Þríhliða þras eða þjóðarsátt? 15. desember 2012 06:00 Gagnkvæm virðing var ekki það fyrsta sem kom í hugann þegar Steingrímur J. Sigfússon og Gylfi Arnbjörnsson mættu í Kastljós sl. fimmtudag. Þrátt fyrir öll stóru orðin sem flugu á báðar hendur í þættinum eru skilaboðin í raun mun innihaldsríkari: Það leikur mikill vafi á því að lykilstofnanir í samfélaginu og stjórnmálamenn ráði við það verkefni að tryggja efnahagslega framtíð þjóðarinnar. „Svik“ og önnur sambærileg hugtök eru ekki hluti af þeirri vegferð. Hefðbundnar kjaradeilur eiga að heyra fortíðinni til. Það er hvorki launþegum né atvinnurekendum í hag að fara inn í nýtt tímabil verðbólgu með tilheyrandi kaupmáttarrýrnun. Við getum hins vegar ekki horft fram hjá því að kaupmáttur almennings minnkaði verulega eftir hrun, þó svo að hann hafi tekið við sér aftur eftir síðustu kjarasamninga. Fyrirtækin standa almennt fremur höllum fæti og hafa því ekki mikið rými fyrir frekari launahækkanir. Staða hins opinbera er vel þekkt – þar er ekki heldur rými fyrir hækkanir.Engin töfralausn til Það er engin töfralausn til og það er ekki ábyrgt að skapa falskar væntingar. Vöxtur í verðmætasköpun, framleiðniaukning og stöðugt efnahagsumhverfi eru forsendur fyrir bættum kjörum almennings, fyrirtækja og hins opinbera. Launahækkanir og úrlausnir annarra mikilvægra verkefna við að bæta stöðu almennings og fyrirtækja verða að byggja á þessu forsendum. Stóra verkefnið er að taka höndum saman við að skapa slíkt umhverfi. Framhaldið veltur að miklu leyti á því að okkur takist að leysa ýmis ágreiningsmál með gagnkvæmri virðingu, að við hindrum að atvinnulífið lamist vegna verkfalla og að jafnt stjórnvöld sem launþegar og atvinnurekendur axli sína ábyrgð og deili kjörum með öðrum. Það felur í sér að fyrirtæki og hið opinbera sýni ábyrgð þannig að launþegar geti treyst því að batnandi afkoma skili sér einnig til þeirra. Við vísum til þjóðarsáttarinnar 1990 og þeirra jákvæðu áhrifa sem hún hafði á vinnumarkaðinn og efnahagslífið um langt árabil. Þar togaði gagnkvæm virðing og ábyrg hegðun þjóðina upp úr djúpum hjólförum staðlaðrar og staðnaðrar samningagerðar. Nú, 22 árum síðar, þurfum við að komast upp úr sömu hjólförum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Gagnkvæm virðing var ekki það fyrsta sem kom í hugann þegar Steingrímur J. Sigfússon og Gylfi Arnbjörnsson mættu í Kastljós sl. fimmtudag. Þrátt fyrir öll stóru orðin sem flugu á báðar hendur í þættinum eru skilaboðin í raun mun innihaldsríkari: Það leikur mikill vafi á því að lykilstofnanir í samfélaginu og stjórnmálamenn ráði við það verkefni að tryggja efnahagslega framtíð þjóðarinnar. „Svik“ og önnur sambærileg hugtök eru ekki hluti af þeirri vegferð. Hefðbundnar kjaradeilur eiga að heyra fortíðinni til. Það er hvorki launþegum né atvinnurekendum í hag að fara inn í nýtt tímabil verðbólgu með tilheyrandi kaupmáttarrýrnun. Við getum hins vegar ekki horft fram hjá því að kaupmáttur almennings minnkaði verulega eftir hrun, þó svo að hann hafi tekið við sér aftur eftir síðustu kjarasamninga. Fyrirtækin standa almennt fremur höllum fæti og hafa því ekki mikið rými fyrir frekari launahækkanir. Staða hins opinbera er vel þekkt – þar er ekki heldur rými fyrir hækkanir.Engin töfralausn til Það er engin töfralausn til og það er ekki ábyrgt að skapa falskar væntingar. Vöxtur í verðmætasköpun, framleiðniaukning og stöðugt efnahagsumhverfi eru forsendur fyrir bættum kjörum almennings, fyrirtækja og hins opinbera. Launahækkanir og úrlausnir annarra mikilvægra verkefna við að bæta stöðu almennings og fyrirtækja verða að byggja á þessu forsendum. Stóra verkefnið er að taka höndum saman við að skapa slíkt umhverfi. Framhaldið veltur að miklu leyti á því að okkur takist að leysa ýmis ágreiningsmál með gagnkvæmri virðingu, að við hindrum að atvinnulífið lamist vegna verkfalla og að jafnt stjórnvöld sem launþegar og atvinnurekendur axli sína ábyrgð og deili kjörum með öðrum. Það felur í sér að fyrirtæki og hið opinbera sýni ábyrgð þannig að launþegar geti treyst því að batnandi afkoma skili sér einnig til þeirra. Við vísum til þjóðarsáttarinnar 1990 og þeirra jákvæðu áhrifa sem hún hafði á vinnumarkaðinn og efnahagslífið um langt árabil. Þar togaði gagnkvæm virðing og ábyrg hegðun þjóðina upp úr djúpum hjólförum staðlaðrar og staðnaðrar samningagerðar. Nú, 22 árum síðar, þurfum við að komast upp úr sömu hjólförum.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun