Óhugnanleg staða FS Ísak Ernir Kristinsson skrifar 12. desember 2012 06:00 Upp er komin sú staða að stjórnendur Fjölbrautaskóla Suðurnesja standa frammi fyrir enn einum niðurskurðinum. Komið er að þolmörkum í niðurskurði á flestum stöðum og þ.a.l. er eina ráðið að fækka starfsfólki og nemendum. Ef ekkert verður að gert mun þurfa að segja upp 12 til 14 stöðugildum og fækka nemendum um 200. Ótrúlegt en satt. FS hefur úr að moða 942 nemendaígildum samkvæmt fjárlögum, en nú stunda rúmlega 1.100 nemendur nám við skólann. Samkvæmt lögum frá Alþingi þurfa framhaldsskólarnir að veita öllum þeim nemendum sem þess óska og hafa ekki náð 18 ára aldri skólavist. En fjárlög eru öðrum lögum æðri. Þar af leiðandi sjáum við fram á það að skólinn muni ekki geta veitt þessum nemendum skólavist þó þeir óski eftir henni. Þeir þurfa þá annaðhvort að sækja sína menntun til annarra framhaldsskóla eða leita annarra leiða. Ekki er mikla vinnu að fá fyrir þennan aldurshóp á svæðinu og ekki eiga þessir aðilar rétt á atvinnuleysisbótum. Þeir þurfa því að vera á framfærslu foreldranna og mæla göturnar. Er það eitthvað sem við viljum? Viljum við ekki frekar að þeir nemi og séu með rútínu á sínu lífi? Svari hver fyrir sig. Þetta er jú bara fjárlagafrumvarp og ekki búið að afgreiða frumvarpið frá Alþingi, en þetta er staðan eins og hún blasir við í dag. Ég, sem formaður hagsmunafélags nemenda í FS, er mjög uggandi. Mér finnst óhugnanlegt að hugsa til þess að allir þeir sem þess óska að fá að sækja sér menntun geti það ekki vegna skorts á fjárveitingu frá ríkinu. Vil ég trúa því að okkar þingmenn úr Suðurkjördæmi berjist fyrir okkar svæði, sem glímir við mikið atvinnuleysi og skuldavanda heimilanna, og finni flöt á þessari óhugnanlegu stöðu. Mennt er máttur. Nú þarf „velferðarstjórn“ Jóhönnu Sigurðardóttur að endurskoða að mínu mati í hverju þessi „velferð“ liggur sem hún talar um. Nemendur, starfsfólk og aðrir íbúar á Suðurnesjum, tökum höndum saman og látum þetta ekki gerast. Stöndum vörð um framtíð og menntun okkar allra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Upp er komin sú staða að stjórnendur Fjölbrautaskóla Suðurnesja standa frammi fyrir enn einum niðurskurðinum. Komið er að þolmörkum í niðurskurði á flestum stöðum og þ.a.l. er eina ráðið að fækka starfsfólki og nemendum. Ef ekkert verður að gert mun þurfa að segja upp 12 til 14 stöðugildum og fækka nemendum um 200. Ótrúlegt en satt. FS hefur úr að moða 942 nemendaígildum samkvæmt fjárlögum, en nú stunda rúmlega 1.100 nemendur nám við skólann. Samkvæmt lögum frá Alþingi þurfa framhaldsskólarnir að veita öllum þeim nemendum sem þess óska og hafa ekki náð 18 ára aldri skólavist. En fjárlög eru öðrum lögum æðri. Þar af leiðandi sjáum við fram á það að skólinn muni ekki geta veitt þessum nemendum skólavist þó þeir óski eftir henni. Þeir þurfa þá annaðhvort að sækja sína menntun til annarra framhaldsskóla eða leita annarra leiða. Ekki er mikla vinnu að fá fyrir þennan aldurshóp á svæðinu og ekki eiga þessir aðilar rétt á atvinnuleysisbótum. Þeir þurfa því að vera á framfærslu foreldranna og mæla göturnar. Er það eitthvað sem við viljum? Viljum við ekki frekar að þeir nemi og séu með rútínu á sínu lífi? Svari hver fyrir sig. Þetta er jú bara fjárlagafrumvarp og ekki búið að afgreiða frumvarpið frá Alþingi, en þetta er staðan eins og hún blasir við í dag. Ég, sem formaður hagsmunafélags nemenda í FS, er mjög uggandi. Mér finnst óhugnanlegt að hugsa til þess að allir þeir sem þess óska að fá að sækja sér menntun geti það ekki vegna skorts á fjárveitingu frá ríkinu. Vil ég trúa því að okkar þingmenn úr Suðurkjördæmi berjist fyrir okkar svæði, sem glímir við mikið atvinnuleysi og skuldavanda heimilanna, og finni flöt á þessari óhugnanlegu stöðu. Mennt er máttur. Nú þarf „velferðarstjórn“ Jóhönnu Sigurðardóttur að endurskoða að mínu mati í hverju þessi „velferð“ liggur sem hún talar um. Nemendur, starfsfólk og aðrir íbúar á Suðurnesjum, tökum höndum saman og látum þetta ekki gerast. Stöndum vörð um framtíð og menntun okkar allra.
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun