Blekkingar í skammdeginu Tryggvi Þór Herbertsson skrifar 13. desember 2012 06:00 Hann var brattur fyrrverandi fjármálaráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, hér í blaðinu í gær þegar hann tíundaði stórkostlegan árangur ríkisstjórnarinnar í ríkisfjármálum. Í bland við gamla sveitarómantík og ljóðlínur hrærir hann hagtölum sem standast ekki neina skoðun. Hann segir ríkisstjórnina – þá helst hann sjálfur einn og óstuddur ef marka má ummæli hans í Viðskiptablaðinu á dögunum – hafa snúið fjárlagahallanum úr 216 milljarða halla árið 2008 í áætlaðan 2-4 milljarða halla á næsta ári. Það er vel að verki staðið ef rétt væri. Árið 2008 var hallinn á rekstri ríkissjóðs um 24 milljarðar króna. Við þá tölu bættust síðan óreglulegir liðir – einsskiptistap – sem námu um 192 milljörðum króna. Þessa gríðarlegu upphæð má að mestu rekja til þess að kröfur á viðskiptabankana sem voru að handveði í endurhverfum viðskiptum í Seðlabankanum töpuðust að stórum hluta í hruninu. Svipuð staða er uppi á teningnum hvað varðar fjárlög næsta árs þótt smærri sé. Ríkisjóður áætlar að þurfa að greiða 13 milljarða til að styrkja eigið fé Íbúðalánasjóðs vegna taps sem annars vegar má rekja til þess að margir lántakendur geta ekki staðið við lán sín og hins vegar til þess að sjóðurinn getur ekki greitt upp skuldbindingar sínar þegar íbúðareigendur greiða upp lán við sjóðinn. Það myndar neikvæðan vaxtamun fyrir sjóðinn. Íbúðalánasjóður hefur tapað miklum fjármunum vegna þess.Frumleg nálgun Fjármálaráðherrann fyrrverandi segir að þar sem 13 milljarðarnir muni mynda eigið fé í Íbúðalánasjóði þá séu þetta ekki útgjöld fyrir ríkisjóð og því bæti framlagið ekki við halla ríkissjóðs. Það er óneitanlega frumleg nálgun. Nú er það svo í bókhaldi að þar sem er kreditfærsla þá er debetfærslan ekki langt undan. Tap Íbúðalánasjóðs þarf að færa til gjalda hjá ríkisjóði. Svo einfalt er það. Augljóst er að færsla ríkissjóðs í bókhaldi vegna taps Íbúðalánasjóðs er algjörlega sambærileg við færsluna sem gerð var vegna taps Seðlabankans. Hallinn á ríkissjóði á næsta ári verður því 15 til 17 milljarðar, ekki 2 til 4 milljarðar, þegar sömu uppgjörsaðferð er beitt og notuð var árið 2008. En þetta er bara byrjunin. Áætlaður munur á eignum og skuldbindingum A-deildar LSR nemur um 54 milljörðum króna. Þetta gat myndaðist vegna taps lífeyrissjóðsins. Það þarf að fjármagna og eðlilegt væri að gera ráð fyrir tapinu í fjárlögum. Ef það er gert verður hallinn á fjárlögum 69 til 71 milljarður á næsta ári en ekki 2 til 4 milljarðar. Hér er ekki tekið tillit til þess hér að útgjaldaþrýstingurinn á ríkissjóð er gríðarlegur. Engar líkur eru því á að ríkisútgjöld á næsta ári verði þau sem að er stefnt. Það er ekki hægt lengur að svelta heilbrigðisstarfsmenn, löggæsluna og aðra grunnþjónustu eins og nú er gert. Jafnframt er ekki tekið tillit til þess að um 373 milljarða vantar í B-deild LSR. Ég er reyndar ósammála þeim sem segja að taka þurfi tillit til þessarar upphæðar í fjárlögum þar sem B-deild LSR byggir á gegnumstreymisfyrirkomulagi – þeir sem eru á vinnumarkaði borga lífeyri fyrir hina eldri. Ég er þeirrar skoðunar að fjárlög næsta árs séu blekking og eigi miklum mun meira skylt við grískt bókhald en þau vönduðu fjárlög sem ráðherrann gumar af. Það er mikilvægt að sópa ekki vandanum undir teppið eins og nú er gert. Það vita búmennirnir sem hafast við í gangnakofunum á haustin. En það sem ég sakna helst úr grein ráðherrans er að skáldskapurinn skuli ekki vera í bundnu máli. Það hefði verið viðeigandi fyrst ráðherrann kaus að láta þekktar ljóðlínur fylgja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hann var brattur fyrrverandi fjármálaráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, hér í blaðinu í gær þegar hann tíundaði stórkostlegan árangur ríkisstjórnarinnar í ríkisfjármálum. Í bland við gamla sveitarómantík og ljóðlínur hrærir hann hagtölum sem standast ekki neina skoðun. Hann segir ríkisstjórnina – þá helst hann sjálfur einn og óstuddur ef marka má ummæli hans í Viðskiptablaðinu á dögunum – hafa snúið fjárlagahallanum úr 216 milljarða halla árið 2008 í áætlaðan 2-4 milljarða halla á næsta ári. Það er vel að verki staðið ef rétt væri. Árið 2008 var hallinn á rekstri ríkissjóðs um 24 milljarðar króna. Við þá tölu bættust síðan óreglulegir liðir – einsskiptistap – sem námu um 192 milljörðum króna. Þessa gríðarlegu upphæð má að mestu rekja til þess að kröfur á viðskiptabankana sem voru að handveði í endurhverfum viðskiptum í Seðlabankanum töpuðust að stórum hluta í hruninu. Svipuð staða er uppi á teningnum hvað varðar fjárlög næsta árs þótt smærri sé. Ríkisjóður áætlar að þurfa að greiða 13 milljarða til að styrkja eigið fé Íbúðalánasjóðs vegna taps sem annars vegar má rekja til þess að margir lántakendur geta ekki staðið við lán sín og hins vegar til þess að sjóðurinn getur ekki greitt upp skuldbindingar sínar þegar íbúðareigendur greiða upp lán við sjóðinn. Það myndar neikvæðan vaxtamun fyrir sjóðinn. Íbúðalánasjóður hefur tapað miklum fjármunum vegna þess.Frumleg nálgun Fjármálaráðherrann fyrrverandi segir að þar sem 13 milljarðarnir muni mynda eigið fé í Íbúðalánasjóði þá séu þetta ekki útgjöld fyrir ríkisjóð og því bæti framlagið ekki við halla ríkissjóðs. Það er óneitanlega frumleg nálgun. Nú er það svo í bókhaldi að þar sem er kreditfærsla þá er debetfærslan ekki langt undan. Tap Íbúðalánasjóðs þarf að færa til gjalda hjá ríkisjóði. Svo einfalt er það. Augljóst er að færsla ríkissjóðs í bókhaldi vegna taps Íbúðalánasjóðs er algjörlega sambærileg við færsluna sem gerð var vegna taps Seðlabankans. Hallinn á ríkissjóði á næsta ári verður því 15 til 17 milljarðar, ekki 2 til 4 milljarðar, þegar sömu uppgjörsaðferð er beitt og notuð var árið 2008. En þetta er bara byrjunin. Áætlaður munur á eignum og skuldbindingum A-deildar LSR nemur um 54 milljörðum króna. Þetta gat myndaðist vegna taps lífeyrissjóðsins. Það þarf að fjármagna og eðlilegt væri að gera ráð fyrir tapinu í fjárlögum. Ef það er gert verður hallinn á fjárlögum 69 til 71 milljarður á næsta ári en ekki 2 til 4 milljarðar. Hér er ekki tekið tillit til þess hér að útgjaldaþrýstingurinn á ríkissjóð er gríðarlegur. Engar líkur eru því á að ríkisútgjöld á næsta ári verði þau sem að er stefnt. Það er ekki hægt lengur að svelta heilbrigðisstarfsmenn, löggæsluna og aðra grunnþjónustu eins og nú er gert. Jafnframt er ekki tekið tillit til þess að um 373 milljarða vantar í B-deild LSR. Ég er reyndar ósammála þeim sem segja að taka þurfi tillit til þessarar upphæðar í fjárlögum þar sem B-deild LSR byggir á gegnumstreymisfyrirkomulagi – þeir sem eru á vinnumarkaði borga lífeyri fyrir hina eldri. Ég er þeirrar skoðunar að fjárlög næsta árs séu blekking og eigi miklum mun meira skylt við grískt bókhald en þau vönduðu fjárlög sem ráðherrann gumar af. Það er mikilvægt að sópa ekki vandanum undir teppið eins og nú er gert. Það vita búmennirnir sem hafast við í gangnakofunum á haustin. En það sem ég sakna helst úr grein ráðherrans er að skáldskapurinn skuli ekki vera í bundnu máli. Það hefði verið viðeigandi fyrst ráðherrann kaus að láta þekktar ljóðlínur fylgja.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun