Um rangfærslur Inga Sigrún Atladóttir skrifar 29. september 2012 06:00 Í Fréttablaðinu 21. september sl. birtist grein eftir Einar Þ. Magnússon, formann atvinnu- og hafnarráðs Reykjanesbæjar. Þar telur Einar sig vera að hrekja það sem hann kallar rangfærslur af minni hálfu í grein sem birtist í Fréttablaðinu tveimur dögum fyrr. Inntak greinarinnar er spurningin um það hvort Reykjanesskaginn í núverandi mynd sé sjálfsagður og nauðsynlegur fórnarkostnaður fyrir álver í Helguvík. Einar segir það rangfærslur að tala um 8-16 jarðhitavirkjanir á Reykjanesskaga og að þeim fylgi brennisteinsmengun, borstæði, hitaveiturör, vegir, lón með affallsvatni og tvöföld röð af 30 metra háum stálmöstrum eftir endilöngum Reykjanesskaga ásamt tengivirkjum. Í grein sinni gerir Einar sæmilega grein fyrir háspennulínum milli Hamraness og Fitja en síðan taka við gífuryrði og þekkingarskortur af þeim toga sem einkennt hefur umræðuna um álver í Helguvík. Einar vill ekkert kannast við að það þurfi að reisa 8-16 virkjanir. Hann segist aðeins þekkja til stækkunar Reykjanesvirkjunar, Eldvarpa og Krýsuvíkur, en það er erfitt að trúa því að hann sé svona illa að sér. Í umhverfismatsskýrslu fyrir 250.000t álver í Helguvík eru nefndar til sögunnar Reykjanesvirkjun (stækkun), Eldvörp, Svartsengi (stækkun), Trölladyngja, Sandfell, Seltún, Austurengjar, Hellisheiði (stækkun), Bitra og Hverahlíð. Í þingsályktunartillögu um rammaáætlun bætast við Stóra-Sandvík, Meitill og Gráuhnúkar. Þetta getur ekki hafa farið fram hjá formanni atvinnu- og hafnarráðs Reykjanesbæjar. Formaðurinn reynir að gera lítið úr brennisteinsvandamálum og segir mengun frá Svartsengi aðeins 10% af því sem hún er á Hellisheiði. Kannski veit hann ekki að Svartsengisstöðin er margfalt minni en Hellisheiðarvirkjun og að álverið þarf töluvert meira rafafl en nemur framleiðslu Hellisheiðarvirkjunar. Afar ólíklegt er að unnt verði að tryggja að allar þessar virkjanir uppfylli reglur um mengun og á það einkum við um virkjanir á Hellisheiði. Einar segir fullyrðingar um aukna tíðni jarðskjálfta rangar og vitnar til reynslu frá Svartsengi. Um þetta getur hann að sjálfsögðu ekkert fullyrt. Ekki var gert ráð fyrir vanda vegna jarðskjálftavirkni við Hellisheiðarvirkjun en þeir komu samt. Þá telur Einar ekki sjálfgefið að lón skapist vegna virkjana og bendir á Hellisheiðarvirkjun. Þetta er rétt en það segir hreint ekki að engin lón muni myndast. Alvarlegasta raskið af raforkuverum á Reykjanesskaga tengist virkjununum sjálfum. Stöðvarhús, fjölmargar borholur tengdar með miklum pípulögnum og víðtæku vegakerfi, auk háspennulína og spennuvirkja. Kröfluvirkjun hefur um árabil framleitt 60 MW og umfang hennar þekkja flestir. Álver í Helguvík þarf 435 MW eða sem nemur framleiðslu liðlega sjö Kröfluvirkjana og það er viðbót við núverandi virkjanir á skaganum. Flutningskerfi raforku á Suðurnesjum hefur verið mér umhugsunarefni síðastliðin ár. Það er rétt hjá Einari að flutningskerfið þarf að styrkja en hugmyndir Landsnets eru ekki þær einu réttu. Flutningskerfið á Suðurnesjum er fyrst og fremst komið að þolmörkum vegna flutnings á 125 MW frá virkjunum HS Orku til álvers á Grundartanga. Hafa ber í huga að HS Orka hefur gert samning um sölu á raforku til álversins við Grundartanga og Orkuveita Reykjavíkur um sölu á raforku frá Hellisheiðarvirkjunum til álvers í Helguvík. Vegna þessara samninga orkufyrirtækjanna þarf að ráðast í mun umfangsmeiri framkvæmdir en nauðsyn krefur. Ef flutningsþörf fyrir raforku væri metin út frá þjóðhagslegri hagkvæmni eins og raforkulög gera ráð fyrir væri farsælla að auka framleiðslugetu Reykjanesvirkjunar úr 100 MW í 150 MW og í stað þess að flytja 125 MW frá Suðurnesjum yrði sú orka nýtt á svæðinu en 125 MW flutt frá Hellisheiði til álversins á Grundartanga. Við þetta fyrirkomulag mun Hitaveita Suðurnesja, með 30 MW aðstoð frá Orkuveitu Reykjavíkur, geta annað raforkuþörf á Suðurnesjum ásamt gagnaveri og fyrsta hluta álversins í Helguvík. Á árunum fyrir hrun var ekki talið rétt að gagnrýna viðskiptalífið og því var haldið fram að öll umræða sem ekki studdi stöðuga og óhefta uppbyggingu væri til þess fallin að tefja verkefni, tala niður góðar hugmyndir eða vinna gegn framförum. Nú virðist sem orkuiðnaðurinn búi við sama gagnrýnisleysið í skjóli óttans við aukið atvinnuleysi. Heiðarleg umræða er ekki til að hræða eða skemma heldur er hún lykilatriði til að hægt sé að ná sátt um mikilvæg verkefni. Sjónarmið almannahagsmuna og krafan um samfélagslega ábyrgð fá ekki það rými sem þeim ber í umræðu um atvinnuuppbyggingu, orkunýtingu og flutningskerfi raforku á Reykjanesi og því þarf að breyta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu 21. september sl. birtist grein eftir Einar Þ. Magnússon, formann atvinnu- og hafnarráðs Reykjanesbæjar. Þar telur Einar sig vera að hrekja það sem hann kallar rangfærslur af minni hálfu í grein sem birtist í Fréttablaðinu tveimur dögum fyrr. Inntak greinarinnar er spurningin um það hvort Reykjanesskaginn í núverandi mynd sé sjálfsagður og nauðsynlegur fórnarkostnaður fyrir álver í Helguvík. Einar segir það rangfærslur að tala um 8-16 jarðhitavirkjanir á Reykjanesskaga og að þeim fylgi brennisteinsmengun, borstæði, hitaveiturör, vegir, lón með affallsvatni og tvöföld röð af 30 metra háum stálmöstrum eftir endilöngum Reykjanesskaga ásamt tengivirkjum. Í grein sinni gerir Einar sæmilega grein fyrir háspennulínum milli Hamraness og Fitja en síðan taka við gífuryrði og þekkingarskortur af þeim toga sem einkennt hefur umræðuna um álver í Helguvík. Einar vill ekkert kannast við að það þurfi að reisa 8-16 virkjanir. Hann segist aðeins þekkja til stækkunar Reykjanesvirkjunar, Eldvarpa og Krýsuvíkur, en það er erfitt að trúa því að hann sé svona illa að sér. Í umhverfismatsskýrslu fyrir 250.000t álver í Helguvík eru nefndar til sögunnar Reykjanesvirkjun (stækkun), Eldvörp, Svartsengi (stækkun), Trölladyngja, Sandfell, Seltún, Austurengjar, Hellisheiði (stækkun), Bitra og Hverahlíð. Í þingsályktunartillögu um rammaáætlun bætast við Stóra-Sandvík, Meitill og Gráuhnúkar. Þetta getur ekki hafa farið fram hjá formanni atvinnu- og hafnarráðs Reykjanesbæjar. Formaðurinn reynir að gera lítið úr brennisteinsvandamálum og segir mengun frá Svartsengi aðeins 10% af því sem hún er á Hellisheiði. Kannski veit hann ekki að Svartsengisstöðin er margfalt minni en Hellisheiðarvirkjun og að álverið þarf töluvert meira rafafl en nemur framleiðslu Hellisheiðarvirkjunar. Afar ólíklegt er að unnt verði að tryggja að allar þessar virkjanir uppfylli reglur um mengun og á það einkum við um virkjanir á Hellisheiði. Einar segir fullyrðingar um aukna tíðni jarðskjálfta rangar og vitnar til reynslu frá Svartsengi. Um þetta getur hann að sjálfsögðu ekkert fullyrt. Ekki var gert ráð fyrir vanda vegna jarðskjálftavirkni við Hellisheiðarvirkjun en þeir komu samt. Þá telur Einar ekki sjálfgefið að lón skapist vegna virkjana og bendir á Hellisheiðarvirkjun. Þetta er rétt en það segir hreint ekki að engin lón muni myndast. Alvarlegasta raskið af raforkuverum á Reykjanesskaga tengist virkjununum sjálfum. Stöðvarhús, fjölmargar borholur tengdar með miklum pípulögnum og víðtæku vegakerfi, auk háspennulína og spennuvirkja. Kröfluvirkjun hefur um árabil framleitt 60 MW og umfang hennar þekkja flestir. Álver í Helguvík þarf 435 MW eða sem nemur framleiðslu liðlega sjö Kröfluvirkjana og það er viðbót við núverandi virkjanir á skaganum. Flutningskerfi raforku á Suðurnesjum hefur verið mér umhugsunarefni síðastliðin ár. Það er rétt hjá Einari að flutningskerfið þarf að styrkja en hugmyndir Landsnets eru ekki þær einu réttu. Flutningskerfið á Suðurnesjum er fyrst og fremst komið að þolmörkum vegna flutnings á 125 MW frá virkjunum HS Orku til álvers á Grundartanga. Hafa ber í huga að HS Orka hefur gert samning um sölu á raforku til álversins við Grundartanga og Orkuveita Reykjavíkur um sölu á raforku frá Hellisheiðarvirkjunum til álvers í Helguvík. Vegna þessara samninga orkufyrirtækjanna þarf að ráðast í mun umfangsmeiri framkvæmdir en nauðsyn krefur. Ef flutningsþörf fyrir raforku væri metin út frá þjóðhagslegri hagkvæmni eins og raforkulög gera ráð fyrir væri farsælla að auka framleiðslugetu Reykjanesvirkjunar úr 100 MW í 150 MW og í stað þess að flytja 125 MW frá Suðurnesjum yrði sú orka nýtt á svæðinu en 125 MW flutt frá Hellisheiði til álversins á Grundartanga. Við þetta fyrirkomulag mun Hitaveita Suðurnesja, með 30 MW aðstoð frá Orkuveitu Reykjavíkur, geta annað raforkuþörf á Suðurnesjum ásamt gagnaveri og fyrsta hluta álversins í Helguvík. Á árunum fyrir hrun var ekki talið rétt að gagnrýna viðskiptalífið og því var haldið fram að öll umræða sem ekki studdi stöðuga og óhefta uppbyggingu væri til þess fallin að tefja verkefni, tala niður góðar hugmyndir eða vinna gegn framförum. Nú virðist sem orkuiðnaðurinn búi við sama gagnrýnisleysið í skjóli óttans við aukið atvinnuleysi. Heiðarleg umræða er ekki til að hræða eða skemma heldur er hún lykilatriði til að hægt sé að ná sátt um mikilvæg verkefni. Sjónarmið almannahagsmuna og krafan um samfélagslega ábyrgð fá ekki það rými sem þeim ber í umræðu um atvinnuuppbyggingu, orkunýtingu og flutningskerfi raforku á Reykjanesi og því þarf að breyta.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar