Lífið sjálft og framtíð þjóðar Sigrún Birna Björnsdóttir skrifar 14. desember 2012 06:00 Í byrjun september birtist grein í Fréttablaðinu undir titlinum Staðan í dag. Sama dag birtist frétt á öllum ljósvakamiðlum um hækkun launa forstjóra Landspítala. Hækkun sem kveikti elda því þótt þiggjandi hafi afsalað sér hækkuninni samsvarar upphæðin rúmum mánaðarlaunum margra launþega. Eldarnir verða varla slökktir í bráð. Hækkunin gladdi mig, hún hlýtur að boða fleiri gleðitíðindi. Nú má greiða fyrir vinnuframlag umfram starfslýsingu hjá ríkinu og nú má semja. Í fyrrnefndri grein talaði ég um vinnuframlag kennara umfram starfslýsingu. Vinnuframlag sem eykur það mikla álag sem nú þegar hvílir á kennurum, breytir skólastarfi og skiptir gríðarlegu máli fyrir kennslu barnanna okkar á öllum skólastigum um komandi ár. Nú hlýtur þessi vinna að fást greidd að fullu, fjármagn til breytinganna verða skilgreint þannig að vinnan verði fullunnin og allir sem að koma hafi sóma af.Velferðarvaktin Við kennarar erum ekki einir á velferðarvaktinni. Heilbrigðisstarfsfólk hefur líka brýnt kuta sína og skorið niður. Fréttir af blóðmjólkandi niðurskurði, úreltum og biluðum tækjum og auknu álagi á starfsfólk heilbrigðisstofnana hafa ekki farið fram hjá neinum. En erum við alveg með á nótunum? Álag á heilbrigðisstarfsmenn hefur aukist m.a. vegna þess að skilgreining fullmannaðrar vaktar í dag er ekki sú sama og fyrir nokkrum árum. Engum hefur verið sagt upp og því er starfsmannavelta náttúruleg en á móti kemur að ekki er ráðið í stöður þeirra sem hætta sökum aldurs eða segja upp. Ef einhver starfsmaður veikist er ekki kölluð út aukavakt heldur verður starfsfólk að hlaupa hraðar. Þess vegna getur álag á heilbrigðisstarfsfólk orðið svo mikið að það nær jafnvel ekki að setjast niður eða fara á salernið heila vakt. Öryggi sjúklinga er tryggt en þegar álagið hefur vaxið úr hófi er sjálfsagt að spyrja; Er ekki komið að þolmörkum? Hvað ef eitthvað gerist?Mannréttindabrot Hluti starfs heilbrigðisstarfsmanna snýr að andlegum stuðningi bæði við sjúklinga og aðstandendur. Nú er staðan sú að þeir vinna það allra nauðsynlegasta á hlaupum en geta illa sinnt sjúklingum eins og þeir kysu og eiga í erfiðleikum með að finna tíma til að veita aðstandendum upplýsingar og þann stuðning sem þarf þegar ættingi er mikið veikur. Andlegi þáttur starfsins situr á hakanum og eftir sitja aðstandendur og sjúklingar. Ég vinn ekki við hjúkrun en ég er aðstandandi. Undanfarin ár hef ég oft upplifað það að nánum ættingja mínum er sinnt verr en áður, hjúkrun hans er honum alls ekki boðleg, hann illa þrifinn og upplýsingaflæði er oft og tíðum stopult. Þetta á ekki við um allar heimsóknir en þeim stundum hefur fjölgað. Ættingi minn er mikið veikur og þarf aðstoð við athafnir daglegs lífs. Hann þarf hjálp við allar grunnþarfir, m.a. að klæðast, borða og komast á klósett. Ég verð stundum mjög sár og reið fyrir hans hönd þegar ég kem í heimsókn. Þá finnst mér brotið á mannréttindum hans. En ég áfellist ekki hlaupandi starfsfólkið. Mikið álag í starfi, sem sáir efa í huga starfsmanns um getu hans, er eitur og veldur því að starfsmaðurinn verður afhuga starfinu jafnvel þótt það sé hans ástríða. Ég hef upplifað það sjálf. Velferðarvaktin leggur sig alla fram en uppsker ekki og veruleikinn er grár og sár. Við sem störfum í velferðarstörfum, sinnum fólki, erum ekki metin að verðleikum. Af hverju? Því hvað er mikilvægara en lífið sjálft og framtíð heillar þjóðar? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Í byrjun september birtist grein í Fréttablaðinu undir titlinum Staðan í dag. Sama dag birtist frétt á öllum ljósvakamiðlum um hækkun launa forstjóra Landspítala. Hækkun sem kveikti elda því þótt þiggjandi hafi afsalað sér hækkuninni samsvarar upphæðin rúmum mánaðarlaunum margra launþega. Eldarnir verða varla slökktir í bráð. Hækkunin gladdi mig, hún hlýtur að boða fleiri gleðitíðindi. Nú má greiða fyrir vinnuframlag umfram starfslýsingu hjá ríkinu og nú má semja. Í fyrrnefndri grein talaði ég um vinnuframlag kennara umfram starfslýsingu. Vinnuframlag sem eykur það mikla álag sem nú þegar hvílir á kennurum, breytir skólastarfi og skiptir gríðarlegu máli fyrir kennslu barnanna okkar á öllum skólastigum um komandi ár. Nú hlýtur þessi vinna að fást greidd að fullu, fjármagn til breytinganna verða skilgreint þannig að vinnan verði fullunnin og allir sem að koma hafi sóma af.Velferðarvaktin Við kennarar erum ekki einir á velferðarvaktinni. Heilbrigðisstarfsfólk hefur líka brýnt kuta sína og skorið niður. Fréttir af blóðmjólkandi niðurskurði, úreltum og biluðum tækjum og auknu álagi á starfsfólk heilbrigðisstofnana hafa ekki farið fram hjá neinum. En erum við alveg með á nótunum? Álag á heilbrigðisstarfsmenn hefur aukist m.a. vegna þess að skilgreining fullmannaðrar vaktar í dag er ekki sú sama og fyrir nokkrum árum. Engum hefur verið sagt upp og því er starfsmannavelta náttúruleg en á móti kemur að ekki er ráðið í stöður þeirra sem hætta sökum aldurs eða segja upp. Ef einhver starfsmaður veikist er ekki kölluð út aukavakt heldur verður starfsfólk að hlaupa hraðar. Þess vegna getur álag á heilbrigðisstarfsfólk orðið svo mikið að það nær jafnvel ekki að setjast niður eða fara á salernið heila vakt. Öryggi sjúklinga er tryggt en þegar álagið hefur vaxið úr hófi er sjálfsagt að spyrja; Er ekki komið að þolmörkum? Hvað ef eitthvað gerist?Mannréttindabrot Hluti starfs heilbrigðisstarfsmanna snýr að andlegum stuðningi bæði við sjúklinga og aðstandendur. Nú er staðan sú að þeir vinna það allra nauðsynlegasta á hlaupum en geta illa sinnt sjúklingum eins og þeir kysu og eiga í erfiðleikum með að finna tíma til að veita aðstandendum upplýsingar og þann stuðning sem þarf þegar ættingi er mikið veikur. Andlegi þáttur starfsins situr á hakanum og eftir sitja aðstandendur og sjúklingar. Ég vinn ekki við hjúkrun en ég er aðstandandi. Undanfarin ár hef ég oft upplifað það að nánum ættingja mínum er sinnt verr en áður, hjúkrun hans er honum alls ekki boðleg, hann illa þrifinn og upplýsingaflæði er oft og tíðum stopult. Þetta á ekki við um allar heimsóknir en þeim stundum hefur fjölgað. Ættingi minn er mikið veikur og þarf aðstoð við athafnir daglegs lífs. Hann þarf hjálp við allar grunnþarfir, m.a. að klæðast, borða og komast á klósett. Ég verð stundum mjög sár og reið fyrir hans hönd þegar ég kem í heimsókn. Þá finnst mér brotið á mannréttindum hans. En ég áfellist ekki hlaupandi starfsfólkið. Mikið álag í starfi, sem sáir efa í huga starfsmanns um getu hans, er eitur og veldur því að starfsmaðurinn verður afhuga starfinu jafnvel þótt það sé hans ástríða. Ég hef upplifað það sjálf. Velferðarvaktin leggur sig alla fram en uppsker ekki og veruleikinn er grár og sár. Við sem störfum í velferðarstörfum, sinnum fólki, erum ekki metin að verðleikum. Af hverju? Því hvað er mikilvægara en lífið sjálft og framtíð heillar þjóðar?
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun