Sanngjörn verðtrygging Björn Valdimarsson skrifar 17. desember 2012 16:30 Skuldavanda heimilanna í dag er erfitt að leysa og það vantar hugmyndir um það hvað hægt er að gera. Þó ýmsir stjórnmálamenn staglist á því að leysa þurfi vandann benda þeir ekki á vænlegar leiðir til þess. Við Íslendingar verðum að bíta í það súra epli að hægt hefði verið að framkvæma almenna skuldalækkun eða festa vísitöluna í janúar 2009 en nú er það orðið of seint, tækifærið er runnið úr greipum stjórnvalda. Íslendingar vita að krónan er einn lélegasti gjaldmiðill heims en margir halda að hún leysi allan vanda því hægt er að fella gengið. Þó er það talið merki um veikleika á geði eða litla greind að gera það sama aftur og aftur og halda að maður geti fengið aðra útkomu en áður. Leggja þarf niður verðtryggingu Verðtrygging fasteignalána hefur komið mörgum heimilum í landinu illa því lán bundin við neysluverðsvísitölu hafa hækkað langt umfram verð á fasteignum. Þá horfa margir til óverðtryggðra lána sem lausnar. En þar sem gjaldmiðillinn er eins óstöðugur og raun ber vitni þá krefjast lánveitendur á óverðtryggðum lánum breytilegra vaxta, lánveitandinn getur breytt þeim að vild (oftast þýðir þetta hækkað þá). Gefum okkur t.d. að á næsta ári taki við léleg stjórn og verðbólga færi í 50%. Þá myndu bankarnir hækka óverðtryggða vexti í 60%, sá sem væri með 20 milljóna króna lán þyrfti þá að borga 12 milljónir í vexti yfir árið. Það gengur ekki upp. Við sitjum því uppi með verðtryggð lán en leggja þarf niður verðtryggingu fasteignaskulda við neysluverðsvísitölu. Íslensk heimili hafa verið látin taka áhættu af afleiðum sem ættu aðeins að vera í boði fyrir fjárfestingarbanka og verðbréfasjóði. Nú er talað um að aðskilja fjárfestingarbanka frá hefðbundinni bankastarfsemi þar sem áhættan sé of mikil en á meðan er hver einasta fjölskylda í landinu látin taka áhættu í fjármálum sem má líkja við fjárhættuspil. Kaupandi eignast alltaf hlut Ég velti hér upp þeirri hugmynd að taka upp verðtryggingu á fasteignaskuldum sem bundin verði fasteignaverði. Með því móti eignast kaupandi alltaf hlut í fasteign sem hann kaupir og greiðir af hvernig sem verðið sveiflast á markaði. Lánveitandinn fær verðtryggingu á sínum peningum m.v. fasteignaverð. Það má hugsa sér að lán sé veitt með lágum vöxtum t.d. 3% til 50 ára. Þá greiðir lánþeginn 2% af höfuðstólnum á ári. Ef við tökum dæmi af 20 milljóna króna láni væri afborgun og vextir rúmar 83 þús. kr. á mánuði eða ein milljón á ári. Afborgun lækkar þegar á líður því höfuðstóllinn lækkar. Kaupandi væri þá eftir 10 ár búinn að greiða fimmtung af láninu og það væri alltaf hans hlutur í íbúðarverðinu ef hann selur. Til að fjármagna kerfið mætti hugsa sér að höfuðstóll og vextir slíkra verðbréfa væru undanþegnir skatti. Fólk sem vill minnka við sig fasteign gæti keypt eða tekið við slíkum bréfum og átt þau til að fá vextina. Lífeyrissjóðir og aðrir fjárfestar eru sífellt að taka stöðu í einhverjum eignum. Ef þeir kaupa t.d. hlutabréf í Eimskip má segja að þeir taki stöðu í skipum, flutningatækjum, fasteignum, olíuverði og ýmsu öðru sem þarf til reksturs flutningafyrirtækis. Þeir taka áhættuna og reikna ekki með að verðgildi bréfanna hækki þó að verð á t.d. sjónvarpsáskrift, koníaki eða sokkabuxum hækki. Því er eðlilegt að þessum aðilum bjóðist kaup á fasteignaverðstryggðum bréfum. Með því móti styðja þeir við bakið á sjóðsfélögum og fá 3% ávöxtun. Reikna má með að byggingaraðilar vildu lána íbúðarkaupendum með slíkri verðtryggingu og selja bréfin með afföllum til fjárfesta. Það þarf þó að hafa í huga að miðstýrt kerfi eins og Íbúðalánasjóður þarf að miðla bréfunum til að koma í veg fyrir að fjárfestar krefðust affalla af almenningi. Þetta er í raun svipað og húsbréfakerfið sem var hér fyrir nokkrum árum en með annarri verðtryggingu. Fasteignaverðsvísitala væri reiknuð út þannig að fundið væri út meðalverð íbúðarhúsnæðis í landinu. Vísitalan væri ekki byggingarvístala heldur einfaldlega summa allra þinglýstra kaupsamninga deilt með seldum heildarfermetrafjölda. Það sjá allir sem nenna að pæla í þessum málum að verðtryggingin sem hefur verið notuð hér á landi gengur ekki upp. Það er ágætt að mæla verð á neysluvörum til að sjá hvernig gengur í þjóðfélaginu en að binda allar skuldir við slíkan útreikning er hreinlega galið þegar laun og kjör eru ekki bundin þessari sömu viðmiðun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Herra, má ég fá meiri graut? Magnús Þór Jónsson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Skuldavanda heimilanna í dag er erfitt að leysa og það vantar hugmyndir um það hvað hægt er að gera. Þó ýmsir stjórnmálamenn staglist á því að leysa þurfi vandann benda þeir ekki á vænlegar leiðir til þess. Við Íslendingar verðum að bíta í það súra epli að hægt hefði verið að framkvæma almenna skuldalækkun eða festa vísitöluna í janúar 2009 en nú er það orðið of seint, tækifærið er runnið úr greipum stjórnvalda. Íslendingar vita að krónan er einn lélegasti gjaldmiðill heims en margir halda að hún leysi allan vanda því hægt er að fella gengið. Þó er það talið merki um veikleika á geði eða litla greind að gera það sama aftur og aftur og halda að maður geti fengið aðra útkomu en áður. Leggja þarf niður verðtryggingu Verðtrygging fasteignalána hefur komið mörgum heimilum í landinu illa því lán bundin við neysluverðsvísitölu hafa hækkað langt umfram verð á fasteignum. Þá horfa margir til óverðtryggðra lána sem lausnar. En þar sem gjaldmiðillinn er eins óstöðugur og raun ber vitni þá krefjast lánveitendur á óverðtryggðum lánum breytilegra vaxta, lánveitandinn getur breytt þeim að vild (oftast þýðir þetta hækkað þá). Gefum okkur t.d. að á næsta ári taki við léleg stjórn og verðbólga færi í 50%. Þá myndu bankarnir hækka óverðtryggða vexti í 60%, sá sem væri með 20 milljóna króna lán þyrfti þá að borga 12 milljónir í vexti yfir árið. Það gengur ekki upp. Við sitjum því uppi með verðtryggð lán en leggja þarf niður verðtryggingu fasteignaskulda við neysluverðsvísitölu. Íslensk heimili hafa verið látin taka áhættu af afleiðum sem ættu aðeins að vera í boði fyrir fjárfestingarbanka og verðbréfasjóði. Nú er talað um að aðskilja fjárfestingarbanka frá hefðbundinni bankastarfsemi þar sem áhættan sé of mikil en á meðan er hver einasta fjölskylda í landinu látin taka áhættu í fjármálum sem má líkja við fjárhættuspil. Kaupandi eignast alltaf hlut Ég velti hér upp þeirri hugmynd að taka upp verðtryggingu á fasteignaskuldum sem bundin verði fasteignaverði. Með því móti eignast kaupandi alltaf hlut í fasteign sem hann kaupir og greiðir af hvernig sem verðið sveiflast á markaði. Lánveitandinn fær verðtryggingu á sínum peningum m.v. fasteignaverð. Það má hugsa sér að lán sé veitt með lágum vöxtum t.d. 3% til 50 ára. Þá greiðir lánþeginn 2% af höfuðstólnum á ári. Ef við tökum dæmi af 20 milljóna króna láni væri afborgun og vextir rúmar 83 þús. kr. á mánuði eða ein milljón á ári. Afborgun lækkar þegar á líður því höfuðstóllinn lækkar. Kaupandi væri þá eftir 10 ár búinn að greiða fimmtung af láninu og það væri alltaf hans hlutur í íbúðarverðinu ef hann selur. Til að fjármagna kerfið mætti hugsa sér að höfuðstóll og vextir slíkra verðbréfa væru undanþegnir skatti. Fólk sem vill minnka við sig fasteign gæti keypt eða tekið við slíkum bréfum og átt þau til að fá vextina. Lífeyrissjóðir og aðrir fjárfestar eru sífellt að taka stöðu í einhverjum eignum. Ef þeir kaupa t.d. hlutabréf í Eimskip má segja að þeir taki stöðu í skipum, flutningatækjum, fasteignum, olíuverði og ýmsu öðru sem þarf til reksturs flutningafyrirtækis. Þeir taka áhættuna og reikna ekki með að verðgildi bréfanna hækki þó að verð á t.d. sjónvarpsáskrift, koníaki eða sokkabuxum hækki. Því er eðlilegt að þessum aðilum bjóðist kaup á fasteignaverðstryggðum bréfum. Með því móti styðja þeir við bakið á sjóðsfélögum og fá 3% ávöxtun. Reikna má með að byggingaraðilar vildu lána íbúðarkaupendum með slíkri verðtryggingu og selja bréfin með afföllum til fjárfesta. Það þarf þó að hafa í huga að miðstýrt kerfi eins og Íbúðalánasjóður þarf að miðla bréfunum til að koma í veg fyrir að fjárfestar krefðust affalla af almenningi. Þetta er í raun svipað og húsbréfakerfið sem var hér fyrir nokkrum árum en með annarri verðtryggingu. Fasteignaverðsvísitala væri reiknuð út þannig að fundið væri út meðalverð íbúðarhúsnæðis í landinu. Vísitalan væri ekki byggingarvístala heldur einfaldlega summa allra þinglýstra kaupsamninga deilt með seldum heildarfermetrafjölda. Það sjá allir sem nenna að pæla í þessum málum að verðtryggingin sem hefur verið notuð hér á landi gengur ekki upp. Það er ágætt að mæla verð á neysluvörum til að sjá hvernig gengur í þjóðfélaginu en að binda allar skuldir við slíkan útreikning er hreinlega galið þegar laun og kjör eru ekki bundin þessari sömu viðmiðun.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun