Skoðun

Nú erum við að tala saman

Bjarni Gíslason skrifar
Ég þakka Vilhjálmi Egilssyni fyrir góða grein í Fréttablaðinu 6. desember sem var skrifuð í framhaldi af grein minni í sama blaði 27. nóvember. Í minni grein var ég helst að finna að orðalagi þar sem heil heimsálfa er sett undir einn hatt og ein fullyrðing látin gilda fyrir öll lönd álfunnar.

Nú tekur Vilhjálmur fyrir nokkur lönd Afríku og einmitt kemur í ljós að þau eru ekki öll á sama stað, eru samkvæmt einum lista frá 40. sæti niður í 121. sæti og á öðrum lista frá 32. niður í 143. Það er meiri munur á löndum innan Afríku en á Íslandi og Túnis. Það er miklu málefnalegra að bera saman lönd og lönd en ekki land og heimsálfu. Nú erum við að tala saman. Og svo er ég mjög ánægður með að við erum báðir sammála um að vilja velgengni Afríku sem mesta.

Að lokum dæmisaga: Tveim skóframleiðendum í Evrópu hafði farnast vel og vildu báðir færa út kvíarnar og fjárfesta í Afríku. Báðir sendu fulltrúa sína til ónefnds svæðis í ónefndu landi til að kanna fjárfestingamöguleika. Annar sendi tölvupóst til baka: Vondar fréttir. Litlir möguleikar til fjárfestinga, hér notar enginn skó! Hættum við fjárfestingar. Hinn sendi líka tölvupóst: Góðar fréttir. Miklir möguleikar til fjárfestinga, hér notar enginn skó! Fjárfestum strax áður en aðrir gera það!




Skoðun

Skoðun

Bestu árin

Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir,Sigríður Gísladóttir skrifar

Sjá meira


×