Nýr Landspítali 14. desember 2012 06:00 Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í gær skipulag fyrir nýjan Landspítala við Hringbraut. Ekkert skipulagsmál hefur fengið viðlíka umfjöllun, greiningu og kynningu á vettvangi borgarinnar. Borgarfulltrúar hafa kynnt sér málið afar vel út frá borgarskipulaginu, þróun heilbrigðisþjónustu, samgöngu- og umferðarmálum, hagsmunum borgarinnar og vitanlega landsins alls. Bygging nýs Landspítala er risavaxið mál sem hlaut að verða umdeilt. Fjöldi athugasemda barst frá borgarbúum vegna skipulagsins. Þær lutu einkum að byggingarstað, umferðarmálum og byggingarmagni. Farið var vandlega yfir þær allar og þeim svarað ítarlega. Útfærsla skipulags hefur tekið mikilvægum breytingum á þeim tíma sem málið hefur verið til meðferðar hjá borgaryfirvöldum. Helgunarsvæði spítalans var minnkað verulega og Einarsgarði hlíft. Farið var í ítarlega úttekt á umferðarmálum og lagðar fram áætlanir sem eiga að koma í veg fyrir að bílaumferð aukist að ráði. Reykjavík hefur undanfarna áratugi byggst upp sem mikil bílaborg. Við viljum vinda ofan af þeirri þróun og gera Reykjavík að vistvænni borg þar sem margvíslegir samgöngumátar eru jafn réttháir. Hvað varðar staðsetningu spítalans sýna endurteknar athuganir og úttektir að hagkvæmast er að byggja nýjan Landspítala við Hringbraut þar sem gamli Landspítalinn er. Hringbrautarlóðin liggur auk þess betur en nokkur önnur hugsanleg spítalalóð við umferð í borginni. Það á jafnt við umferð bíla, strætisvagna, hjólandi vegfarenda og fótgangandi.Þjóðarsjúkrahús Við teljum það mikið hagsmunamál fyrir Reykvíkinga, og landsmenn alla, að bygging nýs Landspítala verði að veruleika. Í meðferðarkjarna spítalans er gert ráð fyrir 180 legurúmum, öllum í sérbýli. Við hönnun spítalans er lögð mikil áhersla á vellíðan sjúklinga og að aðstaða fyrir aðstandendur og starfsfólk verði sem allra best. Að auki verður byggt sjúkrahótel norðan við núverandi barnadeild og kvennadeild með 77 einstaklings- og fjölskylduherbergjum. Þau munu fyrst og fremst nýtast fólki sem þarf heilsu sinnar eða aðstandenda vegna að dvelja fjarri heimabyggð vegna rannsókna og meðferðar. Einnig þar verður lögð áhersla á heimilislegt og hlýlegt umhverfi. Meðal frændþjóða okkar eru sjúkrahótel orðinn nauðsynlegur hluti nútímaspítalastarfsemi. Við teljum það nauðsynlegt fyrir heilbrigðisþjónustu á Íslandi að sameiningu spítalanna tveggja í Fossvogi og við Hringbraut verði fylgt eftir með því að starfsemin verði á sama stað. Færð hafa verið sannfærandi rök fyrir því að við breytingarnar skapist betri aðstaða fyrir sjúklinga, aðstandendur og starfsfólk, meira rými fyrir nauðsynlegan tækjabúnað, sterkari tengsl við heilbrigðisvísindasvið háskólans og tækifæri til betri nýtingar almannafjár. Við teljum að Landspítalinn verði sannkallað þjóðarsjúkrahús og sem slíkt stolt höfuðborgarinnar. Við óskum framkvæmdaaðilum velfarnaðar á komandi misserum og óskum eftir góðu samstarfi á uppbyggingartímanum. Jón Gnarr, Dagur B. Eggertsson, Elsa Yeoman, Oddný Sturludóttir, Einar Örn Benediktsson, Óttarr Proppé, Björk Vilhelmsdóttir, Karl Sigurðsson, Eva Einarsdóttir, Páll Hjalti Hjaltason og Hjálmar Sveinsson. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Magnús Karl er okkar rektor Tinna Laufey Ásgeirsdóttir,Árni Kristjánsson Skoðun Segja stjórnendur RÚV af sér vegna falsfréttanna? Einar Steingrímsson Skoðun Barn síns tíma? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun Óþolandi ástand Sigurjón Þórðarson Skoðun Siðferði stjórnmálanna Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson Skoðun Keppnismaðurinn Magnús Karl Magnússon Bjarni Elvar Pjétursson Skoðun Skammarleg vinnubrögð RÚV í máli Ásthildar Lóu Einar Steingrímsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Batseba, konungar og völd Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Magnús Karl er okkar rektor Tinna Laufey Ásgeirsdóttir,Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Segja stjórnendur RÚV af sér vegna falsfréttanna? Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Barn síns tíma? Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Óþolandi ástand Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Merkið stendur þó maðurinn falli Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta og jöfnuður Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Menntastofnun eða spilavíti? Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Keppnismaðurinn Magnús Karl Magnússon Bjarni Elvar Pjétursson skrifar Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Úkraína og stóra myndin í alþjóðasamskiptum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Batseba, konungar og völd Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Donald Trump – andlit og boðberi bandarísku þjóðarinnar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Kjörnir fulltrúar og buxnahysjanir! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Minnst vegna EES-samningsins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Spurningar vakna um heimildarmann og hæfni og ábyrgð fréttamanna Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Einsleit Edda Jódís Skúladóttir skrifar Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson skrifar Skoðun Sumarblús Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Siðferði stjórnmálanna Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun A Genuinely Inclusive University Giti Chandra skrifar Skoðun Skammarleg vinnubrögð RÚV í máli Ásthildar Lóu Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsblekkingin um íslenskt herleysi Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Umhverfismál og efnahagsmál – sterk jákvæð tengsl Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Hvers vegna ættu karlar að leita stuðnings hjá Krabbameinsfélagsinu? Þorri Snæbjörnsson skrifar Skoðun Eiga mannréttindi og jafnrétti við um okkur líka? Sjónarhorn innflytjenda Grace Achieng skrifar Skoðun Sokkar og Downs heilkenni Guðmundur Ármann Pétursson skrifar Skoðun Heilsugæslan í vanda Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðeins um undirskriftir G. Jökull Gíslason skrifar Skoðun Til röggsamra kvenna í ríkisstjórn Hrafndís Bára Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í gær skipulag fyrir nýjan Landspítala við Hringbraut. Ekkert skipulagsmál hefur fengið viðlíka umfjöllun, greiningu og kynningu á vettvangi borgarinnar. Borgarfulltrúar hafa kynnt sér málið afar vel út frá borgarskipulaginu, þróun heilbrigðisþjónustu, samgöngu- og umferðarmálum, hagsmunum borgarinnar og vitanlega landsins alls. Bygging nýs Landspítala er risavaxið mál sem hlaut að verða umdeilt. Fjöldi athugasemda barst frá borgarbúum vegna skipulagsins. Þær lutu einkum að byggingarstað, umferðarmálum og byggingarmagni. Farið var vandlega yfir þær allar og þeim svarað ítarlega. Útfærsla skipulags hefur tekið mikilvægum breytingum á þeim tíma sem málið hefur verið til meðferðar hjá borgaryfirvöldum. Helgunarsvæði spítalans var minnkað verulega og Einarsgarði hlíft. Farið var í ítarlega úttekt á umferðarmálum og lagðar fram áætlanir sem eiga að koma í veg fyrir að bílaumferð aukist að ráði. Reykjavík hefur undanfarna áratugi byggst upp sem mikil bílaborg. Við viljum vinda ofan af þeirri þróun og gera Reykjavík að vistvænni borg þar sem margvíslegir samgöngumátar eru jafn réttháir. Hvað varðar staðsetningu spítalans sýna endurteknar athuganir og úttektir að hagkvæmast er að byggja nýjan Landspítala við Hringbraut þar sem gamli Landspítalinn er. Hringbrautarlóðin liggur auk þess betur en nokkur önnur hugsanleg spítalalóð við umferð í borginni. Það á jafnt við umferð bíla, strætisvagna, hjólandi vegfarenda og fótgangandi.Þjóðarsjúkrahús Við teljum það mikið hagsmunamál fyrir Reykvíkinga, og landsmenn alla, að bygging nýs Landspítala verði að veruleika. Í meðferðarkjarna spítalans er gert ráð fyrir 180 legurúmum, öllum í sérbýli. Við hönnun spítalans er lögð mikil áhersla á vellíðan sjúklinga og að aðstaða fyrir aðstandendur og starfsfólk verði sem allra best. Að auki verður byggt sjúkrahótel norðan við núverandi barnadeild og kvennadeild með 77 einstaklings- og fjölskylduherbergjum. Þau munu fyrst og fremst nýtast fólki sem þarf heilsu sinnar eða aðstandenda vegna að dvelja fjarri heimabyggð vegna rannsókna og meðferðar. Einnig þar verður lögð áhersla á heimilislegt og hlýlegt umhverfi. Meðal frændþjóða okkar eru sjúkrahótel orðinn nauðsynlegur hluti nútímaspítalastarfsemi. Við teljum það nauðsynlegt fyrir heilbrigðisþjónustu á Íslandi að sameiningu spítalanna tveggja í Fossvogi og við Hringbraut verði fylgt eftir með því að starfsemin verði á sama stað. Færð hafa verið sannfærandi rök fyrir því að við breytingarnar skapist betri aðstaða fyrir sjúklinga, aðstandendur og starfsfólk, meira rými fyrir nauðsynlegan tækjabúnað, sterkari tengsl við heilbrigðisvísindasvið háskólans og tækifæri til betri nýtingar almannafjár. Við teljum að Landspítalinn verði sannkallað þjóðarsjúkrahús og sem slíkt stolt höfuðborgarinnar. Við óskum framkvæmdaaðilum velfarnaðar á komandi misserum og óskum eftir góðu samstarfi á uppbyggingartímanum. Jón Gnarr, Dagur B. Eggertsson, Elsa Yeoman, Oddný Sturludóttir, Einar Örn Benediktsson, Óttarr Proppé, Björk Vilhelmsdóttir, Karl Sigurðsson, Eva Einarsdóttir, Páll Hjalti Hjaltason og Hjálmar Sveinsson.
Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Spurningar vakna um heimildarmann og hæfni og ábyrgð fréttamanna Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvers vegna ættu karlar að leita stuðnings hjá Krabbameinsfélagsinu? Þorri Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Eiga mannréttindi og jafnrétti við um okkur líka? Sjónarhorn innflytjenda Grace Achieng skrifar