Áskorun til borgarstjóra frá BIN hópnum BIN-hópurinn skrifar 10. nóvember 2012 06:00 Fyrir einhverja lukku og hendingu eiga Íslendingar ótrúlega gott og glæsilegt safn sögulegra húsa á þrjá vegu við Ingólfstorg í höfuðborg sinni, Reykjavík. Þau eru í fjölskyldu með öðrum húsum neðst við Vesturgötu og í sunnanverðu Aðalstræti en hefur ekki verið sýnd sams konar ræktarsemi og þeim og njóta sín því ekki. Loksins hyggjast þó borgaryfirvöld í Reykjavík kannast við tilverurétt hinna verðmætu og virðulegu húsa við Ingólfstorg en hafa tekið alranga stefnu. Innan um hin öldnu hús skulu reistar nýbyggingar, miklu hærri og efnislega gjörólíkar. Hér er valin sú ófæra leið málamiðlunar að láta gamalt standa en leyfa þó nýtt og framandi á sama stað, ofan í og upp að gömlu húsunum þannig að þau fá ekki notið sín. Við skorum á borgarstjóra að koma í veg fyrir þessar nýbyggingar og leyfa gömlu húsunum við Ingólfstorg að standa með reisn á sama hátt og gömlu húsin við Vesturgötu og Aðalstræti. Þá munu gestir og gangandi dásama húsin og borgin hljóta lof. Við minnum á nýleg sjónarmið spænskra arkitekta um að miðbær Reykjavíkur sé menningararfur á heimsvísu. En borgaryfirvöld eru líka á villigötum að því leyti að þau hafa í hyggju að skerða helsta torg borgarinnar, Ingólfstorg, að miklum mun. Á drjúgum hluta þess, hinum sólríkasta, skal reist nýtt hús, svonefnt Menningarhús, sem skyggir á þá sögulegu byggð sem fyrir er. Núverandi Ingólfstorg má auðveldlega lagfæra og gera vistlegt augnayndi, ekki síst með því að fá húsunum sem þar eru gamalt og glæsilegt horf. Þá vekur furðu hvernig borgaryfirvöld hyggjast fallast á að þrengt verði að Alþingi Íslendinga í Kirkjustræti. Þar skal verða aðalaðkoma að stóru og miklu hóteli sem hið viðkvæma svæði ber engan veginn. Alþingi er sett skör neðar en hótelið í virðingarstiga. Borgaryfirvöld munu líta svo á að þeim sé nauðugur einn kostur að þóknast eiganda húsa og lóða milli Ingólfstorgs og Kirkjustrætis, leyfa honum að gjörnýta rétt sem hann telur sig eiga samkvæmt deiliskipulagi. Við minnum á að það kveður ekki á um rétt til að sameina lóðir né að afhenda spildur sem borgin á þarna sjálf og fylla þær með byggingum. Deiliskipulagið er annars löngu úrelt og stríðir með öllu gegn almennum viðhorfum. Við það ber borgaryfirvöldum að miða og leita allra leiða til samninga til þess að koma í veg fyrir óhappaverk eða ella mæta lóðahafa fyrir dómstólum og láta reyna á rétt hans. Það stríðir gegn réttlætiskennd og siðferðisvitund að einstaklingur í gróðahuga skuli geta náð kverkataki á yfirvöldum vegna úrelts skipulags, leyfist þannig að reisa byggingar með auknu skuggavarpi í óþökk svo margra og komist jafnvel upp með að rífa hinn sögufræga Nasasal sem hefur reynst svo mikilvægur fyrir félags- og tónlistarlíf borgarbúa. Borgaryfirvöld mega ekki sætta sig við þetta og hljóta að losa sig undan slíku taki með tiltækum ráðum. Við skorum á borgarstjóra að leita samstarfs við Alþingi um að finna lausn á málinu með því m.a. að tryggja lóðahafa góða lóð undir hótel á öðrum stað og fá hann ofan af byggingaráformum sem mæta mikilli andúð og andstöðu. Björn B. Björnsson, Edda Jónasdóttir, Eiríkur G. Guðmundsson, Guðríður Adda Ragnarsdóttir, Halla Bogadóttir, Helgi Þorláksson, Páll Óskar Hjálmtýsson, Ragnheiður Þorláksdóttir, Rúnar Sigurðsson, Samúel Samúelsson, Sigrún Björnsdóttir og Þóra Andrésdóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn B. Björnsson Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Skoðun Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Fyrir einhverja lukku og hendingu eiga Íslendingar ótrúlega gott og glæsilegt safn sögulegra húsa á þrjá vegu við Ingólfstorg í höfuðborg sinni, Reykjavík. Þau eru í fjölskyldu með öðrum húsum neðst við Vesturgötu og í sunnanverðu Aðalstræti en hefur ekki verið sýnd sams konar ræktarsemi og þeim og njóta sín því ekki. Loksins hyggjast þó borgaryfirvöld í Reykjavík kannast við tilverurétt hinna verðmætu og virðulegu húsa við Ingólfstorg en hafa tekið alranga stefnu. Innan um hin öldnu hús skulu reistar nýbyggingar, miklu hærri og efnislega gjörólíkar. Hér er valin sú ófæra leið málamiðlunar að láta gamalt standa en leyfa þó nýtt og framandi á sama stað, ofan í og upp að gömlu húsunum þannig að þau fá ekki notið sín. Við skorum á borgarstjóra að koma í veg fyrir þessar nýbyggingar og leyfa gömlu húsunum við Ingólfstorg að standa með reisn á sama hátt og gömlu húsin við Vesturgötu og Aðalstræti. Þá munu gestir og gangandi dásama húsin og borgin hljóta lof. Við minnum á nýleg sjónarmið spænskra arkitekta um að miðbær Reykjavíkur sé menningararfur á heimsvísu. En borgaryfirvöld eru líka á villigötum að því leyti að þau hafa í hyggju að skerða helsta torg borgarinnar, Ingólfstorg, að miklum mun. Á drjúgum hluta þess, hinum sólríkasta, skal reist nýtt hús, svonefnt Menningarhús, sem skyggir á þá sögulegu byggð sem fyrir er. Núverandi Ingólfstorg má auðveldlega lagfæra og gera vistlegt augnayndi, ekki síst með því að fá húsunum sem þar eru gamalt og glæsilegt horf. Þá vekur furðu hvernig borgaryfirvöld hyggjast fallast á að þrengt verði að Alþingi Íslendinga í Kirkjustræti. Þar skal verða aðalaðkoma að stóru og miklu hóteli sem hið viðkvæma svæði ber engan veginn. Alþingi er sett skör neðar en hótelið í virðingarstiga. Borgaryfirvöld munu líta svo á að þeim sé nauðugur einn kostur að þóknast eiganda húsa og lóða milli Ingólfstorgs og Kirkjustrætis, leyfa honum að gjörnýta rétt sem hann telur sig eiga samkvæmt deiliskipulagi. Við minnum á að það kveður ekki á um rétt til að sameina lóðir né að afhenda spildur sem borgin á þarna sjálf og fylla þær með byggingum. Deiliskipulagið er annars löngu úrelt og stríðir með öllu gegn almennum viðhorfum. Við það ber borgaryfirvöldum að miða og leita allra leiða til samninga til þess að koma í veg fyrir óhappaverk eða ella mæta lóðahafa fyrir dómstólum og láta reyna á rétt hans. Það stríðir gegn réttlætiskennd og siðferðisvitund að einstaklingur í gróðahuga skuli geta náð kverkataki á yfirvöldum vegna úrelts skipulags, leyfist þannig að reisa byggingar með auknu skuggavarpi í óþökk svo margra og komist jafnvel upp með að rífa hinn sögufræga Nasasal sem hefur reynst svo mikilvægur fyrir félags- og tónlistarlíf borgarbúa. Borgaryfirvöld mega ekki sætta sig við þetta og hljóta að losa sig undan slíku taki með tiltækum ráðum. Við skorum á borgarstjóra að leita samstarfs við Alþingi um að finna lausn á málinu með því m.a. að tryggja lóðahafa góða lóð undir hótel á öðrum stað og fá hann ofan af byggingaráformum sem mæta mikilli andúð og andstöðu. Björn B. Björnsson, Edda Jónasdóttir, Eiríkur G. Guðmundsson, Guðríður Adda Ragnarsdóttir, Halla Bogadóttir, Helgi Þorláksson, Páll Óskar Hjálmtýsson, Ragnheiður Þorláksdóttir, Rúnar Sigurðsson, Samúel Samúelsson, Sigrún Björnsdóttir og Þóra Andrésdóttir
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun