ESB eins og það var 1870 í augum Íslendinga Bolli Héðinsson skrifar 14. desember 2012 06:00 Benedikt Gröndal rithöfundur leyfði sér stundum að hafna viðteknum skoðunum samferðamanna sinna. Hann kvartaði yfir skorti á víðsýni og framfaravilja og fyrirleit þá þjóðrembu sem viðgekkst á hans dögum. Enginn þarf þó að brigsla skáldinu um skort á ættjarðarást. Um þetta skrifaði hann greinar í blöð og nú, rúmum 140 árum síðar, er fróðlegt að bera saman hvað hefur breyst í íslenskri umræðu frá þeim tíma. Hér er tilvitnun í grein eftir skáldið frá 1870. Ef við setjum Evrópusambandið (ESB) í staðinn fyrir þar sem áður stóð „Dani“ eða „danskur“ fáum við eftirfarandi út: „Menn eru sí og æ að hreyta í kringum sig sömu orðtækjunum, svo sem að þjóðerni vort sé í veði fyrir árásum [ESB] og stjórnarinnar – meiningin er náttúrulega þessi: Íslendingar, hæstvirtu og elskuðu landar! Þér eruð makalausir og eigið ekki yðar líka nokkurs staðar í heiminum, þér eruð saklausir englar og sannleikans píslarvottar, klipnir og kúgaðir af [ESB] án allrar verðskuldunar, niðurníddir, krossfestir, kvaldir og deyddir af þessum grimmdarlegu og samviskulausu böðlum og blóðhöndum, sem hafa tekið allar eignir yðar og vilja nú taka af yður lífið, því þér eigið ekkert annað eftir. Allir þeir […] eru [ESB-] sinnaðir djöflar og „[ESB-] Íslendingar“ keyptir og haldnir af stjórninni til þess að hamla framförum vorum og halda oss í eymdinni.“ (Benedikt Gröndal. Rit II bls. 77. Tímaritið Gefn 1870) Hvernig skyldi orðræðunni í sambærilegum málum vera háttað nú? Hver svari fyrir sig en hér er ótrúlega margt líkt og í umræðunni um ESB sem fram fer um þessar mundir. Hjá háværum hópi andstæðinga ESB á Íslandi heyrast ámóta brigslyrði og málflutningur og virðist hafa verið uppi um 1870 ásamt hugmyndunum sem skáldið leyfði sér að andmæla, um einstaka sérstöðu og stórfengileika Íslendinga og hvernig framfarir þjóðarinnar yrðu best tryggðar.Hvað óttast þeir? Þessum sömu skoðunum og skáldið reis gegn er leynt og ljóst haldið á lofti hér á landi í málflutningnum um að draga beri aðildarumsóknina að ESB til baka án tafar og án þess að fá að vita hverju hún gæti skilað jákvæðu til íslensks samfélags. Málflutningur af þessu tagi ætti vitanlega að dæma sig sjálfur en hann á samt upp á pallborðið í samfélaginu eins og umræðan í samfélagsmiðlunum ber gleggstan vott um. Auðvitað spyr maður sig eina ferðina enn, hvað óttast þeir sem vilja draga vilja aðildarumsóknina til baka? Að aðildarsamningurinn verði svo hagstæður að þjóðin sjái sér hag í að ganga í ESB að undangengnu þjóðaratkvæði? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Sjá meira
Benedikt Gröndal rithöfundur leyfði sér stundum að hafna viðteknum skoðunum samferðamanna sinna. Hann kvartaði yfir skorti á víðsýni og framfaravilja og fyrirleit þá þjóðrembu sem viðgekkst á hans dögum. Enginn þarf þó að brigsla skáldinu um skort á ættjarðarást. Um þetta skrifaði hann greinar í blöð og nú, rúmum 140 árum síðar, er fróðlegt að bera saman hvað hefur breyst í íslenskri umræðu frá þeim tíma. Hér er tilvitnun í grein eftir skáldið frá 1870. Ef við setjum Evrópusambandið (ESB) í staðinn fyrir þar sem áður stóð „Dani“ eða „danskur“ fáum við eftirfarandi út: „Menn eru sí og æ að hreyta í kringum sig sömu orðtækjunum, svo sem að þjóðerni vort sé í veði fyrir árásum [ESB] og stjórnarinnar – meiningin er náttúrulega þessi: Íslendingar, hæstvirtu og elskuðu landar! Þér eruð makalausir og eigið ekki yðar líka nokkurs staðar í heiminum, þér eruð saklausir englar og sannleikans píslarvottar, klipnir og kúgaðir af [ESB] án allrar verðskuldunar, niðurníddir, krossfestir, kvaldir og deyddir af þessum grimmdarlegu og samviskulausu böðlum og blóðhöndum, sem hafa tekið allar eignir yðar og vilja nú taka af yður lífið, því þér eigið ekkert annað eftir. Allir þeir […] eru [ESB-] sinnaðir djöflar og „[ESB-] Íslendingar“ keyptir og haldnir af stjórninni til þess að hamla framförum vorum og halda oss í eymdinni.“ (Benedikt Gröndal. Rit II bls. 77. Tímaritið Gefn 1870) Hvernig skyldi orðræðunni í sambærilegum málum vera háttað nú? Hver svari fyrir sig en hér er ótrúlega margt líkt og í umræðunni um ESB sem fram fer um þessar mundir. Hjá háværum hópi andstæðinga ESB á Íslandi heyrast ámóta brigslyrði og málflutningur og virðist hafa verið uppi um 1870 ásamt hugmyndunum sem skáldið leyfði sér að andmæla, um einstaka sérstöðu og stórfengileika Íslendinga og hvernig framfarir þjóðarinnar yrðu best tryggðar.Hvað óttast þeir? Þessum sömu skoðunum og skáldið reis gegn er leynt og ljóst haldið á lofti hér á landi í málflutningnum um að draga beri aðildarumsóknina að ESB til baka án tafar og án þess að fá að vita hverju hún gæti skilað jákvæðu til íslensks samfélags. Málflutningur af þessu tagi ætti vitanlega að dæma sig sjálfur en hann á samt upp á pallborðið í samfélaginu eins og umræðan í samfélagsmiðlunum ber gleggstan vott um. Auðvitað spyr maður sig eina ferðina enn, hvað óttast þeir sem vilja draga vilja aðildarumsóknina til baka? Að aðildarsamningurinn verði svo hagstæður að þjóðin sjái sér hag í að ganga í ESB að undangengnu þjóðaratkvæði?
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun