Unglingasmiðjur Heiða Ösp Kristjánsdóttir og Belinda Karlsdóttir skrifar 10. nóvember 2012 06:00 Undanfarið hefur einelti verið mikið í umræðunni, hvaða leiðir gegn einelti eru færar og hvert hlutverk okkar allra í samfélaginu er í því að sporna við þessari samfélagsvá. Á vegum Reykjavíkurborgar eru starfræktar tvær unglingasmiðjur, Tröð sem staðsett er í Breiðholti og Stígur sem er í miðbænum. Smiðjurnar eru fyrir félagslega einangraða unglinga, sem eru vinafáir eða vinalausir og hafa margir hverjir upplifað einelti. Þessir unglingar koma oft inn með lélega sjálfsmynd, kvíða og erfiða reynslu á bakinu sem aftrar þeim frá því að njóta þess að vera í jafningjahópi, vera samþykktir af öðrum og eiga eðlilegt líf. Alls nýta 32 unglingar úrræðið í báðum unglingasmiðjunum sem þjónusta alla Reykjavíkurborg. Þangað koma unglingar á aldrinum 13-16 ára og hver hópur fyrir sig mætir í fjölbreytt og markvisst kvöldstarf tvisvar í viku allan veturinn. Í smiðjunum er unnið með einstaklingum í hópastarfi, þar sem félagshæfni, samskipti og samvinna er efld auk þess sem unnið er að því að bæta sjálfsmynd þeirra og byggja upp virðingu og traust innan hópsins. Þar stunda þau ýmsar tómstundir s.s. klifur, útivist og keilu og njóta samhliða því samvista hvert við annað. Starfsfólkið leggur mikinn metnað í að hverjum og einum líði sem best í unglingasmiðjunum. Flestir sem þangað koma eiga það sammerkt að líða ekki nógu vel og er einelti oft stór ástæða þess. Að sjá einstakling fara að bera sig betur, vera með sýnilega meira sjálfstraust og öruggari í samskiptum er afrakstur starfsins okkar. Auk þess dregur það úr félagslegri einangrun og eykur líkur á virkri þátttöku unglinganna í samfélaginu í framtíðinni. Margir hverjir upplifa í fyrsta sinn í langan tíma jákvæð samskipti við jafnaldra og fá tækifæri til að stækka þægindaramma sinn og upplifa traust jafnaldra í öruggum félagahóp. Það er okkar einlæg ósk að við sem samfélag tökum höndum saman og segjum nei við einelti, þar sem hvert og eitt okkar er meðvitað um skaðsemi þess og áhrif á líf einstaklingsins. Það er réttur allra að eiga jafnan aðgang að samfélaginu og upplifa sig sem hluta af því. Því skorum við á foreldra og aðra sem starfa með ungu fólki að hlúa að því, ræða við það og eiga traust og jákvæð samskipti með það að markmiði að sýna gott fordæmi og um leið efla það samfélag sem við búum í. Áhugasömum er bent á að frekari upplýsingar um unglingasmiðjurnar er að finna á vef Reykjavíkurborgar, undir Þjónustumiðstöð Breiðholts. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur einelti verið mikið í umræðunni, hvaða leiðir gegn einelti eru færar og hvert hlutverk okkar allra í samfélaginu er í því að sporna við þessari samfélagsvá. Á vegum Reykjavíkurborgar eru starfræktar tvær unglingasmiðjur, Tröð sem staðsett er í Breiðholti og Stígur sem er í miðbænum. Smiðjurnar eru fyrir félagslega einangraða unglinga, sem eru vinafáir eða vinalausir og hafa margir hverjir upplifað einelti. Þessir unglingar koma oft inn með lélega sjálfsmynd, kvíða og erfiða reynslu á bakinu sem aftrar þeim frá því að njóta þess að vera í jafningjahópi, vera samþykktir af öðrum og eiga eðlilegt líf. Alls nýta 32 unglingar úrræðið í báðum unglingasmiðjunum sem þjónusta alla Reykjavíkurborg. Þangað koma unglingar á aldrinum 13-16 ára og hver hópur fyrir sig mætir í fjölbreytt og markvisst kvöldstarf tvisvar í viku allan veturinn. Í smiðjunum er unnið með einstaklingum í hópastarfi, þar sem félagshæfni, samskipti og samvinna er efld auk þess sem unnið er að því að bæta sjálfsmynd þeirra og byggja upp virðingu og traust innan hópsins. Þar stunda þau ýmsar tómstundir s.s. klifur, útivist og keilu og njóta samhliða því samvista hvert við annað. Starfsfólkið leggur mikinn metnað í að hverjum og einum líði sem best í unglingasmiðjunum. Flestir sem þangað koma eiga það sammerkt að líða ekki nógu vel og er einelti oft stór ástæða þess. Að sjá einstakling fara að bera sig betur, vera með sýnilega meira sjálfstraust og öruggari í samskiptum er afrakstur starfsins okkar. Auk þess dregur það úr félagslegri einangrun og eykur líkur á virkri þátttöku unglinganna í samfélaginu í framtíðinni. Margir hverjir upplifa í fyrsta sinn í langan tíma jákvæð samskipti við jafnaldra og fá tækifæri til að stækka þægindaramma sinn og upplifa traust jafnaldra í öruggum félagahóp. Það er okkar einlæg ósk að við sem samfélag tökum höndum saman og segjum nei við einelti, þar sem hvert og eitt okkar er meðvitað um skaðsemi þess og áhrif á líf einstaklingsins. Það er réttur allra að eiga jafnan aðgang að samfélaginu og upplifa sig sem hluta af því. Því skorum við á foreldra og aðra sem starfa með ungu fólki að hlúa að því, ræða við það og eiga traust og jákvæð samskipti með það að markmiði að sýna gott fordæmi og um leið efla það samfélag sem við búum í. Áhugasömum er bent á að frekari upplýsingar um unglingasmiðjurnar er að finna á vef Reykjavíkurborgar, undir Þjónustumiðstöð Breiðholts.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun