Örbirgð umgengnisforeldra er pólitískur vandi Gunnar Kristinn Þórðarson skrifar 10. nóvember 2012 06:00 Helsta ástæða þess að félagsleg staða umgengnisforeldra hefur ekki verið gerð að kosningamáli hingað til er sú að umgengnisforeldrar hafa aldrei verið skráðir sem foreldrar í bókum hins opinbera. Ef tölfræðin væri til um þjóðfélagshópinn, líkt og um aðra þjóðfélagshópa, væri almennt álitið að réttindabarátta umgengnisforeldra væri ein mikilvægasta mannréttindabarátta á Íslandi í dag. Þótt Hagstofa Íslands telji það mikilvægt að telja sérhvert verpandi hænsni, svín og búgripi á ári hverju, telur stofnunin það sér ofviða að telja fjölda umgengnisforeldra og réttlætir hún vinnubrögðin með að benda á götótt regluverk Evrópusambandsins sem hún segist fara eftir í einu og öllu. Hef ég því sagt í kerskni og alvöru að umgengnisforeldrar séu þannig færðir skör neðar en búgripir í íslenskri hagskýrslugerð. Það er þó ekki fyllilega maklegt af hagstofunni að skýla sér á bak við vanhæfni evrópska skrifræðisins, því Svíar hafa um langt árabil haldið til haga nákvæmri tölfræði um þjóðfélagshóp umgengnisforeldra. Þetta gera þeir með því að færa öll fjölskylduvensl til bókar í þarlendri þjóðskrá, en hér á landi eru lögheimilisforeldrar einungis auðkenndir með svokölluðu fjölskyldunúmeri, með þeim afleiðingum að umgengnisforeldrar eru færðir til bókar sem barnlausir einstaklingar. Þannig hafa íslensk stjórnvöld og stofnanir undanskilið þjóðfélagshóp umgengnisforeldra frá öllum lífskjarakönnunum og rannsóknum frá upphafi vega, jafnvel þótt öllum megi vera ljóst að þeir búa við langlökustu lífskjörin í landinu. Í fræðiriti Háskóla Íslands frá árinu 2011, Fjölskyldugerðir á Íslandi, kemur fram að ríkið greiðir um 40.000-60.000 kr. til handa lögheimilisforeldrum með hverju skilnaðarbarni. Flestar þær greiðslur sem hér um ræðir eru undanþegnar frá skatti, en við bætist meðlag, sem getur orðið tvöfalt ef heildartekjur umgengnisforeldra fara yfir 525.000 kr. Upphæð meðlags er 24.230 kr. og eru skattarnir af því greiddir af umgengnisforeldrinu. Samantaldar greiðslur ríkisins og umgengnisforeldra til handa lögheimilisforeldrum geta því verið á bilinu 64.000-108.000 kr. á mánuði og fer breytileikinn eftir tekjum skilnaðarforeldra og búsetuformi lögheimilisforeldris. Umgengnisforeldrið missir hins vegar næstum allar bætur við skilnað, bæði barnabætur og húsaleigubætur, og skerðast vaxtabætur miðað við að umgengnisforeldrið sé barnslaus einstæðingur og að meðlagsgreiðslur til handa lögheimilisforeldrinu sé hluti af hans ráðstöfunartekjum. Við má bæta að Innheimtustofnun sveitarfélaga hefur nærri því ótakmarkaðar heimildir til að ganga að eigum og útborguðum tekjum meðlagsgreiðenda ef kemur til vanskila. Þrátt fyrir að heildarlaun endurspegli á engan hátt ráðstöfunartekjur umgengnisforeldra skerðast allar bætur í samræmi við heildarlaun og hækka t.a.m. afborganir Lánasjóðs íslenskra námsmanna í samræmi við þau. Auk þessa synjar félagsþjónusta sveitarfélaganna beiðni umgengnisforeldra um fjárhagsaðstoð, jafnvel þótt Innheimtustofnun sé búin að draga nær öll útborguð laun af meðlagsskuldaranum, og réttlætir hún framgöngu sína með að benda á heildarlaun meðlagsgreiðandans, jafnvel þótt útborguð laun séu nær engin. Stjórnvöld eru meðvituð um vandann en kusu hins vegar við upphaf kosningarvetrarins að bregðast við honum með því að hækka ríflega barnabætur til handa lögheimilisforeldrum á grundvelli þeirra röngu forsendna að þeir skapi þann þjóðfélagshóp sem sárast eigi um að binda. Til að bæta gráu ofan á svart er ástæða til að óttast að stjórnvöld ætli á kosningavetri að hlunnfara umgengnisforeldra enn og aftur í fyrirhuguðum breytingum á lögum er varða nýjar barnatryggingar og húsnæðisbætur. Þótt ástæða sé til að árétta mikilvægi þess að stjórnvöld styðji þétt við bakið á lögheimilisforeldrum, þá gefur það augaleið að framganga þeirra í garð umgengnisforeldra er svívirðileg og henni verður að linna. Stjórnvöld þurfa þegar í stað að beita sér fyrir nauðsynlegum lagabreytingum til að öll fjölskylduvensl verði skráð í Þjóðskrá, líkt og gert er í Svíþjóð. Með þeim hætti er hægt að halda tölfræðilegum upplýsingum til haga um þjóðfélagshópinn og leiðrétta aðkomu umgengnisforeldra að bótakerfinu. Leiðrétt aðkoma umgengnisforeldra að bótakerfinu ætti að vera brýnasta kosningamál vetrarins á sviði velferðar og mannréttinda, og ættu stjórnmálaöflin í landinu að gera sér grein fyrir því að umgengnisforeldrar telja um 14.000 fullgild atkvæði í alþingiskosningum. Höfundur er fyrrum ritari stjórnar hagsmunasamtaka heimilanna, stjórnarformaður Samtaka meðlagsgreiðenda, starfar sem stuðningsfulltrúi með B.A.-próf í guðfræði og gefur kost á sér í 3.-5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Sjá meira
Helsta ástæða þess að félagsleg staða umgengnisforeldra hefur ekki verið gerð að kosningamáli hingað til er sú að umgengnisforeldrar hafa aldrei verið skráðir sem foreldrar í bókum hins opinbera. Ef tölfræðin væri til um þjóðfélagshópinn, líkt og um aðra þjóðfélagshópa, væri almennt álitið að réttindabarátta umgengnisforeldra væri ein mikilvægasta mannréttindabarátta á Íslandi í dag. Þótt Hagstofa Íslands telji það mikilvægt að telja sérhvert verpandi hænsni, svín og búgripi á ári hverju, telur stofnunin það sér ofviða að telja fjölda umgengnisforeldra og réttlætir hún vinnubrögðin með að benda á götótt regluverk Evrópusambandsins sem hún segist fara eftir í einu og öllu. Hef ég því sagt í kerskni og alvöru að umgengnisforeldrar séu þannig færðir skör neðar en búgripir í íslenskri hagskýrslugerð. Það er þó ekki fyllilega maklegt af hagstofunni að skýla sér á bak við vanhæfni evrópska skrifræðisins, því Svíar hafa um langt árabil haldið til haga nákvæmri tölfræði um þjóðfélagshóp umgengnisforeldra. Þetta gera þeir með því að færa öll fjölskylduvensl til bókar í þarlendri þjóðskrá, en hér á landi eru lögheimilisforeldrar einungis auðkenndir með svokölluðu fjölskyldunúmeri, með þeim afleiðingum að umgengnisforeldrar eru færðir til bókar sem barnlausir einstaklingar. Þannig hafa íslensk stjórnvöld og stofnanir undanskilið þjóðfélagshóp umgengnisforeldra frá öllum lífskjarakönnunum og rannsóknum frá upphafi vega, jafnvel þótt öllum megi vera ljóst að þeir búa við langlökustu lífskjörin í landinu. Í fræðiriti Háskóla Íslands frá árinu 2011, Fjölskyldugerðir á Íslandi, kemur fram að ríkið greiðir um 40.000-60.000 kr. til handa lögheimilisforeldrum með hverju skilnaðarbarni. Flestar þær greiðslur sem hér um ræðir eru undanþegnar frá skatti, en við bætist meðlag, sem getur orðið tvöfalt ef heildartekjur umgengnisforeldra fara yfir 525.000 kr. Upphæð meðlags er 24.230 kr. og eru skattarnir af því greiddir af umgengnisforeldrinu. Samantaldar greiðslur ríkisins og umgengnisforeldra til handa lögheimilisforeldrum geta því verið á bilinu 64.000-108.000 kr. á mánuði og fer breytileikinn eftir tekjum skilnaðarforeldra og búsetuformi lögheimilisforeldris. Umgengnisforeldrið missir hins vegar næstum allar bætur við skilnað, bæði barnabætur og húsaleigubætur, og skerðast vaxtabætur miðað við að umgengnisforeldrið sé barnslaus einstæðingur og að meðlagsgreiðslur til handa lögheimilisforeldrinu sé hluti af hans ráðstöfunartekjum. Við má bæta að Innheimtustofnun sveitarfélaga hefur nærri því ótakmarkaðar heimildir til að ganga að eigum og útborguðum tekjum meðlagsgreiðenda ef kemur til vanskila. Þrátt fyrir að heildarlaun endurspegli á engan hátt ráðstöfunartekjur umgengnisforeldra skerðast allar bætur í samræmi við heildarlaun og hækka t.a.m. afborganir Lánasjóðs íslenskra námsmanna í samræmi við þau. Auk þessa synjar félagsþjónusta sveitarfélaganna beiðni umgengnisforeldra um fjárhagsaðstoð, jafnvel þótt Innheimtustofnun sé búin að draga nær öll útborguð laun af meðlagsskuldaranum, og réttlætir hún framgöngu sína með að benda á heildarlaun meðlagsgreiðandans, jafnvel þótt útborguð laun séu nær engin. Stjórnvöld eru meðvituð um vandann en kusu hins vegar við upphaf kosningarvetrarins að bregðast við honum með því að hækka ríflega barnabætur til handa lögheimilisforeldrum á grundvelli þeirra röngu forsendna að þeir skapi þann þjóðfélagshóp sem sárast eigi um að binda. Til að bæta gráu ofan á svart er ástæða til að óttast að stjórnvöld ætli á kosningavetri að hlunnfara umgengnisforeldra enn og aftur í fyrirhuguðum breytingum á lögum er varða nýjar barnatryggingar og húsnæðisbætur. Þótt ástæða sé til að árétta mikilvægi þess að stjórnvöld styðji þétt við bakið á lögheimilisforeldrum, þá gefur það augaleið að framganga þeirra í garð umgengnisforeldra er svívirðileg og henni verður að linna. Stjórnvöld þurfa þegar í stað að beita sér fyrir nauðsynlegum lagabreytingum til að öll fjölskylduvensl verði skráð í Þjóðskrá, líkt og gert er í Svíþjóð. Með þeim hætti er hægt að halda tölfræðilegum upplýsingum til haga um þjóðfélagshópinn og leiðrétta aðkomu umgengnisforeldra að bótakerfinu. Leiðrétt aðkoma umgengnisforeldra að bótakerfinu ætti að vera brýnasta kosningamál vetrarins á sviði velferðar og mannréttinda, og ættu stjórnmálaöflin í landinu að gera sér grein fyrir því að umgengnisforeldrar telja um 14.000 fullgild atkvæði í alþingiskosningum. Höfundur er fyrrum ritari stjórnar hagsmunasamtaka heimilanna, stjórnarformaður Samtaka meðlagsgreiðenda, starfar sem stuðningsfulltrúi með B.A.-próf í guðfræði og gefur kost á sér í 3.-5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun