Afnám verðtryggingar lykill að endurreisn? Þráinn Guðbjörnsson skrifar 14. desember 2012 06:00 Verðtrygging er einkennilegt fyrirbæri. Hún fyrirfinnst hvergi nema á íslandi, nema þá í formi afleiða sem fagfjárfestar sýsla með. Þegar ég lærði af verðtryggingunni fyrst var mér sagt að hún væri fyrst og fremst til að tryggja sparifjáreigendur og ellilífeyrisþega fyrir áhrifum óðaverðbólgu. Ef nánar er að gáð sést að hún er beinlínis tilvistarforsenda hins íslenska lífeyriskerfis. Kerfis sem byggir á sjóðssöfnun í stað gegnumstreymis. Lífeyrissjóðakerfi líkt og á Íslandi fyrirfinnst hvergi annars staðar í heiminum. Verðtryggingin ákvarðast af innlendri neysluvísitölu. Hún á á engan hátt að vera íþyngjandi vegna þess að það er meint þensla, eða kaupmáttaraukning almennings, sem bætir fyrir hækkaða greiðslubyrði og höfuðstól. Neysluvísitala á að endurspegla þenslu, en er þar að auki tengd breytingum á gengisvísitölu í gegnum breytingu á verði innfluttra vara. Þar stendur hnífurinn í kúnni. Þetta gerir það að verkum að verðtryggingin verndar ekki einungis fjármagnseigendur gegn þenslu heldur líka gengisfalli. Hreint gengisfall leiðir undantekningarlaust til kaupmáttarrýrnunar.Hrein eignatilfærsla Vegna verðtryggingar þarf skuldarinn að taka á sig hækkun höfuðstóls vegna gengisfallsins. Kaupmáttarrýrnun skuldarans er því tvöföld. Svo virðist sem hrein eignatilfærsla eigi sér stað frá skuldara til fjármagnseiganda. Er þetta sanngjarnt fyrirkomulag? Nú þegar fjármagnseigendur eru svona kyrfilega varðir gegn verðbólgu dregur jafnframt úr hvata þeirra til að halda aftur af henni. Einnig bregst Seðlabankinn ávallt vasklega við og hækkar stýrivexti þegar verðbólgan gerir vart við sig. Þá hækka vextir á óverðtryggðum innistæðum einnig sem skuldarar með óverðtryggðar skuldir sitja uppi með með hærri greiðslubyrði. Allt hvetur þetta til aukinnar verðbólgu þar sem hækkanir á greiðslubyrði og höfuðstól kalla á meira peningamagn. Núverandi fyrirkomulag setur hóp skuldara í mjög óheppilega stöðu. Þeir sem eru með verðtryggt vilja fá stýrivexti í hæstu hæðir þar sem það kann að stemma stigu við verðbólgu samkvæmt alvitrum Seðlabanka. Skuldurum með óverðtryggðar skuldir er hins vegar slétt sama um verðbólguna en vilja stýrivexti sem allra lægsta. Þarna er komin gjá í raðir fólks sem undir eðlilegum kringumstæðum ætti að vinna saman. Þetta er ekki samfélaginu til góða.Ósjálfbærar skuldir Í dag heyrist mikið talað um ósjálfbærar skuldir. Það virðist eiga við um ríki, fyrirtæki og einstaklinga á Íslandi í dag. Þetta er líklegast helsta vandamál fjármálakerfisins í heiminum í dag. Það er ekki að ástæðulausu að vextir stöndugustu ríkja eru nánast neikvæðir. Ef verðtrygging væri afnumin á Íslandi myndi raunvirði allra skulda í krónum minnka við verðbólgu. Laun myndu hins vegar halda kaupmætti sínum. Þetta gerði það að verkum að skuldir færðust nær því að vera sjálfbærar. Niðurstaða mín er því sú að með því að afnema verðtryggingu væri ekki einungis verið að leiðrétta mikið ranglæti gagnvart skuldurum, heldur myndi greiðslugeta skuldara aukast umtalsvert og stórt skref væri stigið í átt til stöðugleika. Forsenda þeirra breytinga væri sú að lífeyrissjóðunum væri breytt í gegnumstreymissjóði eins og finnast annars staðar í heiminum. Afnám verðtryggingar, breyting lífeyrissjóða og aukin verðbólga. Galin hugmynd? Kannski. En þó varla meira galin en vandinn sem steðjar að okkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Verðtrygging er einkennilegt fyrirbæri. Hún fyrirfinnst hvergi nema á íslandi, nema þá í formi afleiða sem fagfjárfestar sýsla með. Þegar ég lærði af verðtryggingunni fyrst var mér sagt að hún væri fyrst og fremst til að tryggja sparifjáreigendur og ellilífeyrisþega fyrir áhrifum óðaverðbólgu. Ef nánar er að gáð sést að hún er beinlínis tilvistarforsenda hins íslenska lífeyriskerfis. Kerfis sem byggir á sjóðssöfnun í stað gegnumstreymis. Lífeyrissjóðakerfi líkt og á Íslandi fyrirfinnst hvergi annars staðar í heiminum. Verðtryggingin ákvarðast af innlendri neysluvísitölu. Hún á á engan hátt að vera íþyngjandi vegna þess að það er meint þensla, eða kaupmáttaraukning almennings, sem bætir fyrir hækkaða greiðslubyrði og höfuðstól. Neysluvísitala á að endurspegla þenslu, en er þar að auki tengd breytingum á gengisvísitölu í gegnum breytingu á verði innfluttra vara. Þar stendur hnífurinn í kúnni. Þetta gerir það að verkum að verðtryggingin verndar ekki einungis fjármagnseigendur gegn þenslu heldur líka gengisfalli. Hreint gengisfall leiðir undantekningarlaust til kaupmáttarrýrnunar.Hrein eignatilfærsla Vegna verðtryggingar þarf skuldarinn að taka á sig hækkun höfuðstóls vegna gengisfallsins. Kaupmáttarrýrnun skuldarans er því tvöföld. Svo virðist sem hrein eignatilfærsla eigi sér stað frá skuldara til fjármagnseiganda. Er þetta sanngjarnt fyrirkomulag? Nú þegar fjármagnseigendur eru svona kyrfilega varðir gegn verðbólgu dregur jafnframt úr hvata þeirra til að halda aftur af henni. Einnig bregst Seðlabankinn ávallt vasklega við og hækkar stýrivexti þegar verðbólgan gerir vart við sig. Þá hækka vextir á óverðtryggðum innistæðum einnig sem skuldarar með óverðtryggðar skuldir sitja uppi með með hærri greiðslubyrði. Allt hvetur þetta til aukinnar verðbólgu þar sem hækkanir á greiðslubyrði og höfuðstól kalla á meira peningamagn. Núverandi fyrirkomulag setur hóp skuldara í mjög óheppilega stöðu. Þeir sem eru með verðtryggt vilja fá stýrivexti í hæstu hæðir þar sem það kann að stemma stigu við verðbólgu samkvæmt alvitrum Seðlabanka. Skuldurum með óverðtryggðar skuldir er hins vegar slétt sama um verðbólguna en vilja stýrivexti sem allra lægsta. Þarna er komin gjá í raðir fólks sem undir eðlilegum kringumstæðum ætti að vinna saman. Þetta er ekki samfélaginu til góða.Ósjálfbærar skuldir Í dag heyrist mikið talað um ósjálfbærar skuldir. Það virðist eiga við um ríki, fyrirtæki og einstaklinga á Íslandi í dag. Þetta er líklegast helsta vandamál fjármálakerfisins í heiminum í dag. Það er ekki að ástæðulausu að vextir stöndugustu ríkja eru nánast neikvæðir. Ef verðtrygging væri afnumin á Íslandi myndi raunvirði allra skulda í krónum minnka við verðbólgu. Laun myndu hins vegar halda kaupmætti sínum. Þetta gerði það að verkum að skuldir færðust nær því að vera sjálfbærar. Niðurstaða mín er því sú að með því að afnema verðtryggingu væri ekki einungis verið að leiðrétta mikið ranglæti gagnvart skuldurum, heldur myndi greiðslugeta skuldara aukast umtalsvert og stórt skref væri stigið í átt til stöðugleika. Forsenda þeirra breytinga væri sú að lífeyrissjóðunum væri breytt í gegnumstreymissjóði eins og finnast annars staðar í heiminum. Afnám verðtryggingar, breyting lífeyrissjóða og aukin verðbólga. Galin hugmynd? Kannski. En þó varla meira galin en vandinn sem steðjar að okkur.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun