Erlent

Útiloka ekki hernaðaríhlutun

William Hague
William Hague
William Hague, utanríkisráðherra Bretlands, sagðist ekki geta útilokað hernaðar-íhlutun í Sýrlandi. Hann sagði jafnframt að ástandið þar væri farið að líkjast því sem var í Bosníu á níunda áratugnum.

Hague sagði tíma alþjóðlegrar sendinefndar Kofi Annan vera að renna út. Sendinefndin reynir að semja um vopnahlé í Sýrlandi.

Stjórnvöld í Sýrlandi hófu árásir á ný í Homs í gær. Árásirnar gerir stjórnarherinn til þess að ná yfirráðum á svæði sem andspyrnuhreyfingin hefur lagt undir sig. Forsvarsmenn andspyrnuhreyfingarinnar telja að 38 manns hafi fallið í sprengjuárásum stjórnarhersins á borgina um helgina. Þá féllu sex manns í árásum á bæinn Qusair í gær, nærri landamærunum við Líbanon, og þrír til viðbótar í bænum Talbiseh.

?Vígamennirnir komu til Qusair í tugum,? sagði Abu al-Hoda, andspyrnumaður í Qusair. Hann segir konur og börn hafa falið sig í kjöllurum fjölbýlishúsa í nokkra daga, of hrædd til að fara út.

Stjórnarherinn hefur sent liðsauka á fjallasvæðin og heldur áfram sprengjuárásum sínum á hundruð andspyrnumanna sem hafa komið sér upp búðum í fjöllunum. Gríðarlegir bardagar hafa staðið þar yfir dögum saman.- bþh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×