Heilsugæsla í kreppu Oddur Steinarsson skrifar 19. september 2012 06:00 Heimilislækningar eru samkvæmt fjölmörgum erlendum rannsóknum sú læknisþjónusta sem hagkvæmast er að veita. Á sama tíma er framvörður heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi, heilsugæslan, á hraðri niðurleið. Aukinn skortur á sérfræðingum í faginu er staðreynd og margar heilsugæslustöðvar úti á landi hafa ekki lengur sérfræðinga í heimilislækningum í vinnu. Hér í Svíþjóð fengju heilsugæslurnar ekki að halda í starfsleyfi sitt af þessum sökum, þeim yrði lokað eða gert að kalla sig öðru nafni. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins auglýsti fyrir nokkru eftir sjö sérfræðingum í heimilislækningum og enginn sótti um. Á sama tíma njóta Íslendingar nú þess vafasama heiðurs að vera ein af feitustu þjóðum heims og halda áfram að fitna. Sykursýki eykst af þessum sökum og með sama áframhaldi mun kostnaðurinn af þessu, með aukinni þörf á sérhæfðri heilbrigðisþjónustu, verða þjóðinni gríðarlega kostnaðarsamur og óvíst að heilbrigðiskerfið muni standa undir þörfinni. Mestallt orsakað af röngu mataræði og hreyfingarleysi sem hægt er að fyrirbyggja. Síðustu árin hafa frændþjóðir okkar, Norðmenn og Svíar, lagt mikla vinnu í að snúa við þessari þróun og hafa lagt áherslu á að styrkja heilsugæsluna. Í þessum löndum hafa verið gerðar kerfisbreytingar þar sem vægi verktakarekstrar er aukinn. Hér í Svíþjóð var svokallað Vårdval innleitt á árunum 2007-2009 þar sem opnað var fyrir samkeppni og skjólstæðingarnir fá frjálst val hvert þeir sækja sína þjónustu. Þessi kerfisbreyting hefur orðið til þess að auka áhuga lækna fyrir heimilislækningum og hefur fjöldi námslækna hér í Gautaborg og nágrenni tvöfaldast á þeim þremur árum sem liðin eru frá því að breytingin komst á. Aðgengi hefur batnað að heilsugæslunni án þess að kostnaðurinn hafi aukist. Í stórum samanburðarkönnunum hér í Svíþjóð hefur verið lagt mat á hvernig skjólstæðingarnir upplifa þjónustuna og hafa niðurstöðurnar verið þær að gæði þjónustunnar séu mest á minni einkareknum stöðvum. Reynslan sýnir því að þessar kerfisbreytingar hafa styrkt mjög heilsugæsluna bæði í Noregi og hér í Svíþjóð. Nýverið komu fram hugmyndir á Alþingi Íslendinga um að banna einkarekstur innan heilbrigðiskerfisins. Hugmyndir þessar ganga þvert á jákvæða reynslu frændþjóða okkar af kerfisbreytingum í heilsugæslunni, meðan þörfin fyrir styrkingu heilsugæslunnar á Íslandi hefur aldrei verið meiri en nú. Ég hvet því ráðamenn til þess að kynna sér reynslu frændþjóða okkar og nýta þær aðferðir sem virka til uppbyggingar öflugrar heilsugæslu á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Heimilislækningar eru samkvæmt fjölmörgum erlendum rannsóknum sú læknisþjónusta sem hagkvæmast er að veita. Á sama tíma er framvörður heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi, heilsugæslan, á hraðri niðurleið. Aukinn skortur á sérfræðingum í faginu er staðreynd og margar heilsugæslustöðvar úti á landi hafa ekki lengur sérfræðinga í heimilislækningum í vinnu. Hér í Svíþjóð fengju heilsugæslurnar ekki að halda í starfsleyfi sitt af þessum sökum, þeim yrði lokað eða gert að kalla sig öðru nafni. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins auglýsti fyrir nokkru eftir sjö sérfræðingum í heimilislækningum og enginn sótti um. Á sama tíma njóta Íslendingar nú þess vafasama heiðurs að vera ein af feitustu þjóðum heims og halda áfram að fitna. Sykursýki eykst af þessum sökum og með sama áframhaldi mun kostnaðurinn af þessu, með aukinni þörf á sérhæfðri heilbrigðisþjónustu, verða þjóðinni gríðarlega kostnaðarsamur og óvíst að heilbrigðiskerfið muni standa undir þörfinni. Mestallt orsakað af röngu mataræði og hreyfingarleysi sem hægt er að fyrirbyggja. Síðustu árin hafa frændþjóðir okkar, Norðmenn og Svíar, lagt mikla vinnu í að snúa við þessari þróun og hafa lagt áherslu á að styrkja heilsugæsluna. Í þessum löndum hafa verið gerðar kerfisbreytingar þar sem vægi verktakarekstrar er aukinn. Hér í Svíþjóð var svokallað Vårdval innleitt á árunum 2007-2009 þar sem opnað var fyrir samkeppni og skjólstæðingarnir fá frjálst val hvert þeir sækja sína þjónustu. Þessi kerfisbreyting hefur orðið til þess að auka áhuga lækna fyrir heimilislækningum og hefur fjöldi námslækna hér í Gautaborg og nágrenni tvöfaldast á þeim þremur árum sem liðin eru frá því að breytingin komst á. Aðgengi hefur batnað að heilsugæslunni án þess að kostnaðurinn hafi aukist. Í stórum samanburðarkönnunum hér í Svíþjóð hefur verið lagt mat á hvernig skjólstæðingarnir upplifa þjónustuna og hafa niðurstöðurnar verið þær að gæði þjónustunnar séu mest á minni einkareknum stöðvum. Reynslan sýnir því að þessar kerfisbreytingar hafa styrkt mjög heilsugæsluna bæði í Noregi og hér í Svíþjóð. Nýverið komu fram hugmyndir á Alþingi Íslendinga um að banna einkarekstur innan heilbrigðiskerfisins. Hugmyndir þessar ganga þvert á jákvæða reynslu frændþjóða okkar af kerfisbreytingum í heilsugæslunni, meðan þörfin fyrir styrkingu heilsugæslunnar á Íslandi hefur aldrei verið meiri en nú. Ég hvet því ráðamenn til þess að kynna sér reynslu frændþjóða okkar og nýta þær aðferðir sem virka til uppbyggingar öflugrar heilsugæslu á Íslandi.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar