alvöru kappakstur. "Þegar ég hitti hann fyrst spjallaði ég við hann í tvo tíma á skrifstofunni minn. Það var bersýnilegt að gaurinn var ekki ánægður með lífið," sagði Boullier við Autosport. "Kimi elskar að keppa og vinna mót." Umræðan um hvernig Lotus-liðið hefur höndlað Raikkönen í ár fór af stað eftir kappaksturinn í Abu Dhabi um helgina. Opnað var fyrir talstöðvarrás Kimi og liðsins nokkrum sinnum í beinni útsendingu frá kappakstrinum þegar liðið minnti hann á einfalda hluti eins og að "muna að halda hita í dekkjunum" og að Alonso væri aðeins fimm sekúndum á eftir. "Látið mig í friði, ég veit hvað ég er að gera!," var svar Raikkönen. Hann sannaði svo í lokin að hann veit nákvæmlega hvað hann á að gera fremstur í kappakstri. Formúla Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Kimi Raikkönen þarf að hafa svigrúm til að einbeita sér að akstrinum, segir Eric Boullier, liðstjóri Lotus-liðsins í Formúlu1. Með því að skapa það umhverfi umhverfis Finnan fljúgandi vann Lotus-Renault sinn fyrsta sigur í Formúlu 1. Sigur Kimi um helgina í Abu Dhabi var hans fyrsti síðan í belgíska kappakstrinum árið 2009. Þá ók hann fyrir Ferrari en tók sér frí frá Formúlu 1 árin 2010 og 2011 til þess að keppa í rallý. Hann varð leiður á því og snéri aftur til að upplifa alvöru kappakstur. "Þegar ég hitti hann fyrst spjallaði ég við hann í tvo tíma á skrifstofunni minn. Það var bersýnilegt að gaurinn var ekki ánægður með lífið," sagði Boullier við Autosport. "Kimi elskar að keppa og vinna mót." Umræðan um hvernig Lotus-liðið hefur höndlað Raikkönen í ár fór af stað eftir kappaksturinn í Abu Dhabi um helgina. Opnað var fyrir talstöðvarrás Kimi og liðsins nokkrum sinnum í beinni útsendingu frá kappakstrinum þegar liðið minnti hann á einfalda hluti eins og að "muna að halda hita í dekkjunum" og að Alonso væri aðeins fimm sekúndum á eftir. "Látið mig í friði, ég veit hvað ég er að gera!," var svar Raikkönen. Hann sannaði svo í lokin að hann veit nákvæmlega hvað hann á að gera fremstur í kappakstri.
Formúla Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira