Tökum höndum saman Stavros Lambrinidis skrifar 14. desember 2012 06:00 Þann 10. desember ár hvert höldum við upp á alþjóðlega mannréttindadaginn, en á þessum sama degi í ár vildi svo til að ESB veitti friðarverðlaunum Nóbels viðtöku. Þessi tilviljun er viðeigandi. ESB er heiðrað fyrir störf í þágu lýðræðisumbóta, sáttaumleitana og mannréttinda og fyrir að stuðla að friði og stöðugleika um álfuna alla. Þetta er mikil viðurkenning á verkum okkar. Á sama tíma hvetur hún okkur öll – stofnanir ESB, aðildarríkin og hina 500 milljón íbúa – til að vinna saman og standa vörð um mannréttindi, ekki einungis innan landamæra okkar heldur um allan heim. Nú síðast í júlí samþykkti ESB verkáætlun um mannréttindi (e. Human Rights Strategy) og skipaði í fyrsta sinn í embætti sérlegan fulltrúa ESB á sviði mannréttindamála. Mannréttindi eru lykilstef í utanríkisþjónustu ESB, allt frá viðskiptum til umhverfismála og þróunarsamvinnu til öryggismála. Þetta er viðurkenning á þeirri staðreynd að virðing fyrir mannréttindum er mikilvægur hluti lausnarinnar í nær öllum tilvikum mannlegra þjáninga og átaka.Vinnum saman En við getum einungis unnið mannréttindum brautargengi á árangursríkan hátt ef við vinnum saman og deilum ábyrgðinni á því að koma þeim á framfæri og standa um þau vörð. Efling mannréttinda krefst þess að ESB myndi breiða samstöðu – með öðrum ríkisstjórnum, alþjóðastofnunum, einkageiranum og, umfram allt, með borgurunum. Í dag vinnur ESB náið með samstarfsaðilum um allan heim, til að mynda SÞ, ÖSE, Evrópuráðinu og Afríkusambandinu. Auk þess stefnum við að fullri samvinnu við hundruð frjálsra félagasamtaka um heim allan til að leita ráða og magna upp boðskapinn um mannréttindi. Þema mannréttindadagsins í ár – samheldni og rétturinn til þátttöku í opinberu lífi – gæti ekki verið tímabærara. Óskin eftir að greypa þessi grundvallarsjónarmið inn í samfélagið er hreyfiaflið á bak við það sem við verðum vitni að í arabaheiminum í dag. Nýleg skref í átt til lýðræðisumbóta í nokkrum ríkjum á svæðinu og víðar vekja upp vonir hjá fólki alls staðar. En það má ekki taka slíkum árangri sem gefnum hlut. Jafnvel í löndum þar sem lýðræðisumbætur hafa átt sér stað þarf meira en einar kosningar til að lýðræði nái að skjóta rótum. Þegar við fögnum réttinum til að taka þátt í opinberu lífi heiðrum við vinnu þeirra sem berjast fyrir mannréttindum og sem berjast fyrir tjáningarfrelsi, taka þátt í kosningum og bjóða sig fram til opinberra embætta. Við viljum einnig leggja áherslu á hið mikilvæga starf borgaralegra samtaka í þágu mannréttinda.Kór frelsis Þróttmikið borgaralegt samfélag og aukin samskipti milli frjálsra félagasamtaka og stjórnvalda, svæðisbundinna samtaka jafnt sem alþjóðlegra, eru lykillinn að því að verja mannréttindi, lýðræði og réttarríkið. Í síðustu viku leiddi hið 14. árlega málþing ESB og frjálsra félagasamtaka í Brussel saman yfir 200 virka málsvara mannréttinda, aðgerðasinna og stefnumótendur. Heima við eru þeir oft einmana raddir en saman mynda þeir kór frelsis. ESB mun styðja slíka málsvara frelsis um heim allan af fullum þunga. Ástæðan er sú að á of mörgum svæðum er útilokun fremur reglan en undantekningin. Í mörgum ríkjum er borgurum synjað um tækifæri til þátttöku í ákvarðanatöku sem hefur áhrif á líf þeirra. Sumir eru jafnvel pyndaðir eða settir í fangelsi fyrir að tjá sjónarmið sín. Ein þeirra sem hlutu Sakharov-verðlaun Evrópuþingsins árið 2012 er Nasrin Sotoudeh, en hún þekkir þetta af eigin raun. Hún sýndi ótrúlegt hugrekki þegar hún stefndi lífi sínu í hættu við að mótmæla takmörkunum á réttindum fjölskyldu hennar. Þannig hefur hún sent skýr skilaboð til Íran og umheimsins sem blása verndurum mannréttinda um víða veröld byr í brjóst. Í Kína situr handhafi friðarverðlauna Nóbels árið 2010, Liu Xiabo, enn af sér ellefu ára fangelsisdóm vegna skrifa sinna, en það er skýrt brot á tjáningarrétti hans.Óhóflegar hömlur Á sama tíma eru óhóflegar hömlur lagðar á félagasamtök hvað varðar tjáningar- og félagafrelsi. Þessum aðferðum er oft beitt undir þeim fölsku forsendum að verið sé að vernda rétt annarra, til að mynda í baráttunni gegn hryðjuverkum. Starfsmenn frjálsra félagasamtaka og þeir sem verja mannréttindi mæta oft ofsóknum og beinum lögsóknum á degi hverjum og til að þagga niður í þeim eru þeir einfaldlega stimplaðir „föðurlandssvikarar“. Bann við aðgengi að fjármagni, sem er nauðsynlegt tilveru margra frjálsra félagasamtaka, færist í aukana og verður að hamla slíku. Mannréttindahreyfingin mun hafa náð raunverulegum árangri þegar sérhver einstaklingur finnur fyrir sameiginlegri ábyrgð og brýnni þörf fyrir að berjast fyrir réttindum annarra. Við ættum að líta til 10. desember í ár sem upphafs að einhverju nýju fyrir þessa stóru, alþjóðlegu áskorun. Þess vegna skulum við ekki benda á aðra, heldur taka saman höndum í sameiginlegu átaki til að tryggja að sérhver kona og sérhver maður hafi tækifæri til að hafa áhrif á og móta líf sitt og samfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þann 10. desember ár hvert höldum við upp á alþjóðlega mannréttindadaginn, en á þessum sama degi í ár vildi svo til að ESB veitti friðarverðlaunum Nóbels viðtöku. Þessi tilviljun er viðeigandi. ESB er heiðrað fyrir störf í þágu lýðræðisumbóta, sáttaumleitana og mannréttinda og fyrir að stuðla að friði og stöðugleika um álfuna alla. Þetta er mikil viðurkenning á verkum okkar. Á sama tíma hvetur hún okkur öll – stofnanir ESB, aðildarríkin og hina 500 milljón íbúa – til að vinna saman og standa vörð um mannréttindi, ekki einungis innan landamæra okkar heldur um allan heim. Nú síðast í júlí samþykkti ESB verkáætlun um mannréttindi (e. Human Rights Strategy) og skipaði í fyrsta sinn í embætti sérlegan fulltrúa ESB á sviði mannréttindamála. Mannréttindi eru lykilstef í utanríkisþjónustu ESB, allt frá viðskiptum til umhverfismála og þróunarsamvinnu til öryggismála. Þetta er viðurkenning á þeirri staðreynd að virðing fyrir mannréttindum er mikilvægur hluti lausnarinnar í nær öllum tilvikum mannlegra þjáninga og átaka.Vinnum saman En við getum einungis unnið mannréttindum brautargengi á árangursríkan hátt ef við vinnum saman og deilum ábyrgðinni á því að koma þeim á framfæri og standa um þau vörð. Efling mannréttinda krefst þess að ESB myndi breiða samstöðu – með öðrum ríkisstjórnum, alþjóðastofnunum, einkageiranum og, umfram allt, með borgurunum. Í dag vinnur ESB náið með samstarfsaðilum um allan heim, til að mynda SÞ, ÖSE, Evrópuráðinu og Afríkusambandinu. Auk þess stefnum við að fullri samvinnu við hundruð frjálsra félagasamtaka um heim allan til að leita ráða og magna upp boðskapinn um mannréttindi. Þema mannréttindadagsins í ár – samheldni og rétturinn til þátttöku í opinberu lífi – gæti ekki verið tímabærara. Óskin eftir að greypa þessi grundvallarsjónarmið inn í samfélagið er hreyfiaflið á bak við það sem við verðum vitni að í arabaheiminum í dag. Nýleg skref í átt til lýðræðisumbóta í nokkrum ríkjum á svæðinu og víðar vekja upp vonir hjá fólki alls staðar. En það má ekki taka slíkum árangri sem gefnum hlut. Jafnvel í löndum þar sem lýðræðisumbætur hafa átt sér stað þarf meira en einar kosningar til að lýðræði nái að skjóta rótum. Þegar við fögnum réttinum til að taka þátt í opinberu lífi heiðrum við vinnu þeirra sem berjast fyrir mannréttindum og sem berjast fyrir tjáningarfrelsi, taka þátt í kosningum og bjóða sig fram til opinberra embætta. Við viljum einnig leggja áherslu á hið mikilvæga starf borgaralegra samtaka í þágu mannréttinda.Kór frelsis Þróttmikið borgaralegt samfélag og aukin samskipti milli frjálsra félagasamtaka og stjórnvalda, svæðisbundinna samtaka jafnt sem alþjóðlegra, eru lykillinn að því að verja mannréttindi, lýðræði og réttarríkið. Í síðustu viku leiddi hið 14. árlega málþing ESB og frjálsra félagasamtaka í Brussel saman yfir 200 virka málsvara mannréttinda, aðgerðasinna og stefnumótendur. Heima við eru þeir oft einmana raddir en saman mynda þeir kór frelsis. ESB mun styðja slíka málsvara frelsis um heim allan af fullum þunga. Ástæðan er sú að á of mörgum svæðum er útilokun fremur reglan en undantekningin. Í mörgum ríkjum er borgurum synjað um tækifæri til þátttöku í ákvarðanatöku sem hefur áhrif á líf þeirra. Sumir eru jafnvel pyndaðir eða settir í fangelsi fyrir að tjá sjónarmið sín. Ein þeirra sem hlutu Sakharov-verðlaun Evrópuþingsins árið 2012 er Nasrin Sotoudeh, en hún þekkir þetta af eigin raun. Hún sýndi ótrúlegt hugrekki þegar hún stefndi lífi sínu í hættu við að mótmæla takmörkunum á réttindum fjölskyldu hennar. Þannig hefur hún sent skýr skilaboð til Íran og umheimsins sem blása verndurum mannréttinda um víða veröld byr í brjóst. Í Kína situr handhafi friðarverðlauna Nóbels árið 2010, Liu Xiabo, enn af sér ellefu ára fangelsisdóm vegna skrifa sinna, en það er skýrt brot á tjáningarrétti hans.Óhóflegar hömlur Á sama tíma eru óhóflegar hömlur lagðar á félagasamtök hvað varðar tjáningar- og félagafrelsi. Þessum aðferðum er oft beitt undir þeim fölsku forsendum að verið sé að vernda rétt annarra, til að mynda í baráttunni gegn hryðjuverkum. Starfsmenn frjálsra félagasamtaka og þeir sem verja mannréttindi mæta oft ofsóknum og beinum lögsóknum á degi hverjum og til að þagga niður í þeim eru þeir einfaldlega stimplaðir „föðurlandssvikarar“. Bann við aðgengi að fjármagni, sem er nauðsynlegt tilveru margra frjálsra félagasamtaka, færist í aukana og verður að hamla slíku. Mannréttindahreyfingin mun hafa náð raunverulegum árangri þegar sérhver einstaklingur finnur fyrir sameiginlegri ábyrgð og brýnni þörf fyrir að berjast fyrir réttindum annarra. Við ættum að líta til 10. desember í ár sem upphafs að einhverju nýju fyrir þessa stóru, alþjóðlegu áskorun. Þess vegna skulum við ekki benda á aðra, heldur taka saman höndum í sameiginlegu átaki til að tryggja að sérhver kona og sérhver maður hafi tækifæri til að hafa áhrif á og móta líf sitt og samfélag.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun