Erlent

Óperutónlist er hjartastyrkjandi

Vísindamenn í Tókýó í Japan hafa komist að því að óperutónlist getur verið hjartastyrkjandi, allavega hjá músum.

Greint er frá athyglisverðri tilraun þessara vísindamanna í tímaritinu New Scientist. Þeir tók nokkurn fjölda músa og græddu í þær ný hjörtu. Síðan var músunum skipt í fjóra hópa.

Einn hópurinn hlustaði stöðugt á óperur, annar hópurinn hlustaði á Mozart, sá þriðji á svokallaða lyftutónlist og fjórði hópurinn heyrði ekkert annað en stöðugan hlutlausan tón.

Í ljós kom að þær mýs sem hlustuðu á óperur lifðu að meðaltali í 26 daga eftir hjartaígræðsluna. Þær sem hlustuðu á Mozart lifðu í 20 daga. Lyftutónlistin dugði músunum í 11 daga líf en tónninn gaf aðeins af sér sjö daga.

Þeir sem fara í hjartaígræðslur ættu því að hafa bakvið eyrað að hlusta mikið á Verdi eftir að aðgerðinni lýkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×