Byssa og stígvél Hildur Eir Bolladóttir skrifar 19. september 2012 06:00 Ég er bara 8 ára og stend í grænmetisdeildinni í Hagkaup með glænýja vatnsbyssu í hendinni þegar jafnaldra mín vindur sér að mér eins og sjálfskipaður friðargæsluliði og segir: „Átt þú þessa byssu?“ „Já,“ svara ég hróðug. „Asnaleg byssa.“ Að þeim orðum sögðum er hún horfin á braut. Ég er ósátt, geng hröðum skrefum gegnum búðina í leit að bráðinni, sé hvar hún stendur við hraðkassann ásamt móður sinni og meðan reiðin blæs í seglin, kem ég auga á höggstaðinn. „Átt þú þessi stígvél?“ spyr ég og bendi valdsmannslega með byssunni í átt að rósbleikum stígvélum stúlkunnar. „Já,“ svarar hún og röddin er lítil og skræk. „Asnaleg stígvél,“ svara ég, hringa byssuna niður í beltið og geng sigri hrósandi burt, í leit að mömmu. Manneskjan býr yfir vissum stríðsþorsta, við erum t.a.m. einu lífverur heimsins, sem geta mundað vopn, innra með okkur bærist þráin eftir því að hafa völd og eiga síðasta orðið en sú þrá tekst líka á við óskina um öryggi og frið. Þessi litla saga úr æsku minni er bara kómísk birtingarmynd miklu stærri og erfiðari veruleika. Hún opinberar kannski heimskuna eina og sér. Ísland býr yfir mestu og bestu auðlind heimsins sem er friður. Vissulega geisar víða stríð í persónulegu lífi fólks en sem samfélag njótum við friðar. Um leið og við tökum við upplýsingum og fréttamyndum af bræðrum okkar og systrum á Sýrlandi, og víðar sem lifa nú hreint helvíti, veltum við því fyrir okkur hvar heppilegast sé að virkja næst og byggja stóriðju. Samt er ekkert sem minnir okkur meira á þann frið sem allir þrá en náttúra þessa lands. Náttúra Íslands er opinberun þess sem verður þegar lífið fær að dafna í friði. Ábyrgð okkar sem samfélags er að standa vörð um stærstu auðlind okkar og leyfa henni að fóstra fjöregg lífsins. Verum friðarþjóð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Sjá meira
Ég er bara 8 ára og stend í grænmetisdeildinni í Hagkaup með glænýja vatnsbyssu í hendinni þegar jafnaldra mín vindur sér að mér eins og sjálfskipaður friðargæsluliði og segir: „Átt þú þessa byssu?“ „Já,“ svara ég hróðug. „Asnaleg byssa.“ Að þeim orðum sögðum er hún horfin á braut. Ég er ósátt, geng hröðum skrefum gegnum búðina í leit að bráðinni, sé hvar hún stendur við hraðkassann ásamt móður sinni og meðan reiðin blæs í seglin, kem ég auga á höggstaðinn. „Átt þú þessi stígvél?“ spyr ég og bendi valdsmannslega með byssunni í átt að rósbleikum stígvélum stúlkunnar. „Já,“ svarar hún og röddin er lítil og skræk. „Asnaleg stígvél,“ svara ég, hringa byssuna niður í beltið og geng sigri hrósandi burt, í leit að mömmu. Manneskjan býr yfir vissum stríðsþorsta, við erum t.a.m. einu lífverur heimsins, sem geta mundað vopn, innra með okkur bærist þráin eftir því að hafa völd og eiga síðasta orðið en sú þrá tekst líka á við óskina um öryggi og frið. Þessi litla saga úr æsku minni er bara kómísk birtingarmynd miklu stærri og erfiðari veruleika. Hún opinberar kannski heimskuna eina og sér. Ísland býr yfir mestu og bestu auðlind heimsins sem er friður. Vissulega geisar víða stríð í persónulegu lífi fólks en sem samfélag njótum við friðar. Um leið og við tökum við upplýsingum og fréttamyndum af bræðrum okkar og systrum á Sýrlandi, og víðar sem lifa nú hreint helvíti, veltum við því fyrir okkur hvar heppilegast sé að virkja næst og byggja stóriðju. Samt er ekkert sem minnir okkur meira á þann frið sem allir þrá en náttúra þessa lands. Náttúra Íslands er opinberun þess sem verður þegar lífið fær að dafna í friði. Ábyrgð okkar sem samfélags er að standa vörð um stærstu auðlind okkar og leyfa henni að fóstra fjöregg lífsins. Verum friðarþjóð.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun