Það verður ekki búandi hér lengur! Ólafur Sigurðsson skrifar 13. desember 2012 06:00 Sunnudaginn 2. desember var viðtal við Elviru Mendez Pinedo, prófessor við Háskóla Íslands og sérfræðing í Evrópurétti í Silfri Egils. Hún talaði hreint út um hvernig bankar og fjármálastofnanir hafa tekið yfir samfélagið og unnið gegn almenningi ásamt stjórnmálamönnum sem þó hefðu átt að gæta hagsmuna kjósenda. Lýðræðið, eins og það er á Vesturlöndum, er ekki að virka, allavega ekki fyrir fólkið, vildi Elvira meina. Kjörnir fulltrúar starfa ekki í umboði almennings sem kaus þá, heldur hagsmunaafla. Stórvarasamt samband banka og stjórnmálamanna hefur orðið til þess að hagsmunir ráða en ekki fólkið. Gunnar Tómasson og ýmsir aðrir hagfræðingar hafa varað við því að núverandi rekstur íslenska hagkerfisins gengur ekki upp. En á meðan eigendur bankanna geta enn rukkað og milliliðir og hagsmunaaðilar halda sínu þá gengur þetta upp hjá þeim en ekki okkur. Ríkistjórnin hefur ekki staðið við sínar skyldur að vernda okkur gegn þessu og því miður verður það einn megineftirmáli þessarar stjórnar að hafa svikið loforð sín. Samfélagssáttin hefur verið rofin. Svo mörg dæmi eru um birtingarmyndir þessa „efnahagshryllings“ að mann sundlar. Margir hafa einfaldlega fengið nóg af þessari þrætupólitík, enda hefur það verið stundað að þvæla hlutum fram og til baka til þess eins að stöðva umræðuna. Og enn lengist röðin hjá Fjölskylduhjálpinni.Án nokkurrar þekkingar Samt skulu nokkur dæmi nefnd: Snjóhengjan, ólögleg gengislán sem vart fást leiðrétt, ólögleg(?) verðtrygging sem étur upp eignir og sparifé fólks, lífeyrissjóðir sem eru ósjálfbærir, spilling innan bankakerfisins sem afskrifar stórskuldir en leyfir þeim sömu að halda áfram, óhóflega dýr fyrirgreiðslupólitík, grímulausar hótanir útgerðarmanna gegn veiðigjaldi, hermdarverk á Íbúðalánasjóð o.fl. o.fl. Einnig vekur það athygli í þessu samhengi hversu margir sjálfstæðis- og framsóknarmenn hafa verið í forystuhlutverki stofnana ríkis og sveitarfélaga án þess að hafa nokkra menntun eða þekkingu á rekstri og umsýslu þeirra. Því miður er eins og þeir sem eiga að vinna fyrir fólkið hafi margir notað stöðuna til að þjóna hagsmunum annarra en fólksins sem kaus þá. Einstaklingar fá launað fyrir vinnu sem oftar en ekki er beint gegn hagsmunum almennings. Jatan þolir ekki meir, þetta er svívirða sem við höfum ekki efni á lengur. Þetta er sambærilegt við að færa þorpsbúum í ónefndum frumskógi perlur og sælgæti á meðan löndum og landgæðum er rænt af þeim. Stundum heyrist sagt: „Þetta er eins og í bananalýðveldi“ en þetta er að gerast á Íslandi. Stjórnvöldum til hróss átti að rétta af þennan lýðræðishalla gagnvart almenningi og áttum við loks að fá nýja stjórnarskrá til að setja traustari leikreglur. Sérstaka athygli vakti þegar stjórnmálasamtökin Dögun keyptu rútu til að ferðast um allt land og kynna nýju stjórnarskrána fyrir landsmönnum. Þó fjölluðu erlendir fjölmiðlar meir um þá ferð en innlendir og er það ekki ný upplifun.Hermdarverk á þingi Á Alþingi gera hagsmunagæslumenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar allt hvað þeir geta til að koma í veg fyrir að þjóðin fái nýja stjórnarskrá. Hermdarverk þeirra á þinginu eru jafn augljós og hroki LÍÚ gegn þjóðinni sem verður að fá til sín hluta af hagnaði auðlindanna. Hótun Guðmundar í Brimi um að hér fari allt á hausinn ef gengið verður að útgerðinni er sjálfsagt sögð í krafti þess að útgerðarmenn muni sjá til þess að svo fari. Hagsmunaaðilar hafa svo mikil ítök að meira að segja háskólafólk er fengið til að tala þeirra máli og halda ráðstefnur til að velta upp hörmungum þeim sem verða ef þeir missa tökin. Og umræðan fer einn hringinn enn. Áhugaleysi almennings á prófkjörum fjórflokksins er skiljanlegt. Fólk er búið að fá nóg og eiginlega getur fólk ekki meir, það er komið að þolmörkum almennings gagnvart fjármálastofnunum og stjórnmálamönnum. Það hefur orðið siðrof í samfélaginu gagnvart Alþingi og bönkunum. Það er orðið ljóst í prófkjörum flokkanna að þar er engra breytinga að vænta, engra! Þar mun verða áframhaldandi hagsmunagæsla og vel klæddir stjórnmálamenn munu reyna að sannfæra okkur um að best sé að fela þeim völdin enn á ný. Ef það er eitthvað sem við eigum að hafa lært þá er það þetta: „Dæmið þá ekki eftir því sem þeir segja heldur því sem þeir gera.“ Ef ekki kemur fram nýtt stjórnmálaafl sem ekki er þjakað af hagsmunatengslum og spillingu, þá mun ekkert nýtt gerast og þá verður ekki búandi áfram í þessu skuldafangelsi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Sunnudaginn 2. desember var viðtal við Elviru Mendez Pinedo, prófessor við Háskóla Íslands og sérfræðing í Evrópurétti í Silfri Egils. Hún talaði hreint út um hvernig bankar og fjármálastofnanir hafa tekið yfir samfélagið og unnið gegn almenningi ásamt stjórnmálamönnum sem þó hefðu átt að gæta hagsmuna kjósenda. Lýðræðið, eins og það er á Vesturlöndum, er ekki að virka, allavega ekki fyrir fólkið, vildi Elvira meina. Kjörnir fulltrúar starfa ekki í umboði almennings sem kaus þá, heldur hagsmunaafla. Stórvarasamt samband banka og stjórnmálamanna hefur orðið til þess að hagsmunir ráða en ekki fólkið. Gunnar Tómasson og ýmsir aðrir hagfræðingar hafa varað við því að núverandi rekstur íslenska hagkerfisins gengur ekki upp. En á meðan eigendur bankanna geta enn rukkað og milliliðir og hagsmunaaðilar halda sínu þá gengur þetta upp hjá þeim en ekki okkur. Ríkistjórnin hefur ekki staðið við sínar skyldur að vernda okkur gegn þessu og því miður verður það einn megineftirmáli þessarar stjórnar að hafa svikið loforð sín. Samfélagssáttin hefur verið rofin. Svo mörg dæmi eru um birtingarmyndir þessa „efnahagshryllings“ að mann sundlar. Margir hafa einfaldlega fengið nóg af þessari þrætupólitík, enda hefur það verið stundað að þvæla hlutum fram og til baka til þess eins að stöðva umræðuna. Og enn lengist röðin hjá Fjölskylduhjálpinni.Án nokkurrar þekkingar Samt skulu nokkur dæmi nefnd: Snjóhengjan, ólögleg gengislán sem vart fást leiðrétt, ólögleg(?) verðtrygging sem étur upp eignir og sparifé fólks, lífeyrissjóðir sem eru ósjálfbærir, spilling innan bankakerfisins sem afskrifar stórskuldir en leyfir þeim sömu að halda áfram, óhóflega dýr fyrirgreiðslupólitík, grímulausar hótanir útgerðarmanna gegn veiðigjaldi, hermdarverk á Íbúðalánasjóð o.fl. o.fl. Einnig vekur það athygli í þessu samhengi hversu margir sjálfstæðis- og framsóknarmenn hafa verið í forystuhlutverki stofnana ríkis og sveitarfélaga án þess að hafa nokkra menntun eða þekkingu á rekstri og umsýslu þeirra. Því miður er eins og þeir sem eiga að vinna fyrir fólkið hafi margir notað stöðuna til að þjóna hagsmunum annarra en fólksins sem kaus þá. Einstaklingar fá launað fyrir vinnu sem oftar en ekki er beint gegn hagsmunum almennings. Jatan þolir ekki meir, þetta er svívirða sem við höfum ekki efni á lengur. Þetta er sambærilegt við að færa þorpsbúum í ónefndum frumskógi perlur og sælgæti á meðan löndum og landgæðum er rænt af þeim. Stundum heyrist sagt: „Þetta er eins og í bananalýðveldi“ en þetta er að gerast á Íslandi. Stjórnvöldum til hróss átti að rétta af þennan lýðræðishalla gagnvart almenningi og áttum við loks að fá nýja stjórnarskrá til að setja traustari leikreglur. Sérstaka athygli vakti þegar stjórnmálasamtökin Dögun keyptu rútu til að ferðast um allt land og kynna nýju stjórnarskrána fyrir landsmönnum. Þó fjölluðu erlendir fjölmiðlar meir um þá ferð en innlendir og er það ekki ný upplifun.Hermdarverk á þingi Á Alþingi gera hagsmunagæslumenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar allt hvað þeir geta til að koma í veg fyrir að þjóðin fái nýja stjórnarskrá. Hermdarverk þeirra á þinginu eru jafn augljós og hroki LÍÚ gegn þjóðinni sem verður að fá til sín hluta af hagnaði auðlindanna. Hótun Guðmundar í Brimi um að hér fari allt á hausinn ef gengið verður að útgerðinni er sjálfsagt sögð í krafti þess að útgerðarmenn muni sjá til þess að svo fari. Hagsmunaaðilar hafa svo mikil ítök að meira að segja háskólafólk er fengið til að tala þeirra máli og halda ráðstefnur til að velta upp hörmungum þeim sem verða ef þeir missa tökin. Og umræðan fer einn hringinn enn. Áhugaleysi almennings á prófkjörum fjórflokksins er skiljanlegt. Fólk er búið að fá nóg og eiginlega getur fólk ekki meir, það er komið að þolmörkum almennings gagnvart fjármálastofnunum og stjórnmálamönnum. Það hefur orðið siðrof í samfélaginu gagnvart Alþingi og bönkunum. Það er orðið ljóst í prófkjörum flokkanna að þar er engra breytinga að vænta, engra! Þar mun verða áframhaldandi hagsmunagæsla og vel klæddir stjórnmálamenn munu reyna að sannfæra okkur um að best sé að fela þeim völdin enn á ný. Ef það er eitthvað sem við eigum að hafa lært þá er það þetta: „Dæmið þá ekki eftir því sem þeir segja heldur því sem þeir gera.“ Ef ekki kemur fram nýtt stjórnmálaafl sem ekki er þjakað af hagsmunatengslum og spillingu, þá mun ekkert nýtt gerast og þá verður ekki búandi áfram í þessu skuldafangelsi.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun