Byssa og stígvél Hildur Eir Bolladóttir skrifar 19. september 2012 06:00 Ég er bara 8 ára og stend í grænmetisdeildinni í Hagkaup með glænýja vatnsbyssu í hendinni þegar jafnaldra mín vindur sér að mér eins og sjálfskipaður friðargæsluliði og segir: „Átt þú þessa byssu?“ „Já,“ svara ég hróðug. „Asnaleg byssa.“ Að þeim orðum sögðum er hún horfin á braut. Ég er ósátt, geng hröðum skrefum gegnum búðina í leit að bráðinni, sé hvar hún stendur við hraðkassann ásamt móður sinni og meðan reiðin blæs í seglin, kem ég auga á höggstaðinn. „Átt þú þessi stígvél?“ spyr ég og bendi valdsmannslega með byssunni í átt að rósbleikum stígvélum stúlkunnar. „Já,“ svarar hún og röddin er lítil og skræk. „Asnaleg stígvél,“ svara ég, hringa byssuna niður í beltið og geng sigri hrósandi burt, í leit að mömmu. Manneskjan býr yfir vissum stríðsþorsta, við erum t.a.m. einu lífverur heimsins, sem geta mundað vopn, innra með okkur bærist þráin eftir því að hafa völd og eiga síðasta orðið en sú þrá tekst líka á við óskina um öryggi og frið. Þessi litla saga úr æsku minni er bara kómísk birtingarmynd miklu stærri og erfiðari veruleika. Hún opinberar kannski heimskuna eina og sér. Ísland býr yfir mestu og bestu auðlind heimsins sem er friður. Vissulega geisar víða stríð í persónulegu lífi fólks en sem samfélag njótum við friðar. Um leið og við tökum við upplýsingum og fréttamyndum af bræðrum okkar og systrum á Sýrlandi, og víðar sem lifa nú hreint helvíti, veltum við því fyrir okkur hvar heppilegast sé að virkja næst og byggja stóriðju. Samt er ekkert sem minnir okkur meira á þann frið sem allir þrá en náttúra þessa lands. Náttúra Íslands er opinberun þess sem verður þegar lífið fær að dafna í friði. Ábyrgð okkar sem samfélags er að standa vörð um stærstu auðlind okkar og leyfa henni að fóstra fjöregg lífsins. Verum friðarþjóð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Ég er bara 8 ára og stend í grænmetisdeildinni í Hagkaup með glænýja vatnsbyssu í hendinni þegar jafnaldra mín vindur sér að mér eins og sjálfskipaður friðargæsluliði og segir: „Átt þú þessa byssu?“ „Já,“ svara ég hróðug. „Asnaleg byssa.“ Að þeim orðum sögðum er hún horfin á braut. Ég er ósátt, geng hröðum skrefum gegnum búðina í leit að bráðinni, sé hvar hún stendur við hraðkassann ásamt móður sinni og meðan reiðin blæs í seglin, kem ég auga á höggstaðinn. „Átt þú þessi stígvél?“ spyr ég og bendi valdsmannslega með byssunni í átt að rósbleikum stígvélum stúlkunnar. „Já,“ svarar hún og röddin er lítil og skræk. „Asnaleg stígvél,“ svara ég, hringa byssuna niður í beltið og geng sigri hrósandi burt, í leit að mömmu. Manneskjan býr yfir vissum stríðsþorsta, við erum t.a.m. einu lífverur heimsins, sem geta mundað vopn, innra með okkur bærist þráin eftir því að hafa völd og eiga síðasta orðið en sú þrá tekst líka á við óskina um öryggi og frið. Þessi litla saga úr æsku minni er bara kómísk birtingarmynd miklu stærri og erfiðari veruleika. Hún opinberar kannski heimskuna eina og sér. Ísland býr yfir mestu og bestu auðlind heimsins sem er friður. Vissulega geisar víða stríð í persónulegu lífi fólks en sem samfélag njótum við friðar. Um leið og við tökum við upplýsingum og fréttamyndum af bræðrum okkar og systrum á Sýrlandi, og víðar sem lifa nú hreint helvíti, veltum við því fyrir okkur hvar heppilegast sé að virkja næst og byggja stóriðju. Samt er ekkert sem minnir okkur meira á þann frið sem allir þrá en náttúra þessa lands. Náttúra Íslands er opinberun þess sem verður þegar lífið fær að dafna í friði. Ábyrgð okkar sem samfélags er að standa vörð um stærstu auðlind okkar og leyfa henni að fóstra fjöregg lífsins. Verum friðarþjóð.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar