Unglingasmiðjur Heiða Ösp Kristjánsdóttir og Belinda Karlsdóttir skrifar 10. nóvember 2012 06:00 Undanfarið hefur einelti verið mikið í umræðunni, hvaða leiðir gegn einelti eru færar og hvert hlutverk okkar allra í samfélaginu er í því að sporna við þessari samfélagsvá. Á vegum Reykjavíkurborgar eru starfræktar tvær unglingasmiðjur, Tröð sem staðsett er í Breiðholti og Stígur sem er í miðbænum. Smiðjurnar eru fyrir félagslega einangraða unglinga, sem eru vinafáir eða vinalausir og hafa margir hverjir upplifað einelti. Þessir unglingar koma oft inn með lélega sjálfsmynd, kvíða og erfiða reynslu á bakinu sem aftrar þeim frá því að njóta þess að vera í jafningjahópi, vera samþykktir af öðrum og eiga eðlilegt líf. Alls nýta 32 unglingar úrræðið í báðum unglingasmiðjunum sem þjónusta alla Reykjavíkurborg. Þangað koma unglingar á aldrinum 13-16 ára og hver hópur fyrir sig mætir í fjölbreytt og markvisst kvöldstarf tvisvar í viku allan veturinn. Í smiðjunum er unnið með einstaklingum í hópastarfi, þar sem félagshæfni, samskipti og samvinna er efld auk þess sem unnið er að því að bæta sjálfsmynd þeirra og byggja upp virðingu og traust innan hópsins. Þar stunda þau ýmsar tómstundir s.s. klifur, útivist og keilu og njóta samhliða því samvista hvert við annað. Starfsfólkið leggur mikinn metnað í að hverjum og einum líði sem best í unglingasmiðjunum. Flestir sem þangað koma eiga það sammerkt að líða ekki nógu vel og er einelti oft stór ástæða þess. Að sjá einstakling fara að bera sig betur, vera með sýnilega meira sjálfstraust og öruggari í samskiptum er afrakstur starfsins okkar. Auk þess dregur það úr félagslegri einangrun og eykur líkur á virkri þátttöku unglinganna í samfélaginu í framtíðinni. Margir hverjir upplifa í fyrsta sinn í langan tíma jákvæð samskipti við jafnaldra og fá tækifæri til að stækka þægindaramma sinn og upplifa traust jafnaldra í öruggum félagahóp. Það er okkar einlæg ósk að við sem samfélag tökum höndum saman og segjum nei við einelti, þar sem hvert og eitt okkar er meðvitað um skaðsemi þess og áhrif á líf einstaklingsins. Það er réttur allra að eiga jafnan aðgang að samfélaginu og upplifa sig sem hluta af því. Því skorum við á foreldra og aðra sem starfa með ungu fólki að hlúa að því, ræða við það og eiga traust og jákvæð samskipti með það að markmiði að sýna gott fordæmi og um leið efla það samfélag sem við búum í. Áhugasömum er bent á að frekari upplýsingar um unglingasmiðjurnar er að finna á vef Reykjavíkurborgar, undir Þjónustumiðstöð Breiðholts. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Skoðun Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur einelti verið mikið í umræðunni, hvaða leiðir gegn einelti eru færar og hvert hlutverk okkar allra í samfélaginu er í því að sporna við þessari samfélagsvá. Á vegum Reykjavíkurborgar eru starfræktar tvær unglingasmiðjur, Tröð sem staðsett er í Breiðholti og Stígur sem er í miðbænum. Smiðjurnar eru fyrir félagslega einangraða unglinga, sem eru vinafáir eða vinalausir og hafa margir hverjir upplifað einelti. Þessir unglingar koma oft inn með lélega sjálfsmynd, kvíða og erfiða reynslu á bakinu sem aftrar þeim frá því að njóta þess að vera í jafningjahópi, vera samþykktir af öðrum og eiga eðlilegt líf. Alls nýta 32 unglingar úrræðið í báðum unglingasmiðjunum sem þjónusta alla Reykjavíkurborg. Þangað koma unglingar á aldrinum 13-16 ára og hver hópur fyrir sig mætir í fjölbreytt og markvisst kvöldstarf tvisvar í viku allan veturinn. Í smiðjunum er unnið með einstaklingum í hópastarfi, þar sem félagshæfni, samskipti og samvinna er efld auk þess sem unnið er að því að bæta sjálfsmynd þeirra og byggja upp virðingu og traust innan hópsins. Þar stunda þau ýmsar tómstundir s.s. klifur, útivist og keilu og njóta samhliða því samvista hvert við annað. Starfsfólkið leggur mikinn metnað í að hverjum og einum líði sem best í unglingasmiðjunum. Flestir sem þangað koma eiga það sammerkt að líða ekki nógu vel og er einelti oft stór ástæða þess. Að sjá einstakling fara að bera sig betur, vera með sýnilega meira sjálfstraust og öruggari í samskiptum er afrakstur starfsins okkar. Auk þess dregur það úr félagslegri einangrun og eykur líkur á virkri þátttöku unglinganna í samfélaginu í framtíðinni. Margir hverjir upplifa í fyrsta sinn í langan tíma jákvæð samskipti við jafnaldra og fá tækifæri til að stækka þægindaramma sinn og upplifa traust jafnaldra í öruggum félagahóp. Það er okkar einlæg ósk að við sem samfélag tökum höndum saman og segjum nei við einelti, þar sem hvert og eitt okkar er meðvitað um skaðsemi þess og áhrif á líf einstaklingsins. Það er réttur allra að eiga jafnan aðgang að samfélaginu og upplifa sig sem hluta af því. Því skorum við á foreldra og aðra sem starfa með ungu fólki að hlúa að því, ræða við það og eiga traust og jákvæð samskipti með það að markmiði að sýna gott fordæmi og um leið efla það samfélag sem við búum í. Áhugasömum er bent á að frekari upplýsingar um unglingasmiðjurnar er að finna á vef Reykjavíkurborgar, undir Þjónustumiðstöð Breiðholts.
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar